Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2025 21:27 Grínistinn Rosie O'Donnell og Donald Trump hafa reglulega átt í orðaskaki undanfarin ár. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira