Hjálp að utan Þorvaldur Gylfason skrifar 29. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin heldur áfram að brjóta mannréttindi. Undirrót brotanna virðist vera siðblinda og hroki, sem náðu að grafa sig niður á nýja dýpt á vettvangi stjórnmálanna eftir 1980 og hrintu landinu að endingu fram af bjargbrúninni fyrir ári, þegar bankarnir hrundu. Fyrir liggur, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) samdi fiskveiðistjórnarlögin, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í reyndinni ómerk með bindandi úrskurði 2007. Ríkisstjórnin sendi þá nefndinni svarbréf þess efnis, að nefndin hlyti að hafa misskilið málið. Í bréfinu voru tuggðar aftur upp þær röksemdir, sem mannréttindanefndin, skipuð þaulreyndum sérfræðingum víðs vegar að, hafði áður reifað og hafnað með vandlegum rökstuðningi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ekki dregið bréfið til baka og sýnir engin merki um, að hún hyggist greiða sjómönnunum, sem unnu málið, bætur í samræmi við úrskurð mannréttindanefndarinnar. Ekki liggja heldur fyrir skýr áform um að skera mannréttindabrotin burt úr fiskveiðistjórninni. Samtök atvinnulífsins heimta óbreytta fiskveiðistjórn, frekari mannréttindabrot. Vandinn er því ekki bundinn við LÍÚ. Hrunið hefði að réttu lagi átt að kalla á tafarlausa endurskoðun kvótakerfisins, þar eð rætur hrunsins má rekja til endurgjaldslausrar úthlutunar aflakvóta og sjálftökuhugsunarinnar, sem að baki bjó. Þetta hugarfar sýndi sig að nýju í illa útfærðri einkavæðingu bankanna, sem voru afhentir vel tengdum vildarvinum á silfurfati. Hvert örstutt sporAðrar þjóðir fylgjast nú með hverju fótmáli Íslands. Tilefnið er ærið, enda hefur það ekki áður gerzt, að bankahrun með svo fámennri þjóð hafi valdið jafnmörgu fólki svo miklum skaða. Tjónið mun nema kannski fimmfaldri landsframleiðslu Íslands, þegar öll kurl koma til grafar. Ætla má, að útlendingar setji ítrekaðan brotavilja stjórnvalda í fiskveiðistjórnarmálinu í samhengi við framferði þeirra og bandamanna þeirra í bankaheiminum og viðskiptalífinu fyrir og eftir hrun. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um, að ábyrgðarleysi og óstjórn ásamt óviðurkvæmilegu samneyti bankanna, stjórnmálastéttarinnar og viðskiptalífsins með tilheyrandi skorti á valdmörkum og mótvægi ollu mestu um hrunið. Þetta samneyti hlýtur rannsóknarnefnd Alþingis að telja sér skylt að kortleggja. EinstefnuveðmálRösku ári eftir hrun hefur ekki enn fengizt upplýst, hvaða stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir tóku áhættulaus auðkúlulán í bönkunum til hlutabréfakaupa með veði í bréfunum einum. Þessi einstefnuveðmál kunna að stríða m.a. gegn 249. grein hegningarlaga um umboðssvik, þar eð ætlunin að baki viðskiptunum var bersýnilega að láta saklausa vegfarendur, það er aðra hluthafa og að lokum skattgreiðendur, taka skellinn, ef illa færi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefði verið í lófa lagið að taka þetta afmarkaða mál og önnur slík út fyrir sviga og birta upplýsingarnar sérstaklega. Hefði það verið gert, hefði Alþingi kannski hugsað sig tvisvar um, áður en það lagði auðkúlulánþega að jöfnu við heiðarlega skuldara, sem lögðu húseignir sínar að veði, með því að bjóða báðum hópum hliðstæða eftirgjöf skulda með nýjum lögum, sem voru keyrð í gegnum þingið með hraði um daginn. Við þurfum hjálpÚr því að bankahrunið bakaði miklum fjölda fólks heima og erlendis svo mikinn skaða sem raun ber vitni, á umheimurinn eins og Íslendingar sjálfir skýlausa heimtingu á undanbragðalausu uppgjöri. Dýrmætur tími fór til spillis fyrstu mánuðina eftir hrun. Ríkisstjórnin hafnaði tillögum um erlenda rannsókn og uppskar skiljanlega tortryggni. Enn eru uppi háværar raddir um að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), þótt samkomulag stjórnvalda við sjóðinn hafi skipt sköpum. Engin þjóð nema Færeyingar hefur fallizt á að veita Íslendingum aðstoð án milligöngu AGS. Aðrir reyna að gera hlut Evu Joly rannsóknardómara tortryggilegan, væntanlega í þeirri von, að hún verði send til síns heima. Hún hefur öðrum fremur vakið vonir um, að meintir lögbrjótar verði sóttir til saka. Þörfin fyrir efnahagsráðgjöf með alþjóðlegu sniði og fyrir erlenda rannsóknarhjálp við uppgjörið er runnin af sömu rót og ætti að blasa við hverjum manni. Erlend aðstoð getur skipt sköpum fyrir uppgjör erfiðra innanlandsmála. Til dæmis þurfti spænskan dómara og brezka lögreglu til að opna augu Sílebúa fyrir margþættum glæpum Augustos Pinochet, fyrrum forseta Síle. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ríkisstjórnin heldur áfram að brjóta mannréttindi. Undirrót brotanna virðist vera siðblinda og hroki, sem náðu að grafa sig niður á nýja dýpt á vettvangi stjórnmálanna eftir 1980 og hrintu landinu að endingu fram af bjargbrúninni fyrir ári, þegar bankarnir hrundu. Fyrir liggur, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) samdi fiskveiðistjórnarlögin, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í reyndinni ómerk með bindandi úrskurði 2007. Ríkisstjórnin sendi þá nefndinni svarbréf þess efnis, að nefndin hlyti að hafa misskilið málið. Í bréfinu voru tuggðar aftur upp þær röksemdir, sem mannréttindanefndin, skipuð þaulreyndum sérfræðingum víðs vegar að, hafði áður reifað og hafnað með vandlegum rökstuðningi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ekki dregið bréfið til baka og sýnir engin merki um, að hún hyggist greiða sjómönnunum, sem unnu málið, bætur í samræmi við úrskurð mannréttindanefndarinnar. Ekki liggja heldur fyrir skýr áform um að skera mannréttindabrotin burt úr fiskveiðistjórninni. Samtök atvinnulífsins heimta óbreytta fiskveiðistjórn, frekari mannréttindabrot. Vandinn er því ekki bundinn við LÍÚ. Hrunið hefði að réttu lagi átt að kalla á tafarlausa endurskoðun kvótakerfisins, þar eð rætur hrunsins má rekja til endurgjaldslausrar úthlutunar aflakvóta og sjálftökuhugsunarinnar, sem að baki bjó. Þetta hugarfar sýndi sig að nýju í illa útfærðri einkavæðingu bankanna, sem voru afhentir vel tengdum vildarvinum á silfurfati. Hvert örstutt sporAðrar þjóðir fylgjast nú með hverju fótmáli Íslands. Tilefnið er ærið, enda hefur það ekki áður gerzt, að bankahrun með svo fámennri þjóð hafi valdið jafnmörgu fólki svo miklum skaða. Tjónið mun nema kannski fimmfaldri landsframleiðslu Íslands, þegar öll kurl koma til grafar. Ætla má, að útlendingar setji ítrekaðan brotavilja stjórnvalda í fiskveiðistjórnarmálinu í samhengi við framferði þeirra og bandamanna þeirra í bankaheiminum og viðskiptalífinu fyrir og eftir hrun. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um, að ábyrgðarleysi og óstjórn ásamt óviðurkvæmilegu samneyti bankanna, stjórnmálastéttarinnar og viðskiptalífsins með tilheyrandi skorti á valdmörkum og mótvægi ollu mestu um hrunið. Þetta samneyti hlýtur rannsóknarnefnd Alþingis að telja sér skylt að kortleggja. EinstefnuveðmálRösku ári eftir hrun hefur ekki enn fengizt upplýst, hvaða stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir tóku áhættulaus auðkúlulán í bönkunum til hlutabréfakaupa með veði í bréfunum einum. Þessi einstefnuveðmál kunna að stríða m.a. gegn 249. grein hegningarlaga um umboðssvik, þar eð ætlunin að baki viðskiptunum var bersýnilega að láta saklausa vegfarendur, það er aðra hluthafa og að lokum skattgreiðendur, taka skellinn, ef illa færi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefði verið í lófa lagið að taka þetta afmarkaða mál og önnur slík út fyrir sviga og birta upplýsingarnar sérstaklega. Hefði það verið gert, hefði Alþingi kannski hugsað sig tvisvar um, áður en það lagði auðkúlulánþega að jöfnu við heiðarlega skuldara, sem lögðu húseignir sínar að veði, með því að bjóða báðum hópum hliðstæða eftirgjöf skulda með nýjum lögum, sem voru keyrð í gegnum þingið með hraði um daginn. Við þurfum hjálpÚr því að bankahrunið bakaði miklum fjölda fólks heima og erlendis svo mikinn skaða sem raun ber vitni, á umheimurinn eins og Íslendingar sjálfir skýlausa heimtingu á undanbragðalausu uppgjöri. Dýrmætur tími fór til spillis fyrstu mánuðina eftir hrun. Ríkisstjórnin hafnaði tillögum um erlenda rannsókn og uppskar skiljanlega tortryggni. Enn eru uppi háværar raddir um að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), þótt samkomulag stjórnvalda við sjóðinn hafi skipt sköpum. Engin þjóð nema Færeyingar hefur fallizt á að veita Íslendingum aðstoð án milligöngu AGS. Aðrir reyna að gera hlut Evu Joly rannsóknardómara tortryggilegan, væntanlega í þeirri von, að hún verði send til síns heima. Hún hefur öðrum fremur vakið vonir um, að meintir lögbrjótar verði sóttir til saka. Þörfin fyrir efnahagsráðgjöf með alþjóðlegu sniði og fyrir erlenda rannsóknarhjálp við uppgjörið er runnin af sömu rót og ætti að blasa við hverjum manni. Erlend aðstoð getur skipt sköpum fyrir uppgjör erfiðra innanlandsmála. Til dæmis þurfti spænskan dómara og brezka lögreglu til að opna augu Sílebúa fyrir margþættum glæpum Augustos Pinochet, fyrrum forseta Síle.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun