Nú andar suðrið 12. nóvember 2009 06:00 Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. MisskiptingInnan við fjórar milljónir skattgreiðenda þurfa einnig að kosta fátækraframfærslu handa fimmtán milljónum landsmanna. Það er mikill fjöldi fólks á ríkisframfæri í landi með 47 milljónir íbúa. Framfærslubyrðin er þung. Auður og örbirgð blasa við hlið við hlið. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er óvíða meiri en í Suður-Afríku og Simbabve á næsta bæ við. Upptök ójafnaðarins í þessum löndum má að nokkru leyti rekja til aðskilnaðarstefnunnar, sem færði hvíta minni hlutanum í Suður-Afríku átta sinnum meiri tekjur að meðaltali en svarta meiri hlutanum. Arfleifð hvíta minni hlutans er samt ekki eina skýringin á misskiptingunni. Grannlöndin Namibía og Botsvana búa við enn meiri ójöfnuð auðs og tekna, og þar var þó enginn hvítur minni hluti við völd á fyrri tíð eins og í Suður-Afríku og Simbabve, sem áður hét Ródesía. Botsvana, Namibía og Suður-Afríka eru meðal ríkustu landa álfunnar. Þangað streymir allslaust fólk frá fátækari löndum í leit að betra lífi. Aðstreymið stuðlar að því að halda ójöfnuðinum við þrátt fyrir talsverða viðleitni almannavaldsins til að hjálpa fátæku fólki. Frá Suður-Afríku til ÍslandsHversu rík eru ríkustu löndin í Afríku? Samkvæmt nýjum tölum Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna 2008 er Miðbaugs-Gínea nú ríkasta landið á meginlandi Afríku með 21.800 Bandaríkjadali á mann. Talan segir þó ekki mikið, því að Theódór Obiang forseti og hyski hans hirða nær allar olíutekjur landsins til eigin nota og skilja landsmenn eftir slyppa og snauða. Misskipting þjóðartekna er meiri í Miðbaugs-Gíneu en í nokkru öðru landi á byggðu bóli. Misskiptingin er ekki aðeins ranglát, heldur einnig lögleysa, þar eð náttúruauðlindir eru sameign að alþjóðalögum eins og ég hef áður lýst á þessum stað. Næstríkasta land Afríku er Botsvana með 13.100 dali á mann. Þar hefur hagvöxtur verið meiri frá 1965 en nokkurs annars staðar í heiminum í skjóli góðrar hagstjórnar, meiri og betri menntunar og stöðugs stjórnarfars þrátt fyrir mikinn ójöfnuð. Þriðja ríkasta land álfunnar er Gabon og löðrar í olíu.En ágóðanum af henni er mjög misskipt, svo að almenningur fer margs á mis, þótt ástandið þar sé mun skárra en í Miðbaugs-Gíneu. Ómar Bongó hafði verið forseti Gabons í 42 ár samfleytt, þegar hann hrökk upp af í sumar leið. Fjórða sæti listans skipar Suður-Afríka með 9.800 dali á mann, sem eru tæp 40 prósent af þjóðartekjum á mann á Íslandi (25.200 dalir) og röskur fjórðungur af tekjum á mann í Danmörku (37.300 dalir). Takið eftir, hversu langt Ísland dróst aftur úr Danmörku 2008, þegar gengi krónunnar hrundi: Danir höfðu helmingi meiri tekjur á mann en Íslendingar 2008. Munurinn mun trúlega ágerast 2009 og 2010, þegar kreppan fer að segja til sín af fullum þunga. Fimmta ríkasta landið á meginlandi Afríku er Namibía með 6.300 dali á mann, sem er fjórðungur af tekjum á mann á Íslandi og sex sinnum meira en á Madagaskar. Fölsk lífskjörTekjur á mann segja ekki alla söguna um lífskjör þjóða. Tekjur á hverja vinnustund eru betri kvarði, því að þá er fyrirhöfnin á bak við tekjuöflunina tekin með í reikninginn. Einnig þarf að skoða, hvort fölskum lífskjörum er haldið uppi með því að ganga á þjóðareignir, til dæmis fiskstofna og önnur náttúrugæði, og safna skuldum. Helzt þarf einnig að hyggja að tekjuskiptingu. Ef tvö lönd eru alveg eins að öllu leyti öðru en því, að í öðru landinu er tekjum og auði misskipt og ekki í hinu, býður þá ekki landið með réttláta skiptingu upp á betri lífskjör en hitt? Það mun flestum finnast. Opinber gögn ná ekki enn að lýsa þessari hlið málsins, allra sízt á Íslandi, þar sem yfirvöldin eru nýhætt að þræta fyrir mikla aukningu ójafnaðar árin fram að kreppu. Hagstofan heldur áfram að leiða málið hjá sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. MisskiptingInnan við fjórar milljónir skattgreiðenda þurfa einnig að kosta fátækraframfærslu handa fimmtán milljónum landsmanna. Það er mikill fjöldi fólks á ríkisframfæri í landi með 47 milljónir íbúa. Framfærslubyrðin er þung. Auður og örbirgð blasa við hlið við hlið. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er óvíða meiri en í Suður-Afríku og Simbabve á næsta bæ við. Upptök ójafnaðarins í þessum löndum má að nokkru leyti rekja til aðskilnaðarstefnunnar, sem færði hvíta minni hlutanum í Suður-Afríku átta sinnum meiri tekjur að meðaltali en svarta meiri hlutanum. Arfleifð hvíta minni hlutans er samt ekki eina skýringin á misskiptingunni. Grannlöndin Namibía og Botsvana búa við enn meiri ójöfnuð auðs og tekna, og þar var þó enginn hvítur minni hluti við völd á fyrri tíð eins og í Suður-Afríku og Simbabve, sem áður hét Ródesía. Botsvana, Namibía og Suður-Afríka eru meðal ríkustu landa álfunnar. Þangað streymir allslaust fólk frá fátækari löndum í leit að betra lífi. Aðstreymið stuðlar að því að halda ójöfnuðinum við þrátt fyrir talsverða viðleitni almannavaldsins til að hjálpa fátæku fólki. Frá Suður-Afríku til ÍslandsHversu rík eru ríkustu löndin í Afríku? Samkvæmt nýjum tölum Alþjóðabankans um kaupmátt þjóðartekna 2008 er Miðbaugs-Gínea nú ríkasta landið á meginlandi Afríku með 21.800 Bandaríkjadali á mann. Talan segir þó ekki mikið, því að Theódór Obiang forseti og hyski hans hirða nær allar olíutekjur landsins til eigin nota og skilja landsmenn eftir slyppa og snauða. Misskipting þjóðartekna er meiri í Miðbaugs-Gíneu en í nokkru öðru landi á byggðu bóli. Misskiptingin er ekki aðeins ranglát, heldur einnig lögleysa, þar eð náttúruauðlindir eru sameign að alþjóðalögum eins og ég hef áður lýst á þessum stað. Næstríkasta land Afríku er Botsvana með 13.100 dali á mann. Þar hefur hagvöxtur verið meiri frá 1965 en nokkurs annars staðar í heiminum í skjóli góðrar hagstjórnar, meiri og betri menntunar og stöðugs stjórnarfars þrátt fyrir mikinn ójöfnuð. Þriðja ríkasta land álfunnar er Gabon og löðrar í olíu.En ágóðanum af henni er mjög misskipt, svo að almenningur fer margs á mis, þótt ástandið þar sé mun skárra en í Miðbaugs-Gíneu. Ómar Bongó hafði verið forseti Gabons í 42 ár samfleytt, þegar hann hrökk upp af í sumar leið. Fjórða sæti listans skipar Suður-Afríka með 9.800 dali á mann, sem eru tæp 40 prósent af þjóðartekjum á mann á Íslandi (25.200 dalir) og röskur fjórðungur af tekjum á mann í Danmörku (37.300 dalir). Takið eftir, hversu langt Ísland dróst aftur úr Danmörku 2008, þegar gengi krónunnar hrundi: Danir höfðu helmingi meiri tekjur á mann en Íslendingar 2008. Munurinn mun trúlega ágerast 2009 og 2010, þegar kreppan fer að segja til sín af fullum þunga. Fimmta ríkasta landið á meginlandi Afríku er Namibía með 6.300 dali á mann, sem er fjórðungur af tekjum á mann á Íslandi og sex sinnum meira en á Madagaskar. Fölsk lífskjörTekjur á mann segja ekki alla söguna um lífskjör þjóða. Tekjur á hverja vinnustund eru betri kvarði, því að þá er fyrirhöfnin á bak við tekjuöflunina tekin með í reikninginn. Einnig þarf að skoða, hvort fölskum lífskjörum er haldið uppi með því að ganga á þjóðareignir, til dæmis fiskstofna og önnur náttúrugæði, og safna skuldum. Helzt þarf einnig að hyggja að tekjuskiptingu. Ef tvö lönd eru alveg eins að öllu leyti öðru en því, að í öðru landinu er tekjum og auði misskipt og ekki í hinu, býður þá ekki landið með réttláta skiptingu upp á betri lífskjör en hitt? Það mun flestum finnast. Opinber gögn ná ekki enn að lýsa þessari hlið málsins, allra sízt á Íslandi, þar sem yfirvöldin eru nýhætt að þræta fyrir mikla aukningu ójafnaðar árin fram að kreppu. Hagstofan heldur áfram að leiða málið hjá sér.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun