
Víkingur Heiðar

Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna sem er enn ein rósin í hnappagat píanistans margverðlaunaða sem þekkir þó vel tilfinninguna að henda tilbúinni sigurræðu í ruslið.

Var búinn að hlaupa af sér hornin ólíkt öðrum undrabörnum
Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn.

Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð.

Hóstandi Eldborgargestir í samkeppni við Víking Heiðar
Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni.

Víkingur tryllti og stillti
Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“

Unaðsstund Elizu og Guðna
Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall
Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall.

Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan.

Nokkur orð um Sinfó
Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað.

Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn.

Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey.

Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð
Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni.

Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin
Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður
Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur.

Víkingur og Halla eignuðust dreng
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og fréttamaðurinn Halla Oddný Magnúsdóttir eignuðust sitt annað barn í síðustu viku.

Óttaðist að fólk kæmi á tónleikana og héldi að hann væri að spila á ónýtan flygil
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, segir að það sé í raun lítið kraftaverk að honum hafi tekist að halda einleikstónleika sína í Eldborgarsal Hörpu um liðna helgi þar sem selt hafi verið á tónleikana í samræmi við það að 1600 gestir gætu verið í salnum.

Fastur í Tókýó: „Legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi“
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er sem stendur staddur í Japan á tónleikaferðalagi og verður hann fastur þar einn yfir jólin.

Víkingur og Halla selja hæð í Hlíðunum
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og fréttamaðurinn Halla Oddný Magnúsdóttir hafa sett fallega hæð í Mávahlíðinni á sölu en ásett verð er 64,9 milljónir.

Frábærar viðtökur í Konzerthaus
Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag.

Víkingur Heiðar listamaður ársins hjá Gramophone
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag valinn listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone.

Mikið sumar í þessari hátíð
Reykjavík Midsummer Music 2019, tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, er rétt handan við hornið, nánar tiltekið um aðra helgi og ekki seinna vænna að forvitnast um hvaða snilld verður boðið upp á þar.