Bandaríkin

Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu.

Weinstein greindur með krabbamein
Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði.

Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim
Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi.

Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda
Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað.

Vígahópum vex ásmegin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu
Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta.

Lawrence ólétt í annað sinn
Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni.

Aftur rafmagnslaust á Kúbu
Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á.

Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“
„Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni.

Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum
Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika.

Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas.

Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka
Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað.

„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum
Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims.

Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig.

Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga
Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“.

Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku
Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar.

Hundrað ára Carter búinn að kjósa
Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem varð hundrað ára á dögunum, er búinn að kjósa í bandarísku forsetakosningunum. Hann kaus með utankjörstaðaratkvæði, sem var lagt í pósthólf við dómshús í borginni Americus í Georgíuríki.

Elskar að vera á níræðisaldri og eiga ungbarn
Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist elska að vera nýbakaður pabbi. Hann er 84 ára gamall og eignaðist son í júní í fyrra og vonast að endurminningar sínar muni koma syni sínum vel.

Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga
Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu.

Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum
Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö.

Halda áfram árásum á Beirút en með gult spjald frá Bandaríkjunum
Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Beirút, höfuðborg Líbanon, í morgun í fyrsta sinn í fimm daga. Samkvæmt hernum var ráðist gegn vopnageymslum Hezbollah í suðurhluta Beirút og var íbúum á svæðinu ráðlagt að forða sér áður en þær hófust.

Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum
Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael.

Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek
Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér.

Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið.

Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína.

Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi
Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn.

Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar
Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu.

Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana
Tónlistarkonan Laufey, sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarna mánuði, er ein áhrifamesti áhrifavaldur heims, ef marka má lista Hollywood reporter. Meðfram tónlistinni er Laufey dugleg að framleiða efni fyrir aðdáendur sína á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram, en brot af því má sjá neðst í fréttinni.

United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025.

Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels
Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur.

Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons
Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída.