Chelsea vann góðan 0-2 sigur á Tottenham í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á heimavelli Tottenham og var leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu enda Tottenham stýrt af sigursælasta stjóra í sögu Chelsea, Jose Mourinho.
Brasilíski snillingurinn Willian reyndist senuþjófurinn en hann kom Chelsea yfir eftir undirbúning Mateo Kovacic á 12.mínútu. Skömmu fyrir leikhlé tvöfaldaði Willian forystuna með marki af vítapunktinum.
Vítaspyrnan dæmd með aðstoð VAR myndbandatækninnar en Paulo Gazzaniga gerði sig sekan um mistök í marki Tottenham þegar hann braut á Marcos Alonso.
Ekki vænkaðist hagur heimamanna þegar Heung Min Son fékk að líta beint rautt spjald eftir klukkutíma leik, aftur með aðstoð VAR, en Suður-Kóreumaðurinn sparkaði í Antonio Rudiger.
Einum manni færri tókst Tottenham ekki að koma til baka og reyndust lokatölur 0-2, Chelsea í vil.
Brasilíski snillingurinn Willian reyndist senuþjófurinn en hann kom Chelsea yfir eftir undirbúning Mateo Kovacic á 12.mínútu. Skömmu fyrir leikhlé tvöfaldaði Willian forystuna með marki af vítapunktinum.
Vítaspyrnan dæmd með aðstoð VAR myndbandatækninnar en Paulo Gazzaniga gerði sig sekan um mistök í marki Tottenham þegar hann braut á Marcos Alonso.
Ekki vænkaðist hagur heimamanna þegar Heung Min Son fékk að líta beint rautt spjald eftir klukkutíma leik, aftur með aðstoð VAR, en Suður-Kóreumaðurinn sparkaði í Antonio Rudiger.
Einum manni færri tókst Tottenham ekki að koma til baka og reyndust lokatölur 0-2, Chelsea í vil.