Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Konya skrifar 13. október 2015 06:00 Lars Lagerbäck ræðir við strákana fyrir æfinguna í Konya í gær. vísir/getty Ísland fær tækifæri í dag til að fegra knattspyrnusögu enn frekar er liðið getur með sigri á Tyrklandi tryggt sér sigur í A-riðli undankeppni EM 2016. Íslenska karlalandsliðinu hafði aldrei fyrr tryggt sér sæti á stórmóti, hvað þá unnið sinn riðil í undankeppni. En hindrunin er mikil. Strákarnir þurfa allra helst að vinna Tyrki á hinum glæsilega Torku Arena leikvelli í Konya þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Tyrkir mega ekki við því að tapa og hingað er erfitt að koma, hvort sem er með landslið eða félagslið. „Þetta er sannarlega erfiður útivöllur. En þessir strákar hafa gert þetta allt saman áður ég hef ekki áhyggjur af þeim,“ segir Lars Lägerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, án þess að hika. Hann getur leyft sér að vera öruggur með sig, enda aldrei tapað fyrir Tyrklandi á sínum landsliðsþjálfaraferli - hvort sem er með Svíþjóð eða Íslandi. „Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði hann og brosti.Strákarnir æfa í Konya.vísir/gettyEnginn góður nema Hannes Hefði Ísland unnið Lettland á laugardag væri sigurinn í riðlinum þegar tryggður, fyrst Tékkland tapaði fyrir Tyrklandi. Enn fremur olli spilamennska Íslands í seinni hálfleik vonbrigðum, er strákarnir misstu 2-0 foyrstu í jafntefli. Lagerbäck segir að leikmenn hafi ef til ofmetnast og ætlað sér of mikið. „Ég tel að hugarfarið hafi verið að trufla okkur. Við vorum komnir áfram á EM og 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það gerði þetta enginn viljandi en ég held að það vilji allir hafa þennan þátt í okkar leik í lagi.“ Hann segir að liðsheildin hafi vikið fyrir einstaklingsframtaki og það megi ekki endurtaka sig hjá Íslandi. „Það var enginn góður í seinni hálfleik, nema kannski Hannes. Það var ekkert skipulag á liðinu og við ætluðum okkur of mikið í sóknarleiknum.“Gerbreytt lið Tyrkja Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en eru taplausir í sjö leikjum síðan þá. Óhætt er að segja að Fatih Termin landsliðsþjálfara hafi tekist að kúvenda gengi liðsins og hrósaði Lagerbäck honum fyrir starf sitt. „Liðið er breytt, mjög vel skipulagt og spilar góðan varnarleik. Það getur núna brugðist við aðstæðum eins og sást gegn Tékklandi. Þar fóru þeir rólega af stað en sóttu meira eftir að leið á leikinn. Eftir að þeir skoruðu fóru þeir aftur með varnarlínuna sína og pössuðu sig sérstaklega á því að gera engin mistök.“Lars Lagerbäck trillar sér í gegnum flugstöðina í Konya.vísir/gettyÍslensku þjálfararnir hafa búið sína menn undir að mæta báðum útgáfum af tyrkneska liðinu - sókndjörfu og varnarsinnuðu. Hvort sem verður er ljóst að það verður erfitt fyrir Ísland að sækja í gegnum þétta miðju Tyrkja en Lagerbäck hefur svar við því. „Við þurfum að beita lengri sendingum og vera þolinmóðir í uppspilinu, þar til að þeirra skipulag riðlast aðeins. Venjulega getum við beitt báðum úrræðum og vonandi geta leikmenn leitað í þetta tvennt í leiknum.“Minnisstætt afrek Engum dylst hversu magnaður árangur það væri að enda í efsta sæti þessa undanriðils. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir fyrsta sætið en bæði þjálfarar og leikmenn eru einbeittir að því að ná því takmarki sínu. „Við værum auðvitað allir afar ánægður með að ljúka þessari undankeppni með sigri og að ná efsta sæti riðilsins. Það væri afar sætt og yrði lengi í minnum haft.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Ísland fær tækifæri í dag til að fegra knattspyrnusögu enn frekar er liðið getur með sigri á Tyrklandi tryggt sér sigur í A-riðli undankeppni EM 2016. Íslenska karlalandsliðinu hafði aldrei fyrr tryggt sér sæti á stórmóti, hvað þá unnið sinn riðil í undankeppni. En hindrunin er mikil. Strákarnir þurfa allra helst að vinna Tyrki á hinum glæsilega Torku Arena leikvelli í Konya þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Tyrkir mega ekki við því að tapa og hingað er erfitt að koma, hvort sem er með landslið eða félagslið. „Þetta er sannarlega erfiður útivöllur. En þessir strákar hafa gert þetta allt saman áður ég hef ekki áhyggjur af þeim,“ segir Lars Lägerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, án þess að hika. Hann getur leyft sér að vera öruggur með sig, enda aldrei tapað fyrir Tyrklandi á sínum landsliðsþjálfaraferli - hvort sem er með Svíþjóð eða Íslandi. „Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði hann og brosti.Strákarnir æfa í Konya.vísir/gettyEnginn góður nema Hannes Hefði Ísland unnið Lettland á laugardag væri sigurinn í riðlinum þegar tryggður, fyrst Tékkland tapaði fyrir Tyrklandi. Enn fremur olli spilamennska Íslands í seinni hálfleik vonbrigðum, er strákarnir misstu 2-0 foyrstu í jafntefli. Lagerbäck segir að leikmenn hafi ef til ofmetnast og ætlað sér of mikið. „Ég tel að hugarfarið hafi verið að trufla okkur. Við vorum komnir áfram á EM og 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það gerði þetta enginn viljandi en ég held að það vilji allir hafa þennan þátt í okkar leik í lagi.“ Hann segir að liðsheildin hafi vikið fyrir einstaklingsframtaki og það megi ekki endurtaka sig hjá Íslandi. „Það var enginn góður í seinni hálfleik, nema kannski Hannes. Það var ekkert skipulag á liðinu og við ætluðum okkur of mikið í sóknarleiknum.“Gerbreytt lið Tyrkja Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en eru taplausir í sjö leikjum síðan þá. Óhætt er að segja að Fatih Termin landsliðsþjálfara hafi tekist að kúvenda gengi liðsins og hrósaði Lagerbäck honum fyrir starf sitt. „Liðið er breytt, mjög vel skipulagt og spilar góðan varnarleik. Það getur núna brugðist við aðstæðum eins og sást gegn Tékklandi. Þar fóru þeir rólega af stað en sóttu meira eftir að leið á leikinn. Eftir að þeir skoruðu fóru þeir aftur með varnarlínuna sína og pössuðu sig sérstaklega á því að gera engin mistök.“Lars Lagerbäck trillar sér í gegnum flugstöðina í Konya.vísir/gettyÍslensku þjálfararnir hafa búið sína menn undir að mæta báðum útgáfum af tyrkneska liðinu - sókndjörfu og varnarsinnuðu. Hvort sem verður er ljóst að það verður erfitt fyrir Ísland að sækja í gegnum þétta miðju Tyrkja en Lagerbäck hefur svar við því. „Við þurfum að beita lengri sendingum og vera þolinmóðir í uppspilinu, þar til að þeirra skipulag riðlast aðeins. Venjulega getum við beitt báðum úrræðum og vonandi geta leikmenn leitað í þetta tvennt í leiknum.“Minnisstætt afrek Engum dylst hversu magnaður árangur það væri að enda í efsta sæti þessa undanriðils. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir fyrsta sætið en bæði þjálfarar og leikmenn eru einbeittir að því að ná því takmarki sínu. „Við værum auðvitað allir afar ánægður með að ljúka þessari undankeppni með sigri og að ná efsta sæti riðilsins. Það væri afar sætt og yrði lengi í minnum haft.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00
Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00