„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Valur sigraði Stjörnuna 32-27 í opnunarleik Olís deildarinnar í Garðabæ í kvöld. Viktor Sigurðsson var öflugur fyrir Val í kvöld með níu mörk og nýi þjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, var ánægður með sigurinn. Handbolti 3.9.2025 21:33
Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Federico Chiesa, Gabriel Jesus og Mathys Tel eru á meðal þeirra sem ekki fá að spila með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í haust, líkt og nýr leikmaður Chelsea. Leikmaður Arsenal gæti slegið aldursmet. Enski boltinn 3.9.2025 21:22
Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handboltavertíðin í Olís-deild karla hófst með leik Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni í Mýrinni í Garðabænum í kvöld. Valsmenn hefja leiktíðina vel en liðið vann sannfærandi sigur. Val er spáð deildarmeistaratitilinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum deildarinnar og Ágúst Þór Jóhannsson fer vel af stað með liðið. Handbolti 3.9.2025 18:48
„Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson hefur sótt sér mikla reynslu á EM í körfubolta. Mót sem hann mun aldrei gleyma. Körfubolti 3.9.2025 16:31
Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, varð í gær aðeins fimmtándi körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Sport 3.9.2025 16:00
Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann, Freyr Alexandersson, var langt frá því að vera sáttur með hvernig meistarar Bodø/Glimt báru sig að þegar þeir freistuðu þess að kaupa miðjumanninn Felix Horn Myhre. Fótbolti 3.9.2025 15:32
Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Martin Hermannsson varð í gær stigahæsti leikmaður Íslands frá upphafi í úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Tryggvi Snær Hlinason sló einnig frákastametið. Körfubolti 3.9.2025 14:33
Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Benedikt Guðmundsson gladdist mjög yfir góðri frammistöðu Martins Hermannssonar í leik Íslands og Slóveníu á EM í körfubolta. Körfubolti 3.9.2025 14:33
Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik í undankeppni EM 2027 á morgun þegar Færeyjar koma í heimsókn. Fótbolti 3.9.2025 13:45
Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Ekki verður annað sagt en Tryggvi Snær Hlinason hafi spilað frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. Hann er efstur í nokkrum tölfræðiþáttum á mótinu. Körfubolti 3.9.2025 13:02
HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Allt benti til þess að mexíkóski markvörðurinn Guillermo Ochoa myndi semja við spænska B-deildarliðið Burgos á lokadegi félagaskiptagluggans. Ekkert varð hins vegar af því eftir nokkuð sérstaka atburðarás. Fótbolti 3.9.2025 13:02
Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony brotnaði niður þegar hann var að lýsa tíma sínum hjá Manchester United og sérstaklega þeim dögum þegar hann beið eftir því að gengið væri á sölu hans til Real Betis. Fótbolti 3.9.2025 12:33
„Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Aleksej Nikolic, leikmaður slóvenska landsliðsins, og Aleksander Sekulic, þjálfari þess, lofuðu íslenska landsliðið í hástert eftir leik liðanna á EM í gær. Ísland eigi að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM. Körfubolti 3.9.2025 11:30
Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Hún lék um tíma með Stjörnunni en endaði feril sinn með heimaliði sínu í Hailifax Tides. Fótbolti 3.9.2025 11:00
Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Það hefur verið gaman hjá finnska körfuboltalandliðsinu á Evrópumótinu í körfubolta til þessa en þeir fara aðeins öðruvísi leiðir til að koma sér í gírinn. Körfubolti 3.9.2025 10:32
Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 3.9.2025 10:03
Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur átt magnað Evrópumót með íslenska landsliðinu og átt meðal annars hverja troðsluna á fætur annarri. Körfubolti 3.9.2025 09:31
Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Darryl Morsell verður Bandaríkjamaður Keflvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfubolti 3.9.2025 09:17
Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Strákarnir í Stúkunni tóku Stjörnuna til bæna eftir að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gagnrýndi skort á gestrisni hjá Garðbæingum. Íslenski boltinn 3.9.2025 09:00
Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Liverpool átti að flestra mati sögulegan félagsskiptaglugga og það vantaði ekki eyðsluna í nýja leikmenn á Anfield. Enski boltinn 3.9.2025 08:32
Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í toppslag Víkings og Breiðabliks í síðustu umferð í Bestu deild karla í fótbolta og sérfræðingar Stúkunnar gagnrýndu þá ákvörðun. Víkingar voru þá 2-1 yfir og manni fleiri en misstu leikinn niður í jafntefli eftir að Gylfi fór af velli. Íslenski boltinn 3.9.2025 08:00
Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Kynjapróf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, sem bara kvenkyns keppendur mótsins þurfa að gangast undir, hefur vakið mikið umtal alls staðar í íþróttaheiminum. Norska frjálsíþróttasambandið er aftur á móti í annars konar vandræðum. Sport 3.9.2025 07:31
Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Hinn 23 ára gamli Senne Lammens er genginn í raðir Manchester United. Hann á að vera svarið við markmannsvandræðum þeirra en það gæti þó tekið tíma fyrir þann draum að verða að veruleika. Enski boltinn 3.9.2025 07:02
Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Fyrir aðeins tveimur mánuðum síðan þá sagði norska handboltagoðsögnin Camilla Herrem frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hefði greinst með krabbamein. Á dögunum var hún mætt aftur inn á handboltavöllinn. Handbolti 3.9.2025 06:33