Sara lagði þriðja mark leiksins upp, í uppbótartíma fyrri hálfleiks, á kamerúnska framherja liðsins Ajara Nchout sem átti eftir að bæta þremur mörkum við sinn reikning í seinni hálfleik.
Dalal Abdullatif og Rayenne Machado skoruðu fyrstu tvö mörkin, það seinna eftir stoðsendingu Leu Le Garrec, sem skoraði sjálf fjórða markið áður en flautað var til hálfleiks.
Adriana, Noura Al Ibrahim og þrenna Ajara Nchout sáu svo til þess að lokatölur urðu 9-0.
Sara hefur verið að spila stórvel undanfarið og er með fimm mörk í síðustu sex leikjum öllum keppnum, auk stoðsendingarinnar í dag.
Al Qadsiah situr í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig þegar þrettán af átján umferðum hafa verið spilaðar.