Skjögrandi á háum hælum Þorvaldur Gylfason skrifar 18. mars 2010 06:00 Ég lýsti því á þessum stað fyrir tæpu ári, þá var liðið hálft ári frá hruni, að Íslendingar hefðu á liðnum árum leyft sér ýmsan munað. Ég tók landbúnaðinn sem dæmi. Í bráðum sjötíu ár hafa margir gagnrýnt búverndarstefnuna og talið hana leggja of þungar byrðar á neytendur og skattgreiðendur. Stjórnvöld hafa þó alla tíð daufheyrzt við gagnrýninni á tveim forsendum. Önnur forsendan hvíldi á kaldri pólitískri staðreynd: bændur höfðu meiri þingstyrk en neytendur, þótt neytendur séu margfalt fleiri en bændur. Hagur neytenda er dreifður öndvert þjöppuðum hag bænda. Ójafnt vægi atkvæða eftir búsetu reið baggamuninn. Hin forsendan var hagræn og kom síðar til sögunnar: mörgum sýndist, að eitt ríkasta land heims hlyti að geta leyft sér dýra búvernd innan um alla jeppana og annan lúxus. Hvað munaði um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni? Kýrnar halda hópinnNú er síðari forsendan brostin í bili. Jeppunum hefur fækkað, meira um það að neðan. Búverndin hefur verið heilög kýr. Jafnvel Alþýðusambandið hefur ekki enn fengizt til að beita sér gegn búverndarstefnunni, ekki einu sinni eftir hrun, þótt hún komi verst niður á þeim, sem lægst hafa launin. Alþingi hefur sótt um aðild Íslands að ESB. Tilskilin áskrift að landbúnaðarstefnu ESB mun kosta neytendur og skattgreiðendur um helmingi minna fé en núgildandi skipan, og leggur landbúnaðarstefna ESB þó þungar byrðar á almenning í álfunni og einnig á bændur utan álfunnar. Aukin skuldabyrði almennings og minni kaupmáttur eftir hrun kallar á fordómalausa endurskoðun fyrri lifnaðarhátta og hugmynda. Heilögu kýrnar eru margar og halda hópinn. Ein þeirra er skipulag Reykjavíkur og nágrennis. Dreifbýlishugsjónin að baki borgarskipulaginu hefur reynzt Reykvíkingum og landsmönnum öllum dýr á heildina litið, en henni hefur verið haldið til streitu á sömu forsendum og búverndarstefnunni. Pólitíska forsendan er, að landsbyggðarþingmönnum þykir heppilegt að hafa Reykjavíkurflugvöll í hjarta borgarlandsins hvað sem það kostar, og þeir hafa þingstyrk til að standa vörð um þá skipan. Hagræna forsendan - hvað er einn flugvöllur milli vina? - er á hinn bóginn brostin eins og í landbúnaðardæminu. Dreifð borgReykjavík er miklu dreifbýlli en hún þyrfti að vera. Í evrópskum borgum búa að jafnaði 7.500 manns á hverjum ferkílómetra byggðs lands, en rösklega 2.500 manns á hverjum ferkílómetra í Reykjavík (og 1.500 á hverjum ferkílómetra á höfuðborgarsvæðinu). Þessi munur stafar einkum af því, að borgin hefur með tímanum breiðzt út yfir stórt svæði. Hjarta borgarlandsins var frátekið fyrir herflugvöllinn, sem Bretar reistu í stríðinu og samgönguyfirvöld gerðu að borgaralegum flugvelli 1946 gegn hagsmunum og andmælum Reykvíkinga. Dreifbýlisstefnan leggur þungar byrðar á borgarbúa. Hví skyldum við halda áfram að bera þær eins og ekkert hafi í skorizt?Markaðsvirði landsins, sem borgin og ríkið eiga undir flugvellinum, fer eftir því, hversu mörgum heimilum og fyrirtækjum er ætlað húsrými á svæðinu. Með svipaðri nýtingu og í gamla miðbænum er virði landsins nú talið vera rösklega 100 milljarðar króna. Sparnaðurinn, sem fylgja myndi minni bílaeign í þéttbýlli borg, vegur þó til langs tíma litið þyngra en markaðsvirði Vatnsmýrarlandsins. Skoðum tölurnar. Fjöldi skráðra fólksbíla á hverja þúsund íbúa í árslok 2008 var 660 á Íslandi á móti 350 og 460 í Danmörku og Svíþjóð. Bílaeign á þúsund íbúa er minni í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi en hún er á landsvísu í Danmörku og Svíþjóð, þar eð þéttbýlið í borgunum dregur úr þörfinni fyrir bíla eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur bent á. Hér heima er þessu öfugt farið. Bílaeign á þúsund íbúa er meiri í Reykjavík en á Íslandi öllu, þar eð borgin er svo dreifð. Væri bílaflotinn dreginn saman til jafns við Danmörku og Svíþjóð, myndi fólksbílum fækka um 200 til 300 á hverja þúsund íbúa eða um allt að 95 þúsund bíla. Hver fólksbíll kostar að jafnaði eina milljón króna á ári í rekstri, og er þá kaupverð bílsins ekki talið með og ekki heldur tafirnar og annar kraðakskostnaður, sem of margir bílar leggja á umhverfið. Það munar um minna en 95 milljarða króna á ári. Þessi fjárhæð dygði ein sér fyrir obbanum af vaxtagreiðslum ríkisins af innlendum og erlendum skuldum mörg næstu ár, með IceSave og öllu saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Ég lýsti því á þessum stað fyrir tæpu ári, þá var liðið hálft ári frá hruni, að Íslendingar hefðu á liðnum árum leyft sér ýmsan munað. Ég tók landbúnaðinn sem dæmi. Í bráðum sjötíu ár hafa margir gagnrýnt búverndarstefnuna og talið hana leggja of þungar byrðar á neytendur og skattgreiðendur. Stjórnvöld hafa þó alla tíð daufheyrzt við gagnrýninni á tveim forsendum. Önnur forsendan hvíldi á kaldri pólitískri staðreynd: bændur höfðu meiri þingstyrk en neytendur, þótt neytendur séu margfalt fleiri en bændur. Hagur neytenda er dreifður öndvert þjöppuðum hag bænda. Ójafnt vægi atkvæða eftir búsetu reið baggamuninn. Hin forsendan var hagræn og kom síðar til sögunnar: mörgum sýndist, að eitt ríkasta land heims hlyti að geta leyft sér dýra búvernd innan um alla jeppana og annan lúxus. Hvað munaði um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni? Kýrnar halda hópinnNú er síðari forsendan brostin í bili. Jeppunum hefur fækkað, meira um það að neðan. Búverndin hefur verið heilög kýr. Jafnvel Alþýðusambandið hefur ekki enn fengizt til að beita sér gegn búverndarstefnunni, ekki einu sinni eftir hrun, þótt hún komi verst niður á þeim, sem lægst hafa launin. Alþingi hefur sótt um aðild Íslands að ESB. Tilskilin áskrift að landbúnaðarstefnu ESB mun kosta neytendur og skattgreiðendur um helmingi minna fé en núgildandi skipan, og leggur landbúnaðarstefna ESB þó þungar byrðar á almenning í álfunni og einnig á bændur utan álfunnar. Aukin skuldabyrði almennings og minni kaupmáttur eftir hrun kallar á fordómalausa endurskoðun fyrri lifnaðarhátta og hugmynda. Heilögu kýrnar eru margar og halda hópinn. Ein þeirra er skipulag Reykjavíkur og nágrennis. Dreifbýlishugsjónin að baki borgarskipulaginu hefur reynzt Reykvíkingum og landsmönnum öllum dýr á heildina litið, en henni hefur verið haldið til streitu á sömu forsendum og búverndarstefnunni. Pólitíska forsendan er, að landsbyggðarþingmönnum þykir heppilegt að hafa Reykjavíkurflugvöll í hjarta borgarlandsins hvað sem það kostar, og þeir hafa þingstyrk til að standa vörð um þá skipan. Hagræna forsendan - hvað er einn flugvöllur milli vina? - er á hinn bóginn brostin eins og í landbúnaðardæminu. Dreifð borgReykjavík er miklu dreifbýlli en hún þyrfti að vera. Í evrópskum borgum búa að jafnaði 7.500 manns á hverjum ferkílómetra byggðs lands, en rösklega 2.500 manns á hverjum ferkílómetra í Reykjavík (og 1.500 á hverjum ferkílómetra á höfuðborgarsvæðinu). Þessi munur stafar einkum af því, að borgin hefur með tímanum breiðzt út yfir stórt svæði. Hjarta borgarlandsins var frátekið fyrir herflugvöllinn, sem Bretar reistu í stríðinu og samgönguyfirvöld gerðu að borgaralegum flugvelli 1946 gegn hagsmunum og andmælum Reykvíkinga. Dreifbýlisstefnan leggur þungar byrðar á borgarbúa. Hví skyldum við halda áfram að bera þær eins og ekkert hafi í skorizt?Markaðsvirði landsins, sem borgin og ríkið eiga undir flugvellinum, fer eftir því, hversu mörgum heimilum og fyrirtækjum er ætlað húsrými á svæðinu. Með svipaðri nýtingu og í gamla miðbænum er virði landsins nú talið vera rösklega 100 milljarðar króna. Sparnaðurinn, sem fylgja myndi minni bílaeign í þéttbýlli borg, vegur þó til langs tíma litið þyngra en markaðsvirði Vatnsmýrarlandsins. Skoðum tölurnar. Fjöldi skráðra fólksbíla á hverja þúsund íbúa í árslok 2008 var 660 á Íslandi á móti 350 og 460 í Danmörku og Svíþjóð. Bílaeign á þúsund íbúa er minni í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi en hún er á landsvísu í Danmörku og Svíþjóð, þar eð þéttbýlið í borgunum dregur úr þörfinni fyrir bíla eins og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur bent á. Hér heima er þessu öfugt farið. Bílaeign á þúsund íbúa er meiri í Reykjavík en á Íslandi öllu, þar eð borgin er svo dreifð. Væri bílaflotinn dreginn saman til jafns við Danmörku og Svíþjóð, myndi fólksbílum fækka um 200 til 300 á hverja þúsund íbúa eða um allt að 95 þúsund bíla. Hver fólksbíll kostar að jafnaði eina milljón króna á ári í rekstri, og er þá kaupverð bílsins ekki talið með og ekki heldur tafirnar og annar kraðakskostnaður, sem of margir bílar leggja á umhverfið. Það munar um minna en 95 milljarða króna á ári. Þessi fjárhæð dygði ein sér fyrir obbanum af vaxtagreiðslum ríkisins af innlendum og erlendum skuldum mörg næstu ár, með IceSave og öllu saman.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun