EM 2016 í Frakklandi

Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik
Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands.

Ögmundur verður í markinu í Konya
Reiknað er með þvi að bæði Jón Daði Böðvarsson og Kári Árnason hefji leik í Tyrklandi.

Markvörður Hollands sendir strákunum okkar heillaóskir
Tim Krul, landsliðsmarkvörður Hollands, heimtar þrjú stig frá Íslendingum í Konya.

Þaulreyndur ítalskur dómari með flautuna í kvöld
Gianluca Rocchi hefur dæmt í Meistaradeild Evrópu og hjá stóru landsliðum Evrópu.

Tyrkir ósigraðir í Konya
Hinn glæsilegi Torku Arena var vígður í fyrra og Tyrkjum líkar greinilega vel við að spila í Konya.

Stuðningsmenn Íslands með sorgarbönd á leiknum
130 stuðningsmenn eru komnir frá Íslandi til að styðja við strákana okkar í Konya.

Norðmenn yfir í 50 mínútur í Róm en það var ekki nóg | Fara í umspilið
Norðmenn þurfa að fara í umspil um sæti á Evrópumótinu eins og Svíar og Danir en það var ljóst eftir Norðmenn töpuðu fyrir Ítölum á sama tíma Króatar unnu sigur á Möltu.

Lagerbäck aldrei tapað fyrir Tyrklandi
Það veit á gott að annar landsliðsþjálfari Íslands er með gríðargott tak á Tyrkjum.

„Við styðjum friðinn“
Tyrkir verða í miklum meirihluta í Konya í kvöld en Ísland mun þó líka fá stuðning frá að minnsta kosti tveimur heimamönnum.

Robben kveikir á kerti og vonast eftir íslenskum sigri
Danny Blind og Arjen Robben halda enn í vonina um að komasta á EM en þurfa að stóla á Íslendinga til þess.

Svona kemst Tyrkland beint á EM
Tyrkland þarf á sigri að halda gegn Íslandi en með hagstæðum úrslitum gæti það dugað til að sleppa við umspilið.

Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika
Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn.

Jóhann Berg: Forréttindi að byrja
Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld.

Van Persie og Memphis í átökum á æfingu
Mórallinn í hollenska landsliðinu virðist ekki vera upp á sitt besta þessa dagana.

Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður
Lars Lagerbäck hefur fulla trú á sínum mönnum fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun og óttast ekki að þeir endurtaki mistök sín frá því í leiknum gegn Lettlandi á laugardag.

Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu
Ragnar Sigurðsson segir að það íslenski landsliðshópurinn sé það sterkur að það komi ekki að sök þótt til breytinga komi á varnarlínu liðsins.

Þjóðverjar fjalla um Ísmennina sem eru komnir á EM | Myndband
Þýska sjónvarpsstöðin ARD fjallar um íslenska fótboltaævintýrið í skemmtilegu innslagi.

Slóvakar fylgja Spáni til Frakklands
Slóvakía lenti í smá basli með lið Lúxemborgar en hafði sigur og er komið á EM 2016.

Fullt hús hjá Englandi
England og Sviss komin á EM og Slóvenía fer í umspilið.

Gylfi Þór: Æfði mig að taka aukaspyrnur eins og Beckham
Gylfa Þór fannst alltaf skemmtilegast að horfa á David Beckham og Frank Lampard í enska boltanum.

Enginn Börsungur í byrjunarliði Spánar í fyrsta sinn í tíu ár
Það er áratugur upp á dag síðan enginn leikmaður Barcelona var í byrjunarliði spænska landsliðsins í mótsleik.

Zlatan skoraði en Svíar í umspil | Rússar komnir á EM
Svíþjóð þurfti að treysta á Svartfjallaland til að komast beint á EM en Rússar voru of sterkir.

Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér
Markvörðurinn þakkar fyrir batakveðjurnar þar sem hans bíða nú nokkrir mánuðir í endurhæfingu vegna meiðsla.

Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið
Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag.

Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju
Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust.

Ögmundur: Ég verð tilbúinn
Ögmundur Kristinsson veit ekki hvort hann byrjar í marki Íslands gegn Tyrklandi.

Kompany gæti spilað á morgun
Forráðamenn Man. City eru ekki ánægðir með belgíska knattspyrnusambandið sem ætlar jafnvel að láta Vincent Kompany spila á morgun.

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.

Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi
Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina.

Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir að íslensku landsliðsmennirnir eigi að njóta þess að spila fyrir bandbrjála stuðningsmenn Tyrklands.