Þorvaldur Gylfason Þrjár systur Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Fastir pennar 30.6.2010 18:34 Feyneyjar stefna í auðn Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga. Fastir pennar 9.6.2010 16:48 Misskipting varðar miklu Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar. Fastir pennar 2.6.2010 17:03 Þorvaldur Gylfason: Rússar í góðum gír Þegar ég kveikti á sjónvarpinu seint um kvöld í vetur leið, þetta var í janúar, heyrði ég viðtal við dómsmálaráðherrann. Tvö verkefni ráðuneytisins eru öðrum brýnni, sagði hann. Annað er að treysta sjálfstæði dómstólanna, svo að fólkið í landinu geti borið traust til þeirra. Hitt er að berjast gegn spillingu. Fastir pennar 26.5.2010 18:25 Þorvaldur Gylfason: Að glíma við Hæstarétt Þrískipting valdsins í lýðræðisríkjum milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds hvílir á þeirri grundvallarhugsjón, að engum valdþáttanna þriggja er ætlað að drottna yfir hinum tveim. Þeim er ætlað að vegast á. Þaðan er runnin hugmyndin um valdmörk og mótvægi (e. checks and balances), þar sem hver valdþáttur veitir öðrum gagnkvæmt aðhald og eftirlit. Ef einn valdþáttanna þriggja virðist ætla að vaxa hinum tveim yfir höfuð eða beygja sig undir hina tvo, þarf að bregðast við til að gæta þess jafnræðis, sem að er stefnt. Slíku jafnræði er ekki til að dreifa hér á landi eins og dæmin sanna. Hér hefur framkvæmdarvaldið beygt bæði löggjafarvaldið og dómsvaldið undir vilja sinn gegn anda stjórnarskrárinnar og ef til vill einnig gegn bókstaf hennar, svo sem færi mun gefast til að gaumgæfa við þá löngu tímabæru endurskoðun eða endursamningu stjórnarskrárinnar, sem nú stendur fyrir dyrum. Í 60. gr. stjórnarskrárinnar er vikið berum orðum að þrískiptingu valdsins, en þar segir: „Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda." Hér er vikið með beinum hætti að eftirlitshlutverki Hæstaréttar gagnvart öðrum valdhöfum. Fastir pennar 20.5.2010 11:15 Þorvaldur Gylfason: Djúpar sprungur í dómskerfinu Fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu eins og vandaðar skoðanakannanir hafa sýnt um árabil. Innan við þriðji hver Íslendingur ber nú mikið traust til dómskerfisins. Þegar spurt var um traust manna til Alþingis fyrir hrun, var hlutfallið svipað, eða tæpur þriðjungur, en eftir hrun hrapaði traustið enn neðar. Nú segist áttundi hver maður bera mikið traust til Alþingis. Einn af átta. Fastir pennar 13.5.2010 10:19 Þorvaldur Gylfason: Pólska leiðin Hinn 11. febrúar í ár lagði ég hér í blaðinu einu sinni sem oftar út af eftirminnilegum ummælum Bjarna Bendiktssonar síðar forsætisráðherra frá 1934 um svik samábyrgðarinnar. Ég lýsti í því viðfangi nýrri löggjöf um skerðingu sjálftekinna hlunninda í Póllandi. Lýsingin hljóðaði svo: Fastir pennar 5.5.2010 16:58 Þorvaldur Gylfason: Nefndin stóðst prófið Á fundi með rannsóknarnefnd Alþingis í janúar 2009 lýsti ég þeirri skoðun fyrir nefndinni, að hlutverk hennar væri að svipta gagnsærri hulunni af því, sem allir vissu. Ég brýndi fyrir nefndinni, að í útlöndum væri vandlega fylgzt með störfum hennar, þar eð ríkir erlendir hagsmunir væru bundnir við, að nefndin skilaði trúverðugri skýrslu. Hvaða hagsmunir? Erlendir lánardrottnar og sparifjáreigendur biðu mikinn skaða við bankahrunið, auk þess sem aðrar þjóðir hafa eftir hrun lánað Íslendingum mikið fé í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma landinu yfir erfiðasta hjallann. Nefndin stóðst prófið. Fastir pennar 28.4.2010 18:52 Fæðukeðjan í bankanum Orðavalið í tölvuskeyti stjórnarmanns í Glitni rétt fyrir hrun opinberar hugarfarið í höfuðstöðvum bankans. Stjórnarmaðurinn var að reyna að herja lán út úr bankanum, en rak sig á óvænta fyrirstöðu og skrifaði Fastir pennar 7.4.2010 19:00 Friður á Balkanskaga Öldin sem leið kvaddi líkt og hún heilsaði: með blóðugu stríði á Balkanskaga. Fyrsta stríðið brauzt út 1912, þegar Búlgarar, Grikkir og Serbar reyndu að brjótast undan yfirráðum Tyrkja og Serbar reyndu að tryggja sér aðgang að Adríahafi, en Serbía var og er landlukt. Árið eftir hófst annað stríð, og þar börðust einnig Makedónar og Svartfellingar auk fyrr nefndra þjóða. Fastir pennar 31.3.2010 18:40 Við Persaflóa Enginn er eyland. Þjóðir heimsins kaupa í síauknum mæli vörur og þjónustu hver af annarri. Að því marki eru einkum tvær leiðir færar. Önnur leiðin er að flytja inn afurðir, sem útlendingar framleiða heima hjá sér. Hin leiðin er að flytja inn aðföng, bæði vélar og verkafólk og kaupa af því vörur og þjónustu til heimabrúks eða útflutnings. Flestar þjóðir gera hvort tveggja í ýmsum hlutföllum. Fastir pennar 24.3.2010 17:09 Skjögrandi á háum hælum Ég lýsti því á þessum stað fyrir tæpu ári, þá var liðið hálft ári frá hruni, að Íslendingar hefðu á liðnum árum leyft sér ýmsan munað. Ég tók landbúnaðinn sem dæmi. Í bráðum sjötíu ár hafa margir gagnrýnt búverndarstefnuna og talið hana leggja of þungar byrðar á neytendur og skattgreiðendur. Stjórnvöld hafa þó alla tíð daufheyrzt við gagnrýninni á tveim forsendum. Fastir pennar 17.3.2010 22:36 Í minningu Valtýs Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með framkvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur Fastir pennar 10.3.2010 17:54 Réttarríkið í prófi Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), að Ísland hefði skilyrði til að rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlendir kröfuhafar að afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viðbótar. Fastir pennar 3.3.2010 17:57 Þrettán lönd á fleygiferð Hvaða lönd hafa náð mestum árangri í efnahagsmálum frá 1950? Sé miðað við hagkerfi, sem hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur, fylla þrettán lönd þennan flokk. Hagkerfi, sem vex um sjö prósent á ári, tvöfaldar framleiðslu sína á tíu ára fresti eða þar um bil. Fastir pennar 24.2.2010 16:55 Liðið eða leikurinn? Íþróttafréttamenn eru ekki hlutlausir í landsleikjum. Þá halda þeir með landsliðinu og leyna því ekki. Flestir íþróttafréttamenn kunna samt að meta góð tilþrif á báða bóga. Hlutdrægni þarf ekki að útiloka sannmæli. Málið vandast, þegar Valur og Víkingur keppa. Þá þurfa fréttamenn helzt að gæta hlutleysis. Hlutleysiskrafan er afstæð. Bjarni Fel gat ekki leyft sér að lýsa KR-leik eins og landsleik, þótt hann langaði. Fastir pennar 17.2.2010 22:11 Svik samábyrgðarinnar Þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður 1989 og veldi kommúnista hrundi eftir það til grunna um alla Austur-Evrópu og Sovétríkin, beið þjóðanna þar risavaxið verkefni. Þær þurftu að reisa frjálst samfélag á rústum Fastir pennar 10.2.2010 16:54 Hvorki frjáls né fullvalda Þeir, sem hæst hafa talað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hafa frá öndverðu lagt mesta áherzlu á fullveldishlið málsins. Þrjú sjónarmið vaka fyrir þeim og vega misþungt. Fastir pennar 3.2.2010 23:27 Að keyra land í kaf Haítí á sér merka sögu. Landið var frönsk þrælanýlenda, ein ríkasta nýlenda Frakka, helzta djásn heimsveldisins, perla Karíbahafsins af sjónarhóli nýlenduherranna. Þrælarnir á Haítí sættu svo illri meðferð, að sum árin þurftu Frakkar að flytja 50.000 nýja þræla til Haítí í stað þeirra, sem höfðu látið lífið árið áður. Svo fór, að þrælarnir risu upp, innblásnir af frönsku stjórnarbyltingunni 1789, hröktu kúgarana af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki á eynni 1804. Bandaríkin voru þá eina sjálfstæða ríkið vestan hafs, en þau höfðu tekið sér sjálfstæði frá Bretum 1776. Bandaríkjamenn viðurkenndu þó ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1862, þegar suðurríkin höfðu sagt sig úr lögum við norðurríkin og borgarastyrjöldin, sem brauzt út 1861, hafði snúizt upp í stríð um þrælahald. Fastir pennar 27.1.2010 16:20 Milli steins og sleggju Eftir bankahrunið í október 2008 leit Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svo á, að það þyrfti ekki að taka efnahagslífið í landinu nema tvö ár að komast aftur á réttan kjöl. Þessi ályktun var að vísu í bjartsýnna lagi, þótti mér þá, en hún var reist á vandlegri skoðun sérfræðinga sjóðsins á tiltækum gögnum. Ein lykilforsendan, sem Seðlabanki Íslands bjó sjóðnum í hendur, var, að erlendar skuldir þjóðarbúsins í árslok 2009 myndu nema 160 prósentum af landsframleiðslu að loknum gríðarlegum afskriftum á skuldum gömlu bankanna við erlenda lánardrottna. Afskriftirnar voru taldar nema um fimmfaldri landsframleiðslu. Sjóðurinn taldi, að landsframleiðsla myndi standa í stað 2010 og taka síðan að vaxa aftur 2011 og eftirleiðis um 4 prósent á ári, sem er mikill vöxtur í sögulegu samhengi. Fastir pennar 20.1.2010 22:18 Að kaupa sér frið Forseti Íslands telur, að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að staðfesta samkomulag stjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn IceSave-deilunnar. Þennan skilning lagði hann til grundvallar, þegar hann ákvað að vísa IceSave-lögunum til þjóðaratkvæðis og sagði: „Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis." Fastir pennar 6.1.2010 18:28 Ljós heimsins Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið samofin sambandinu við útlönd. Höfðingjar þjóðveldisaldar gerðu víðreist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra viðskipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofanverðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opnaðist landið enn frekar með auknum bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almenningseign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutningstekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldargömlum þriðjungi af landsframleiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löngum staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheiminn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tuttugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar. Fastir pennar 16.12.2009 21:48 Alvara lífsins Nú er fyrsti dómurinn fallinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo starfsmenn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjárfesta í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. …Þá voru brotin ítrekuð… Þótt hvorugur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framningu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeittan brotavilja." Fastir pennar 9.12.2009 18:18 Mannréttindaráðuneytið Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórnvalda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnarlömbunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loksins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn. Fastir pennar 2.12.2009 18:03 Þagnameistarinn Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, er furðusmíð. Bókin vitnar um takmarkaðan skilning höfundarins og helzta heimildarmanns hans, fyrrum seðlabankastjóra, á efnahagsmálum. Við þetta bætist vandræðaleg hlutdrægni höfundarins ásamt veikri sannmæliskennd. Að lesa bókina er hálfpartinn eins og að hlusta á Richard Nixon seint um kvöld, en þó án formælinganna, sem voru fangamark Nixons. Styrmir notar engin stóryrði. Fastir pennar 25.11.2009 17:45 Ísland á allra vörum Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. Fastir pennar 18.11.2009 13:45 Nú andar suðrið Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. Fastir pennar 12.11.2009 09:29 Saga frá Suður-Afríku Þegar Nelson Mandela var kjörinn forseti Suður-Afríku 1994, einsetti hann sér að stilla til friðar milli hvíta minni hlutans í landinu og svarta meiri hlutans. Að loknum sigri Afríska þjóðarráðsins (AÞR), flokks Mandela, í frjálsum kosningum 1994 hefði AÞR með 63 prósent atkvæða á bak við sig getað myndað sterka meirihlutastjórn. Mandela og félagar hans kusu heldur að rétta fram sáttahönd og mynda stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða. Þjóðarflokkurinn hafði náð völdum 1948 fyrir tilstilli lítils nasistaflokks og hafði æ síðan stjórnað landinu með harðri hendi og hafði meira að segja haldið úti dauðasveitum og sigað þeim á andstæðinga sína úr AÞR auk margvíslegra annarra glæpa og mannréttindabrota. Mandela gerði Willy de Klerk, formann Þjóðarflokksins, að varaforseta sínum, en de Klerk hafði unnið sér það til ágætis að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og tekið við stjórn landsins af honum. De Klerk hafði ennfremur tekizt að telja flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) á nauðsyn þess að afnema lögbannið gegn AÞR, leysa Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og semja við AÞR um nýja stjórnarskrá. Þannig gátu kosningarnar 1994 farið fram í friði og spekt. Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og lognaðist út af. Fastir pennar 4.11.2009 22:12 Þetta er landið okkar líka Greinina, sem hér fer á eftir, skrifaði ég 1. maí 1995 til birtingar í Morgunblaðinu í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir yfirlesarar réðu mér frá að birta greinina. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar greinin var skrifuð, hafði ríkt stöðnun í efnahagslífinu frá 1987, en samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafði verið samþykktur árið áður, 1994, með 33 atkvæðum af 63 á Alþingi. Í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt, þykir mér rétt að birta greinina nú óbreytta og leggja hana í dóm lesandans fjórtán og hálfu ári eftir að hún var skrifuð. Skoðun 30.10.2009 19:54 Hjálp að utan Ríkisstjórnin heldur áfram að brjóta mannréttindi. Undirrót brotanna virðist vera siðblinda og hroki, sem náðu að grafa sig niður á nýja dýpt á vettvangi stjórnmálanna eftir 1980 og hrintu landinu að endingu fram af bjargbrúninni fyrir ári, þegar bankarnir hrundu. Fyrir liggur, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) samdi fiskveiðistjórnarlögin, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í reyndinni ómerk með bindandi úrskurði 2007. Ríkisstjórnin sendi þá nefndinni svarbréf þess efnis, að nefndin hlyti að hafa misskilið málið. Í bréfinu voru tuggðar aftur upp þær röksemdir, sem mannréttindanefndin, skipuð þaulreyndum sérfræðingum víðs vegar að, hafði áður reifað og hafnað með vandlegum rökstuðningi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ekki dregið bréfið til baka og sýnir engin merki um, að hún hyggist greiða sjómönnunum, sem unnu málið, bætur í samræmi við úrskurð mannréttindanefndarinnar. Fastir pennar 28.10.2009 18:54 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 19 ›
Þrjár systur Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Fastir pennar 30.6.2010 18:34
Feyneyjar stefna í auðn Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga. Fastir pennar 9.6.2010 16:48
Misskipting varðar miklu Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar. Fastir pennar 2.6.2010 17:03
Þorvaldur Gylfason: Rússar í góðum gír Þegar ég kveikti á sjónvarpinu seint um kvöld í vetur leið, þetta var í janúar, heyrði ég viðtal við dómsmálaráðherrann. Tvö verkefni ráðuneytisins eru öðrum brýnni, sagði hann. Annað er að treysta sjálfstæði dómstólanna, svo að fólkið í landinu geti borið traust til þeirra. Hitt er að berjast gegn spillingu. Fastir pennar 26.5.2010 18:25
Þorvaldur Gylfason: Að glíma við Hæstarétt Þrískipting valdsins í lýðræðisríkjum milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds hvílir á þeirri grundvallarhugsjón, að engum valdþáttanna þriggja er ætlað að drottna yfir hinum tveim. Þeim er ætlað að vegast á. Þaðan er runnin hugmyndin um valdmörk og mótvægi (e. checks and balances), þar sem hver valdþáttur veitir öðrum gagnkvæmt aðhald og eftirlit. Ef einn valdþáttanna þriggja virðist ætla að vaxa hinum tveim yfir höfuð eða beygja sig undir hina tvo, þarf að bregðast við til að gæta þess jafnræðis, sem að er stefnt. Slíku jafnræði er ekki til að dreifa hér á landi eins og dæmin sanna. Hér hefur framkvæmdarvaldið beygt bæði löggjafarvaldið og dómsvaldið undir vilja sinn gegn anda stjórnarskrárinnar og ef til vill einnig gegn bókstaf hennar, svo sem færi mun gefast til að gaumgæfa við þá löngu tímabæru endurskoðun eða endursamningu stjórnarskrárinnar, sem nú stendur fyrir dyrum. Í 60. gr. stjórnarskrárinnar er vikið berum orðum að þrískiptingu valdsins, en þar segir: „Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda." Hér er vikið með beinum hætti að eftirlitshlutverki Hæstaréttar gagnvart öðrum valdhöfum. Fastir pennar 20.5.2010 11:15
Þorvaldur Gylfason: Djúpar sprungur í dómskerfinu Fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu eins og vandaðar skoðanakannanir hafa sýnt um árabil. Innan við þriðji hver Íslendingur ber nú mikið traust til dómskerfisins. Þegar spurt var um traust manna til Alþingis fyrir hrun, var hlutfallið svipað, eða tæpur þriðjungur, en eftir hrun hrapaði traustið enn neðar. Nú segist áttundi hver maður bera mikið traust til Alþingis. Einn af átta. Fastir pennar 13.5.2010 10:19
Þorvaldur Gylfason: Pólska leiðin Hinn 11. febrúar í ár lagði ég hér í blaðinu einu sinni sem oftar út af eftirminnilegum ummælum Bjarna Bendiktssonar síðar forsætisráðherra frá 1934 um svik samábyrgðarinnar. Ég lýsti í því viðfangi nýrri löggjöf um skerðingu sjálftekinna hlunninda í Póllandi. Lýsingin hljóðaði svo: Fastir pennar 5.5.2010 16:58
Þorvaldur Gylfason: Nefndin stóðst prófið Á fundi með rannsóknarnefnd Alþingis í janúar 2009 lýsti ég þeirri skoðun fyrir nefndinni, að hlutverk hennar væri að svipta gagnsærri hulunni af því, sem allir vissu. Ég brýndi fyrir nefndinni, að í útlöndum væri vandlega fylgzt með störfum hennar, þar eð ríkir erlendir hagsmunir væru bundnir við, að nefndin skilaði trúverðugri skýrslu. Hvaða hagsmunir? Erlendir lánardrottnar og sparifjáreigendur biðu mikinn skaða við bankahrunið, auk þess sem aðrar þjóðir hafa eftir hrun lánað Íslendingum mikið fé í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma landinu yfir erfiðasta hjallann. Nefndin stóðst prófið. Fastir pennar 28.4.2010 18:52
Fæðukeðjan í bankanum Orðavalið í tölvuskeyti stjórnarmanns í Glitni rétt fyrir hrun opinberar hugarfarið í höfuðstöðvum bankans. Stjórnarmaðurinn var að reyna að herja lán út úr bankanum, en rak sig á óvænta fyrirstöðu og skrifaði Fastir pennar 7.4.2010 19:00
Friður á Balkanskaga Öldin sem leið kvaddi líkt og hún heilsaði: með blóðugu stríði á Balkanskaga. Fyrsta stríðið brauzt út 1912, þegar Búlgarar, Grikkir og Serbar reyndu að brjótast undan yfirráðum Tyrkja og Serbar reyndu að tryggja sér aðgang að Adríahafi, en Serbía var og er landlukt. Árið eftir hófst annað stríð, og þar börðust einnig Makedónar og Svartfellingar auk fyrr nefndra þjóða. Fastir pennar 31.3.2010 18:40
Við Persaflóa Enginn er eyland. Þjóðir heimsins kaupa í síauknum mæli vörur og þjónustu hver af annarri. Að því marki eru einkum tvær leiðir færar. Önnur leiðin er að flytja inn afurðir, sem útlendingar framleiða heima hjá sér. Hin leiðin er að flytja inn aðföng, bæði vélar og verkafólk og kaupa af því vörur og þjónustu til heimabrúks eða útflutnings. Flestar þjóðir gera hvort tveggja í ýmsum hlutföllum. Fastir pennar 24.3.2010 17:09
Skjögrandi á háum hælum Ég lýsti því á þessum stað fyrir tæpu ári, þá var liðið hálft ári frá hruni, að Íslendingar hefðu á liðnum árum leyft sér ýmsan munað. Ég tók landbúnaðinn sem dæmi. Í bráðum sjötíu ár hafa margir gagnrýnt búverndarstefnuna og talið hana leggja of þungar byrðar á neytendur og skattgreiðendur. Stjórnvöld hafa þó alla tíð daufheyrzt við gagnrýninni á tveim forsendum. Fastir pennar 17.3.2010 22:36
Í minningu Valtýs Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með framkvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur Fastir pennar 10.3.2010 17:54
Réttarríkið í prófi Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), að Ísland hefði skilyrði til að rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlendir kröfuhafar að afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viðbótar. Fastir pennar 3.3.2010 17:57
Þrettán lönd á fleygiferð Hvaða lönd hafa náð mestum árangri í efnahagsmálum frá 1950? Sé miðað við hagkerfi, sem hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur, fylla þrettán lönd þennan flokk. Hagkerfi, sem vex um sjö prósent á ári, tvöfaldar framleiðslu sína á tíu ára fresti eða þar um bil. Fastir pennar 24.2.2010 16:55
Liðið eða leikurinn? Íþróttafréttamenn eru ekki hlutlausir í landsleikjum. Þá halda þeir með landsliðinu og leyna því ekki. Flestir íþróttafréttamenn kunna samt að meta góð tilþrif á báða bóga. Hlutdrægni þarf ekki að útiloka sannmæli. Málið vandast, þegar Valur og Víkingur keppa. Þá þurfa fréttamenn helzt að gæta hlutleysis. Hlutleysiskrafan er afstæð. Bjarni Fel gat ekki leyft sér að lýsa KR-leik eins og landsleik, þótt hann langaði. Fastir pennar 17.2.2010 22:11
Svik samábyrgðarinnar Þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður 1989 og veldi kommúnista hrundi eftir það til grunna um alla Austur-Evrópu og Sovétríkin, beið þjóðanna þar risavaxið verkefni. Þær þurftu að reisa frjálst samfélag á rústum Fastir pennar 10.2.2010 16:54
Hvorki frjáls né fullvalda Þeir, sem hæst hafa talað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hafa frá öndverðu lagt mesta áherzlu á fullveldishlið málsins. Þrjú sjónarmið vaka fyrir þeim og vega misþungt. Fastir pennar 3.2.2010 23:27
Að keyra land í kaf Haítí á sér merka sögu. Landið var frönsk þrælanýlenda, ein ríkasta nýlenda Frakka, helzta djásn heimsveldisins, perla Karíbahafsins af sjónarhóli nýlenduherranna. Þrælarnir á Haítí sættu svo illri meðferð, að sum árin þurftu Frakkar að flytja 50.000 nýja þræla til Haítí í stað þeirra, sem höfðu látið lífið árið áður. Svo fór, að þrælarnir risu upp, innblásnir af frönsku stjórnarbyltingunni 1789, hröktu kúgarana af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki á eynni 1804. Bandaríkin voru þá eina sjálfstæða ríkið vestan hafs, en þau höfðu tekið sér sjálfstæði frá Bretum 1776. Bandaríkjamenn viðurkenndu þó ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1862, þegar suðurríkin höfðu sagt sig úr lögum við norðurríkin og borgarastyrjöldin, sem brauzt út 1861, hafði snúizt upp í stríð um þrælahald. Fastir pennar 27.1.2010 16:20
Milli steins og sleggju Eftir bankahrunið í október 2008 leit Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svo á, að það þyrfti ekki að taka efnahagslífið í landinu nema tvö ár að komast aftur á réttan kjöl. Þessi ályktun var að vísu í bjartsýnna lagi, þótti mér þá, en hún var reist á vandlegri skoðun sérfræðinga sjóðsins á tiltækum gögnum. Ein lykilforsendan, sem Seðlabanki Íslands bjó sjóðnum í hendur, var, að erlendar skuldir þjóðarbúsins í árslok 2009 myndu nema 160 prósentum af landsframleiðslu að loknum gríðarlegum afskriftum á skuldum gömlu bankanna við erlenda lánardrottna. Afskriftirnar voru taldar nema um fimmfaldri landsframleiðslu. Sjóðurinn taldi, að landsframleiðsla myndi standa í stað 2010 og taka síðan að vaxa aftur 2011 og eftirleiðis um 4 prósent á ári, sem er mikill vöxtur í sögulegu samhengi. Fastir pennar 20.1.2010 22:18
Að kaupa sér frið Forseti Íslands telur, að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að staðfesta samkomulag stjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn IceSave-deilunnar. Þennan skilning lagði hann til grundvallar, þegar hann ákvað að vísa IceSave-lögunum til þjóðaratkvæðis og sagði: „Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis." Fastir pennar 6.1.2010 18:28
Ljós heimsins Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið samofin sambandinu við útlönd. Höfðingjar þjóðveldisaldar gerðu víðreist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra viðskipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofanverðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opnaðist landið enn frekar með auknum bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almenningseign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutningstekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldargömlum þriðjungi af landsframleiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löngum staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheiminn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tuttugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar. Fastir pennar 16.12.2009 21:48
Alvara lífsins Nú er fyrsti dómurinn fallinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo starfsmenn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjárfesta í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. …Þá voru brotin ítrekuð… Þótt hvorugur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framningu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeittan brotavilja." Fastir pennar 9.12.2009 18:18
Mannréttindaráðuneytið Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórnvalda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnarlömbunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loksins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn. Fastir pennar 2.12.2009 18:03
Þagnameistarinn Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, er furðusmíð. Bókin vitnar um takmarkaðan skilning höfundarins og helzta heimildarmanns hans, fyrrum seðlabankastjóra, á efnahagsmálum. Við þetta bætist vandræðaleg hlutdrægni höfundarins ásamt veikri sannmæliskennd. Að lesa bókina er hálfpartinn eins og að hlusta á Richard Nixon seint um kvöld, en þó án formælinganna, sem voru fangamark Nixons. Styrmir notar engin stóryrði. Fastir pennar 25.11.2009 17:45
Ísland á allra vörum Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. Fastir pennar 18.11.2009 13:45
Nú andar suðrið Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. Fastir pennar 12.11.2009 09:29
Saga frá Suður-Afríku Þegar Nelson Mandela var kjörinn forseti Suður-Afríku 1994, einsetti hann sér að stilla til friðar milli hvíta minni hlutans í landinu og svarta meiri hlutans. Að loknum sigri Afríska þjóðarráðsins (AÞR), flokks Mandela, í frjálsum kosningum 1994 hefði AÞR með 63 prósent atkvæða á bak við sig getað myndað sterka meirihlutastjórn. Mandela og félagar hans kusu heldur að rétta fram sáttahönd og mynda stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða. Þjóðarflokkurinn hafði náð völdum 1948 fyrir tilstilli lítils nasistaflokks og hafði æ síðan stjórnað landinu með harðri hendi og hafði meira að segja haldið úti dauðasveitum og sigað þeim á andstæðinga sína úr AÞR auk margvíslegra annarra glæpa og mannréttindabrota. Mandela gerði Willy de Klerk, formann Þjóðarflokksins, að varaforseta sínum, en de Klerk hafði unnið sér það til ágætis að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og tekið við stjórn landsins af honum. De Klerk hafði ennfremur tekizt að telja flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) á nauðsyn þess að afnema lögbannið gegn AÞR, leysa Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og semja við AÞR um nýja stjórnarskrá. Þannig gátu kosningarnar 1994 farið fram í friði og spekt. Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og lognaðist út af. Fastir pennar 4.11.2009 22:12
Þetta er landið okkar líka Greinina, sem hér fer á eftir, skrifaði ég 1. maí 1995 til birtingar í Morgunblaðinu í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir yfirlesarar réðu mér frá að birta greinina. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar greinin var skrifuð, hafði ríkt stöðnun í efnahagslífinu frá 1987, en samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafði verið samþykktur árið áður, 1994, með 33 atkvæðum af 63 á Alþingi. Í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt, þykir mér rétt að birta greinina nú óbreytta og leggja hana í dóm lesandans fjórtán og hálfu ári eftir að hún var skrifuð. Skoðun 30.10.2009 19:54
Hjálp að utan Ríkisstjórnin heldur áfram að brjóta mannréttindi. Undirrót brotanna virðist vera siðblinda og hroki, sem náðu að grafa sig niður á nýja dýpt á vettvangi stjórnmálanna eftir 1980 og hrintu landinu að endingu fram af bjargbrúninni fyrir ári, þegar bankarnir hrundu. Fyrir liggur, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) samdi fiskveiðistjórnarlögin, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í reyndinni ómerk með bindandi úrskurði 2007. Ríkisstjórnin sendi þá nefndinni svarbréf þess efnis, að nefndin hlyti að hafa misskilið málið. Í bréfinu voru tuggðar aftur upp þær röksemdir, sem mannréttindanefndin, skipuð þaulreyndum sérfræðingum víðs vegar að, hafði áður reifað og hafnað með vandlegum rökstuðningi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ekki dregið bréfið til baka og sýnir engin merki um, að hún hyggist greiða sjómönnunum, sem unnu málið, bætur í samræmi við úrskurð mannréttindanefndarinnar. Fastir pennar 28.10.2009 18:54
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent