Er Trump að gefast upp á Pútín? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2025 06:50 Trump virðist vera að komast á þá skoðun að það sé lítil innistæða fyrir fagurgala Pútín. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“. „Hann er alltaf voða indæll en svo reynist engin innistæða fyrir því,“ sagði Trump. Forsetinn sagðist vera að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum og ítrekaði að Bandaríkjamenn hygðust senda meira af vopnum til Úkraínu. Trump sagði Pútín hafa valdið sér vonbrigðum. Úkraínumenn eru sjálfir sagðir hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fyrirhugað innihald nýrra vopnasendinga en Trump sagðist í gær myndu sjá þeim fyrir tíu Patriot eldflaugum. Þeim hafði áður verið lofað 30 slíkum. Embættismenn í Úkraínu sögðust engu að síður þakklátir fyrir þá ákvörðun Bandaríkjaforseta að fresta ekki öllum vopnasendingum eins og áður hafði verið tilkynnt. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segist nú bíða eftir staðfestingu á því hvaða vopn þeir myndu fá en fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur hvað þetta varðaði. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð í síðustu viku, eftir símtal Pútín og Trump en Trump átti í kjölfarið samtal við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta á föstudag, sem síðarnefndi sagði eitt besta samtal sem þeir hefðu átt. Þrátt fyrir brösuleg samskipti og forkastanlegar móttökur sem Selenskí fékk í Hvíta húsinu fyrr á árinu hefur Selenskí farið fögrum orðum um framgöngu Trump í að miðla málum. Úkraínumenn hafa samþykkt tillögur Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé en Rússar haldið fast í ýtrustu kröfur sínar um landvinninga í Úkraínu og afturhvarf Atlantshafsbandalagsins frá bæjardyrum sínum. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
„Hann er alltaf voða indæll en svo reynist engin innistæða fyrir því,“ sagði Trump. Forsetinn sagðist vera að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum og ítrekaði að Bandaríkjamenn hygðust senda meira af vopnum til Úkraínu. Trump sagði Pútín hafa valdið sér vonbrigðum. Úkraínumenn eru sjálfir sagðir hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fyrirhugað innihald nýrra vopnasendinga en Trump sagðist í gær myndu sjá þeim fyrir tíu Patriot eldflaugum. Þeim hafði áður verið lofað 30 slíkum. Embættismenn í Úkraínu sögðust engu að síður þakklátir fyrir þá ákvörðun Bandaríkjaforseta að fresta ekki öllum vopnasendingum eins og áður hafði verið tilkynnt. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segist nú bíða eftir staðfestingu á því hvaða vopn þeir myndu fá en fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur hvað þetta varðaði. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð í síðustu viku, eftir símtal Pútín og Trump en Trump átti í kjölfarið samtal við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta á föstudag, sem síðarnefndi sagði eitt besta samtal sem þeir hefðu átt. Þrátt fyrir brösuleg samskipti og forkastanlegar móttökur sem Selenskí fékk í Hvíta húsinu fyrr á árinu hefur Selenskí farið fögrum orðum um framgöngu Trump í að miðla málum. Úkraínumenn hafa samþykkt tillögur Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé en Rússar haldið fast í ýtrustu kröfur sínar um landvinninga í Úkraínu og afturhvarf Atlantshafsbandalagsins frá bæjardyrum sínum.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira