
Bandaríkin

Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon
Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar.

Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna
Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna.

Úkraínufundinum í London frestað
Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið.

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör.

Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir
Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur.

Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014.

Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar
Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld.

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma.

Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar
Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum.

Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída
Þrjúhundruð farþegar um borð í farþegaþotu á vegum Delta flugfélagsins í Bandaríkjunum þurftu að yfirgefa vélina í snatri þegar eldur kom upp í henni á flugbrautinni á Orlando flugvelli í Flórída í gær.

Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum
Leikkonan Elizabeth Hurley og kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus eru að slá sér upp ef marka má mynd sem þau deildu af sér saman á páskadag.

Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða
Bandaríkjaforseti segist standa með varnarmálaráðherranum eftir að annað lekamál kom upp. Ráðherrann lak trúnaðarupplýsingum um árásir Bandaríkjahers til eiginkonu sinnar, bróður og lögfræðings.

Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið
Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn.

Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu.

Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan
Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu.

Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans
Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda.

Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis
Joseph Seiders, trommari indírokksveitarinnar The New Pornographers, var handtekinn í Suður-Kaliforníu fyrr í mánuðinum og ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn og brjóta gegn friðhelgi einkalífs.

Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður
Vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýjan blágrænan lit sem kallast „olo“ og ekkert auga hefur áður séð. Liturinn fékkst með því að skjóta laser-geisla inn í augu mennskra tilraunadýra og örva þannig frumur í sjónhimnum þeirra.

Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador.

Mannskæðasta árásin á Húta hingað til
Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra.

Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“
Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra.

Diddy ekki veittur aukafrestur
Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi.

Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin.

Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag
Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu.

Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð
Útihátíðinni Fyre II hefur verið frestað um ókomna tíð. Fyre-hátíðin, sem haldin var af sama skipuleggjanda er sögð misheppnaðasta útihátíð sögunnar. Þeir sem hafa gerst svo djarfir að tryggja sér miða fengu skilaboð um frestunina á dögunum.

Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída
Tveir létu lífið og sex særðust í skotárás sem gerð var á ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglumönnum og handtekinn í framhaldinu.

Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard
Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“

Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi
Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt.

100 áhrifamestu einstaklingar í heimi
Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999.

Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn
Icelandair er annað félagið til að fljúga til Nashville, Tennesse frá Evrópu, fyrsta flugið var fyrir helgi og móttökur heimamanna voru með ólíkindum.