Þorvaldur Gylfason: Rússar í góðum gír Þorvaldur Gylfason skrifar 27. maí 2010 06:00 Þegar ég kveikti á sjónvarpinu seint um kvöld í vetur leið, þetta var í janúar, heyrði ég viðtal við dómsmálaráðherrann. Tvö verkefni ráðuneytisins eru öðrum brýnni, sagði hann. Annað er að treysta sjálfstæði dómstólanna, svo að fólkið í landinu geti borið traust til þeirra. Hitt er að berjast gegn spillingu. Hvar var ég staddur? Viltu gizka? Ég var í Moskvu. Dómsmálaráðherra Rússlands heitir Aleksandr Konovalov. Hann er rösklega fertugur að aldri og er doktor í lögum frá háskólanum í Sankti Pétursborg. Þar tók Vladimir Pútín forsætisráðherra lagapróf á sínum tíma og einnig Dimitri Medvedev forseti. Lærimeistari allra þriggja hét Anatoly Sobchak, frjálslyndur lagaprófessor, síðar borgarstjóri í Sankti Pétursborg. Hann leit svo á, að eina færa leiðin til að ljúka því ætlunarverki Péturs mikla keisara að leiða Rússland inn í nútímann væri að gera landið að fullburða réttarríki. Hann vildi byggja landið með lögum. Nemendur Sobchaks eru sama sinnis eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur oft lýst í útvarpi, en hann er manna fróðastur hér heima um Rússland. Þegar Pútín velgir Vesturlöndum undir uggum með ýmsum grófum ummælum, er hann að reyna að róa kjósendur heima fyrir, segir Guðmundur. Pútín er eins og Svíar voru, þegar munnar stjórnmálamannanna vissu í vestur, en byssukjaftarnir í austur. Arfleifð GaidarsÉg var sem sagt í Moskvu í janúar, borgin er falleg að frostköldu vetrarlagi, og hlýddi þar á mál nokkurra helztu samstarfsmanna Medvedevs og Pútíns í efnahagsmálum. Fundurinn var haldinn í efnahagsstofnun, sem Jegor Gaidar, fyrsti forsætisráðherra Rússlands eftir hrun kommúnismans, stýrði til dauðadags í desember 2009. Ég hitti hann í Moskvu fyrir átta árum, en nú er hann allur fyrir aldur fram. Hann var hægri hönd Jeltsíns forseta fyrstu þrjú árin eftir hrun, 1991-94. Honum var falið, og tókst, að leggja grunninn að gríðarlegum umskiptum, sem hafa skilað sér með rykkjum og skrykkjum til fólksins í landinu við erfiðar aðstæður.Gaidar þurfti að gefast upp fyrir gömlum kommúnistum og þjóðernissinnum á þingi og fyrir spilltum og gráðugum sérhagsmunaseggjum, sem tókst að sölsa undir sig umtalsverðan hluta af eignum ríkisins. Hann sagði þá af sér embætti, en hann hélt baráttunni áfram ótrauður innan þings og utan og náði umtalsverðum árangri. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Rússlandi er nú um tvisvar sinnum meiri en hann var, þegar Kommúnistaflokkurinn skildi við 1991. Meðalævi Rússa hefur lengzt um fjögur ár frá 2003 og er nú 69 ár, heilu ári lengri en 1991. Rússar eru að rétta úr kútnum. En spillingin er lífseig, og lífshættuleg. Hættuleg sambúðFjármálaráðherrann í ríkisstjórn Pútíns er fimmtugur hagfræðingur og heitir Aleksey Kudrin. Hann flutti langa ræðu á fundinum um þörfina fyrir að reisa skorður við hollenzku veikinni til að tryggja, að olíuauður Rússlands verði ekki til vandræða líkt og víða annars staðar í olíulöndum. Hann átti við, að sambúðin við svo mikla olíu í iðrum Rússlands hneigist til að hækka gengi rúblunnar upp fyrir eðlileg mörk og skaða með því móti aðra útflutningsatvinnuvegi og innlendan iðnað og þjónustu. Hann lýsti einnig næmum skilningi á nauðsyn þess, að arðurinn af olíulindunum skili sér til rétts eiganda, rússnesku þjóðarinnar, frekar en til rummunga. Þannig tala ráðamenn í Moskvu. Þetta var eins og vor um miðjan vetur. Heim til þín, ÍslandÍsland vantar dómsmálaráðherra, sem talar um nauðsyn þess að treysta sjálfstæði dómstólanna og beitir sér af alefli fyrir því og berst gegn spillingu. Ísland vantar einnig fjármálaráðherra, sem viðurkennir nú, þótt seint sé, að útvegsmenn hefðu frá upphafi átt að greiða fyrir afnotin af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar frekar en þiggja kvótann án endurgjalds og veðsetja síðan sameignina upp í rjáfur eins og rakin fífl.Ríkisstjórn Íslands heldur áfram að mylja undir útvegsmenn, nú síðast með ókeypis úthlutun á nýjum makrílkvóta í stað þess að afla ríkissjóði tekna, sem hann sárvantar, með því að selja kvótann á uppboði. Ríkisstjórnin heldur uppteknum hætti, þótt Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi nú til umfjöllunar fráleita málsvörn fyrri ríkisstjórnar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Ætla verður, að Þjóðareign, nýstofnuð samtök um auðlindir í almannaþágu, fræði Mannréttindanefndina um skjalfest fjárframlög útvegsmanna til stjórnmálaflokkanna. Rússum hélzt ekki vel á einkavæðingu ríkisfyrirtækja á sínum tíma, rétt er það. En ríkisstjórn Jeltsíns forseta mátti þó eiga, að hún seldi útvegsmönnum aðgang að rússneskum fiskimiðum frekar en að úthluta honum ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Þegar ég kveikti á sjónvarpinu seint um kvöld í vetur leið, þetta var í janúar, heyrði ég viðtal við dómsmálaráðherrann. Tvö verkefni ráðuneytisins eru öðrum brýnni, sagði hann. Annað er að treysta sjálfstæði dómstólanna, svo að fólkið í landinu geti borið traust til þeirra. Hitt er að berjast gegn spillingu. Hvar var ég staddur? Viltu gizka? Ég var í Moskvu. Dómsmálaráðherra Rússlands heitir Aleksandr Konovalov. Hann er rösklega fertugur að aldri og er doktor í lögum frá háskólanum í Sankti Pétursborg. Þar tók Vladimir Pútín forsætisráðherra lagapróf á sínum tíma og einnig Dimitri Medvedev forseti. Lærimeistari allra þriggja hét Anatoly Sobchak, frjálslyndur lagaprófessor, síðar borgarstjóri í Sankti Pétursborg. Hann leit svo á, að eina færa leiðin til að ljúka því ætlunarverki Péturs mikla keisara að leiða Rússland inn í nútímann væri að gera landið að fullburða réttarríki. Hann vildi byggja landið með lögum. Nemendur Sobchaks eru sama sinnis eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur oft lýst í útvarpi, en hann er manna fróðastur hér heima um Rússland. Þegar Pútín velgir Vesturlöndum undir uggum með ýmsum grófum ummælum, er hann að reyna að róa kjósendur heima fyrir, segir Guðmundur. Pútín er eins og Svíar voru, þegar munnar stjórnmálamannanna vissu í vestur, en byssukjaftarnir í austur. Arfleifð GaidarsÉg var sem sagt í Moskvu í janúar, borgin er falleg að frostköldu vetrarlagi, og hlýddi þar á mál nokkurra helztu samstarfsmanna Medvedevs og Pútíns í efnahagsmálum. Fundurinn var haldinn í efnahagsstofnun, sem Jegor Gaidar, fyrsti forsætisráðherra Rússlands eftir hrun kommúnismans, stýrði til dauðadags í desember 2009. Ég hitti hann í Moskvu fyrir átta árum, en nú er hann allur fyrir aldur fram. Hann var hægri hönd Jeltsíns forseta fyrstu þrjú árin eftir hrun, 1991-94. Honum var falið, og tókst, að leggja grunninn að gríðarlegum umskiptum, sem hafa skilað sér með rykkjum og skrykkjum til fólksins í landinu við erfiðar aðstæður.Gaidar þurfti að gefast upp fyrir gömlum kommúnistum og þjóðernissinnum á þingi og fyrir spilltum og gráðugum sérhagsmunaseggjum, sem tókst að sölsa undir sig umtalsverðan hluta af eignum ríkisins. Hann sagði þá af sér embætti, en hann hélt baráttunni áfram ótrauður innan þings og utan og náði umtalsverðum árangri. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Rússlandi er nú um tvisvar sinnum meiri en hann var, þegar Kommúnistaflokkurinn skildi við 1991. Meðalævi Rússa hefur lengzt um fjögur ár frá 2003 og er nú 69 ár, heilu ári lengri en 1991. Rússar eru að rétta úr kútnum. En spillingin er lífseig, og lífshættuleg. Hættuleg sambúðFjármálaráðherrann í ríkisstjórn Pútíns er fimmtugur hagfræðingur og heitir Aleksey Kudrin. Hann flutti langa ræðu á fundinum um þörfina fyrir að reisa skorður við hollenzku veikinni til að tryggja, að olíuauður Rússlands verði ekki til vandræða líkt og víða annars staðar í olíulöndum. Hann átti við, að sambúðin við svo mikla olíu í iðrum Rússlands hneigist til að hækka gengi rúblunnar upp fyrir eðlileg mörk og skaða með því móti aðra útflutningsatvinnuvegi og innlendan iðnað og þjónustu. Hann lýsti einnig næmum skilningi á nauðsyn þess, að arðurinn af olíulindunum skili sér til rétts eiganda, rússnesku þjóðarinnar, frekar en til rummunga. Þannig tala ráðamenn í Moskvu. Þetta var eins og vor um miðjan vetur. Heim til þín, ÍslandÍsland vantar dómsmálaráðherra, sem talar um nauðsyn þess að treysta sjálfstæði dómstólanna og beitir sér af alefli fyrir því og berst gegn spillingu. Ísland vantar einnig fjármálaráðherra, sem viðurkennir nú, þótt seint sé, að útvegsmenn hefðu frá upphafi átt að greiða fyrir afnotin af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar frekar en þiggja kvótann án endurgjalds og veðsetja síðan sameignina upp í rjáfur eins og rakin fífl.Ríkisstjórn Íslands heldur áfram að mylja undir útvegsmenn, nú síðast með ókeypis úthlutun á nýjum makrílkvóta í stað þess að afla ríkissjóði tekna, sem hann sárvantar, með því að selja kvótann á uppboði. Ríkisstjórnin heldur uppteknum hætti, þótt Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi nú til umfjöllunar fráleita málsvörn fyrri ríkisstjórnar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Ætla verður, að Þjóðareign, nýstofnuð samtök um auðlindir í almannaþágu, fræði Mannréttindanefndina um skjalfest fjárframlög útvegsmanna til stjórnmálaflokkanna. Rússum hélzt ekki vel á einkavæðingu ríkisfyrirtækja á sínum tíma, rétt er það. En ríkisstjórn Jeltsíns forseta mátti þó eiga, að hún seldi útvegsmönnum aðgang að rússneskum fiskimiðum frekar en að úthluta honum ókeypis.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun