Þaulreyndur ítalskur dómari með flautuna í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 15:00 Gianluca Rocchi, dómari frá Ítalíu. Vísir/Getty Það verða ítalskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Tyrkland mætir Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Hinn 42 ára Gianluca Rocchi verður dómari leiksins en hann hefur verið umdeildur í heimalandi sínu. Rocchi hefur verið með alþjóðleg dómararéttindi undanfarin sjö ár og dæmt í undankeppni HM og EM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, Ólympíuleikunum í London og HM U-23 ára. Hann dæmdi til að mynda viðureign Tékklands og Hollands í sama riðli þegar liðin mættust síðastliðið haust en hann hefur einnig dæmt stóra leiki í undankeppninni, til að mynda hjá Portúgal og Englandi. Hann hefur einnig dæmt leiki hjá sterkum félagsliðum utan heimalandsins, svo sem Arsenal, Atletico Madrid, Bayern München, Chelsea og Manchester United. Hann dæmdi einnig viðureign Barcelona og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr á þessu ári. Þess má einnig geta að hann dæmdi leik Argentínu og Mexíkó í undanúrslitum HM U-23 ára árið 2013. Rocchi hefur þó verið umdeildur í heimalandi sínu og þótt bæði spjaldaglaður og gjarn á að dæma vítaspyrnur. Hann vakti þá athygli þegar hann dæmdi viðureign Manchester City og Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2012. Rocchi dæmdi City umdeilda vítaspyrnu í leiknum og rak um leið Alvaro Arbeloa, leikmann Real, af velli. Honum tókst þó einnig að reita City-menn til reiði í leiknum og rak David Platt, þáverandi aðstoðarþjálfara City, upp í stúku en hann gaf alls sjö áminningar í leiknum.Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Það verða ítalskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Tyrkland mætir Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Hinn 42 ára Gianluca Rocchi verður dómari leiksins en hann hefur verið umdeildur í heimalandi sínu. Rocchi hefur verið með alþjóðleg dómararéttindi undanfarin sjö ár og dæmt í undankeppni HM og EM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, Ólympíuleikunum í London og HM U-23 ára. Hann dæmdi til að mynda viðureign Tékklands og Hollands í sama riðli þegar liðin mættust síðastliðið haust en hann hefur einnig dæmt stóra leiki í undankeppninni, til að mynda hjá Portúgal og Englandi. Hann hefur einnig dæmt leiki hjá sterkum félagsliðum utan heimalandsins, svo sem Arsenal, Atletico Madrid, Bayern München, Chelsea og Manchester United. Hann dæmdi einnig viðureign Barcelona og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr á þessu ári. Þess má einnig geta að hann dæmdi leik Argentínu og Mexíkó í undanúrslitum HM U-23 ára árið 2013. Rocchi hefur þó verið umdeildur í heimalandi sínu og þótt bæði spjaldaglaður og gjarn á að dæma vítaspyrnur. Hann vakti þá athygli þegar hann dæmdi viðureign Manchester City og Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2012. Rocchi dæmdi City umdeilda vítaspyrnu í leiknum og rak um leið Alvaro Arbeloa, leikmann Real, af velli. Honum tókst þó einnig að reita City-menn til reiði í leiknum og rak David Platt, þáverandi aðstoðarþjálfara City, upp í stúku en hann gaf alls sjö áminningar í leiknum.Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira