Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Konya skrifar 13. október 2015 06:00 Lars Lagerbäck ræðir við strákana fyrir æfinguna í Konya í gær. vísir/getty Ísland fær tækifæri í dag til að fegra knattspyrnusögu enn frekar er liðið getur með sigri á Tyrklandi tryggt sér sigur í A-riðli undankeppni EM 2016. Íslenska karlalandsliðinu hafði aldrei fyrr tryggt sér sæti á stórmóti, hvað þá unnið sinn riðil í undankeppni. En hindrunin er mikil. Strákarnir þurfa allra helst að vinna Tyrki á hinum glæsilega Torku Arena leikvelli í Konya þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Tyrkir mega ekki við því að tapa og hingað er erfitt að koma, hvort sem er með landslið eða félagslið. „Þetta er sannarlega erfiður útivöllur. En þessir strákar hafa gert þetta allt saman áður ég hef ekki áhyggjur af þeim,“ segir Lars Lägerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, án þess að hika. Hann getur leyft sér að vera öruggur með sig, enda aldrei tapað fyrir Tyrklandi á sínum landsliðsþjálfaraferli - hvort sem er með Svíþjóð eða Íslandi. „Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði hann og brosti.Strákarnir æfa í Konya.vísir/gettyEnginn góður nema Hannes Hefði Ísland unnið Lettland á laugardag væri sigurinn í riðlinum þegar tryggður, fyrst Tékkland tapaði fyrir Tyrklandi. Enn fremur olli spilamennska Íslands í seinni hálfleik vonbrigðum, er strákarnir misstu 2-0 foyrstu í jafntefli. Lagerbäck segir að leikmenn hafi ef til ofmetnast og ætlað sér of mikið. „Ég tel að hugarfarið hafi verið að trufla okkur. Við vorum komnir áfram á EM og 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það gerði þetta enginn viljandi en ég held að það vilji allir hafa þennan þátt í okkar leik í lagi.“ Hann segir að liðsheildin hafi vikið fyrir einstaklingsframtaki og það megi ekki endurtaka sig hjá Íslandi. „Það var enginn góður í seinni hálfleik, nema kannski Hannes. Það var ekkert skipulag á liðinu og við ætluðum okkur of mikið í sóknarleiknum.“Gerbreytt lið Tyrkja Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en eru taplausir í sjö leikjum síðan þá. Óhætt er að segja að Fatih Termin landsliðsþjálfara hafi tekist að kúvenda gengi liðsins og hrósaði Lagerbäck honum fyrir starf sitt. „Liðið er breytt, mjög vel skipulagt og spilar góðan varnarleik. Það getur núna brugðist við aðstæðum eins og sást gegn Tékklandi. Þar fóru þeir rólega af stað en sóttu meira eftir að leið á leikinn. Eftir að þeir skoruðu fóru þeir aftur með varnarlínuna sína og pössuðu sig sérstaklega á því að gera engin mistök.“Lars Lagerbäck trillar sér í gegnum flugstöðina í Konya.vísir/gettyÍslensku þjálfararnir hafa búið sína menn undir að mæta báðum útgáfum af tyrkneska liðinu - sókndjörfu og varnarsinnuðu. Hvort sem verður er ljóst að það verður erfitt fyrir Ísland að sækja í gegnum þétta miðju Tyrkja en Lagerbäck hefur svar við því. „Við þurfum að beita lengri sendingum og vera þolinmóðir í uppspilinu, þar til að þeirra skipulag riðlast aðeins. Venjulega getum við beitt báðum úrræðum og vonandi geta leikmenn leitað í þetta tvennt í leiknum.“Minnisstætt afrek Engum dylst hversu magnaður árangur það væri að enda í efsta sæti þessa undanriðils. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir fyrsta sætið en bæði þjálfarar og leikmenn eru einbeittir að því að ná því takmarki sínu. „Við værum auðvitað allir afar ánægður með að ljúka þessari undankeppni með sigri og að ná efsta sæti riðilsins. Það væri afar sætt og yrði lengi í minnum haft.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ísland fær tækifæri í dag til að fegra knattspyrnusögu enn frekar er liðið getur með sigri á Tyrklandi tryggt sér sigur í A-riðli undankeppni EM 2016. Íslenska karlalandsliðinu hafði aldrei fyrr tryggt sér sæti á stórmóti, hvað þá unnið sinn riðil í undankeppni. En hindrunin er mikil. Strákarnir þurfa allra helst að vinna Tyrki á hinum glæsilega Torku Arena leikvelli í Konya þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Tyrkir mega ekki við því að tapa og hingað er erfitt að koma, hvort sem er með landslið eða félagslið. „Þetta er sannarlega erfiður útivöllur. En þessir strákar hafa gert þetta allt saman áður ég hef ekki áhyggjur af þeim,“ segir Lars Lägerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, án þess að hika. Hann getur leyft sér að vera öruggur með sig, enda aldrei tapað fyrir Tyrklandi á sínum landsliðsþjálfaraferli - hvort sem er með Svíþjóð eða Íslandi. „Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði hann og brosti.Strákarnir æfa í Konya.vísir/gettyEnginn góður nema Hannes Hefði Ísland unnið Lettland á laugardag væri sigurinn í riðlinum þegar tryggður, fyrst Tékkland tapaði fyrir Tyrklandi. Enn fremur olli spilamennska Íslands í seinni hálfleik vonbrigðum, er strákarnir misstu 2-0 foyrstu í jafntefli. Lagerbäck segir að leikmenn hafi ef til ofmetnast og ætlað sér of mikið. „Ég tel að hugarfarið hafi verið að trufla okkur. Við vorum komnir áfram á EM og 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það gerði þetta enginn viljandi en ég held að það vilji allir hafa þennan þátt í okkar leik í lagi.“ Hann segir að liðsheildin hafi vikið fyrir einstaklingsframtaki og það megi ekki endurtaka sig hjá Íslandi. „Það var enginn góður í seinni hálfleik, nema kannski Hannes. Það var ekkert skipulag á liðinu og við ætluðum okkur of mikið í sóknarleiknum.“Gerbreytt lið Tyrkja Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en eru taplausir í sjö leikjum síðan þá. Óhætt er að segja að Fatih Termin landsliðsþjálfara hafi tekist að kúvenda gengi liðsins og hrósaði Lagerbäck honum fyrir starf sitt. „Liðið er breytt, mjög vel skipulagt og spilar góðan varnarleik. Það getur núna brugðist við aðstæðum eins og sást gegn Tékklandi. Þar fóru þeir rólega af stað en sóttu meira eftir að leið á leikinn. Eftir að þeir skoruðu fóru þeir aftur með varnarlínuna sína og pössuðu sig sérstaklega á því að gera engin mistök.“Lars Lagerbäck trillar sér í gegnum flugstöðina í Konya.vísir/gettyÍslensku þjálfararnir hafa búið sína menn undir að mæta báðum útgáfum af tyrkneska liðinu - sókndjörfu og varnarsinnuðu. Hvort sem verður er ljóst að það verður erfitt fyrir Ísland að sækja í gegnum þétta miðju Tyrkja en Lagerbäck hefur svar við því. „Við þurfum að beita lengri sendingum og vera þolinmóðir í uppspilinu, þar til að þeirra skipulag riðlast aðeins. Venjulega getum við beitt báðum úrræðum og vonandi geta leikmenn leitað í þetta tvennt í leiknum.“Minnisstætt afrek Engum dylst hversu magnaður árangur það væri að enda í efsta sæti þessa undanriðils. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir fyrsta sætið en bæði þjálfarar og leikmenn eru einbeittir að því að ná því takmarki sínu. „Við værum auðvitað allir afar ánægður með að ljúka þessari undankeppni með sigri og að ná efsta sæti riðilsins. Það væri afar sætt og yrði lengi í minnum haft.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00
Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00