Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 23:00 Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira