Terim: Ísland ber höfuð og herðar yfir önnur lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 14:54 Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Vísir/Getty Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, segist þess fullviss að hans menn geti unnið Ísland í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 á morgun. Liðin eigast við hér í Konya í Tyrklandi en á blaðamannafundi í dag hrósaði Terim íslenska liðinu fyrir árangurinn, en Ísland er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM. „Ég vil fyrst og fremst óska Íslandi til hamingju með sitt fyrsta sæti á stórmóti í knattspyrnu. Ég vil óska þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni til hamingju sem og allri íslensku þjóðinni.“ „Liðið bar höfuð og herðar yfir önnu lið í riðlinum, líka Tékkland. Þeir eiga virðingu skilda,“ sagði Terim en Ísland er í efsta sæti riðilsins með einu stigi meira en Tékkland. Tyrkland er í þriðja sætinu en þarf stig til að gulltryggja það og sæti í umspilinu í næsta mánuði. Holland er skammt undan og á enn möguleika á þriðja sætinu með sigri á Tékklandi á morgun. Terim segir að það séu þrjár mögulegar niðurstöður á morgun. Að Tyrkland tapi og komist ekki áfram, að Tyrkir nái að minnsta kosti stigi og að liðið fari í umspil eða að liðið vinni og fari beint áfram í keppnina, verði úrslit annarra leikja hagstæð. Liðið sem nær bestum árangri í þriðja sæti fer beint á EM en önnur lið fara í umspil í næsta mánuði. „Við viljum auðvitað þriðja möguleikann. Þetta er tækifæri sem við viljum alls ekki missa af og ég vona að það verði að veruleika að við förum beint áfram. Við erum þess fullvissir að við getum unnið leikinn.“ Terim, rétt eins og Arda Turan fyrirliði, vottað samúð allra í landsliðinu með fórnarlömbunum ódæðanna í Ankara og fjölskyldum þeirra.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44 Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð: Ég gerði ekkert rangt Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands. 12. október 2015 13:30
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Arda Turan: Ég óska Íslandi til hamingju Landsliðsfyrirliði Tyrklands reiknar með allt öðruvísi leik á morgun en í Reykjavík síðastliðið haust. 12. október 2015 14:44
Heimir: Væri katastrófa að spila eins gegn Tyrklandi Heimir Hallgrímsson segir að Ísland verði að spila mun betur á morgun en liðið gerði gegn Lettlandi um helgina. 12. október 2015 12:30