Erlent

109 látnir og yfir 160 saknað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Björgunarmenn við störf. Yfir 160 er saknað.
Björgunarmenn við störf. Yfir 160 er saknað. Getty/Houston Chronicle/Jason Fochtman

Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Þrettán Black Hawk þyrlur hafa verið notaðar við leit að fólki og fjöldi dróna. 

Ríkisstjórinn Greg Abbott hefur heitið því að leit muni standa yfir þar til búið er að finna alla þá sem er saknað. Hann segir hins vegar líkur á því að fleiri muni bætast á listann á næstu dögum.

Sérfræðingar segja að rekja megi harmleikinn til nokkurra þátta auk ofsaveðurs, til að mynda staðsetningar sumarhúsa og -búða og tímasetningar, en flóðin fóru yfir rétt fyrir dagrenningu á föstudag þegar flestir voru enn sofandi. 

Sjálfur sagði Abbott að yfirvöld hefðu vitað að flóð gætu átt sér stað í kjölfar veðursins en enginn hefði gert sér grein fyrir því hversu slæm þau yrðu.

Greint hefur verið frá því að yfirborð Guadalupe-ár hafi hækkað um átta metra á 40 mínútum og þá má sjá myndskeið af því á samfélagsmiðlum hvernig flóð streymdu á nokkrum sekúndum yfir allt að því þurra árfarvegi og sópuðu öllu með sem í vegi þeirra varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×