Pútín lætur sér fátt um finnast Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 17:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði frekari tollum ef Pútín gengi ekki að samningaborðinu innan 50 daga. Vladimír Pútín gæti varla verið meira sama, að sögn heimildarmanna Reuters. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í Kreml. Miðillinn segir að Rússinn láti sér fátt finnast um hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hét því í gær að leggja stóraukna tolla á rússneskar vörur ef Rússar kæmu ekki að samningaborðinu og semdu ekki um frið innan 50 daga. Heldur mun Pútín mögulega leggja fram ríkari kröfur um úkraínskt landsvæði eftir því sem rússneskir herir sækja fram, að sögn þriggja heimildarmanna nálægt Kreml. Pútín telur að efnahagur Rússlands og her þess séu nógu sterkir til að þola allar viðbótaraðgerðir Vesturlanda, sögðu heimildarmenn Reuters. Trump hefur að undanförnu lýst óánægju sinni í garð Pútíns sem hefur ekki viljað semja vopnahlé. Bandaríkjamaðurinn tilkynnti að Bandaríkin myndu senda fleiri vopn til Úkraínu, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfi, með milligöngu Nató. Trump hótaði einnig frekari tollum gegn Rússlandi nema friðarsamkomulag næðist innan 50 daga. Þrír rússneskir heimildarmenn sem þekkja vel til æðstu ráðamanna í Kreml segja að Pútín muni ekki stöðva stríðið undan þrýstingi frá Vesturlöndum og telji að Rússland geti þolað frekari efnahagslegar refsiaðgerðir, þar á meðal hótanir Bandaríkjanna um tolla sem beinast að kaupendum á rússneskri olíu. „Pútín telur að enginn hafi í alvöru rætt við hann um smáatriði friðar í Úkraínu, þar á meðal Bandaríkjamenn, þannig að hann mun halda áfram þar til hann fær það sem hann vill,“ sagði einn heimildarmannanna við Reuters, en vildi ekki láta nafns síns getið vegna viðkvæmni málsins. Rússland Úkraína Donald Trump Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í Kreml. Miðillinn segir að Rússinn láti sér fátt finnast um hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hét því í gær að leggja stóraukna tolla á rússneskar vörur ef Rússar kæmu ekki að samningaborðinu og semdu ekki um frið innan 50 daga. Heldur mun Pútín mögulega leggja fram ríkari kröfur um úkraínskt landsvæði eftir því sem rússneskir herir sækja fram, að sögn þriggja heimildarmanna nálægt Kreml. Pútín telur að efnahagur Rússlands og her þess séu nógu sterkir til að þola allar viðbótaraðgerðir Vesturlanda, sögðu heimildarmenn Reuters. Trump hefur að undanförnu lýst óánægju sinni í garð Pútíns sem hefur ekki viljað semja vopnahlé. Bandaríkjamaðurinn tilkynnti að Bandaríkin myndu senda fleiri vopn til Úkraínu, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfi, með milligöngu Nató. Trump hótaði einnig frekari tollum gegn Rússlandi nema friðarsamkomulag næðist innan 50 daga. Þrír rússneskir heimildarmenn sem þekkja vel til æðstu ráðamanna í Kreml segja að Pútín muni ekki stöðva stríðið undan þrýstingi frá Vesturlöndum og telji að Rússland geti þolað frekari efnahagslegar refsiaðgerðir, þar á meðal hótanir Bandaríkjanna um tolla sem beinast að kaupendum á rússneskri olíu. „Pútín telur að enginn hafi í alvöru rætt við hann um smáatriði friðar í Úkraínu, þar á meðal Bandaríkjamenn, þannig að hann mun halda áfram þar til hann fær það sem hann vill,“ sagði einn heimildarmannanna við Reuters, en vildi ekki láta nafns síns getið vegna viðkvæmni málsins.
Rússland Úkraína Donald Trump Bandaríkin NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira