„Ég held að ég hafi aldrei tapað fyrir Tyrkjum. Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær og brosti út í annað.
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 og þarf helst á sigri að halda til að vinna sinn riðil - eða treysta á að Tékkland vinni ekki Holland í kvöld.
Eins og sést hér neðst í fréttinni náði Lagerbäck ávallt góðum árangri gegn Tyrklandi sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar á sínum tíma. Hann hélt svo uppteknum hætti þegar Ísland vann 3-0 sigur á Tyrkjum í fyrsta leik núverandi undankeppni.
Sjá einnig: Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður
Ísland er sem kunnugt er komið á sitt fyrsta stórmót og á Lagerbäck mikið að þakka fyrir þann árangur. Hann, ásamt Heimi Hallgrímssyni meðþjálfara sínum, getur bætt enn einni skrautfjöður í hatt sinn með sigri í kvöld því fyrirfram hefðu fáir búist við því að Ísland ynni riðil með þjóðum á borð við Holland, Tékkland og Tyrkland innanborðs.
Lars Lageräck hefur aldrei tapað fyrir Tyrklandi:
15. júní 2000 (Úrslitakeppni EM 2000)
Svíþjóð - Tyrkland 0-0
7. október 2000 (undankeppni HM 2002)
Svíþjóð - Tyrkland 1-1
5. september 2001 (undankeppni HM 2002)
Tyrkland - Svíþjóð 1-2
6. febrúar 2008 (vináttulandsleikur)
Tyrkland - Svíþjóð 0-0
9. september 2014 (undankeppni EM 2016)
Ísland - Tyrkland 3-0
Lagerbäck aldrei tapað fyrir Tyrklandi

Tengdar fréttir

Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika
Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn.

Svona kemst Tyrkland beint á EM
Tyrkland þarf á sigri að halda gegn Íslandi en með hagstæðum úrslitum gæti það dugað til að sleppa við umspilið.

Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið
Landsliðsþjálfari Tyrklands hrósaði árangri íslenska landsliðsins mjög á blaðamannafundi í Konya í dag.

Þjóðverjar fjalla um Ísmennina sem eru komnir á EM | Myndband
Þýska sjónvarpsstöðin ARD fjallar um íslenska fótboltaævintýrið í skemmtilegu innslagi.

Robben kveikir á kerti og vonast eftir íslenskum sigri
Danny Blind og Arjen Robben halda enn í vonina um að komasta á EM en þurfa að stóla á Íslendinga til þess.