Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2025 21:27 Grínistinn Rosie O'Donnell og Donald Trump hafa reglulega átt í orðaskaki undanfarin ár. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent