
Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast
Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00.

Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum
Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.

Amanda meidd og Ásdís kemur inn
Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópi kvenna í fótbolta fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni.

Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg
Þorsteinn Halldórsson valdi í gær landsliðshóp fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeildinni. Spilað verður knappt og verður riðlakeppninni lokið fyrir EM í sumar.

Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns.

Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn.

Svona var blaðamannafundur KSÍ
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn.

Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram
Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Ísland í riðli með Frökkum og Maríu
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag.

Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kemst að því í hádeginu í dag hverjir verða mótherjar liðsins í Þjóðadeild kvenna á næsta ári.

Svona var blaðamannafundur KSÍ
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi.

Andaði léttar er martraðarriðill þaut hjá
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var í pottinum þegar dregið var í undankeppni EM 2025 í fótbolta í gær. Landsliðsþjálfarinn andaði léttar eftir að Ísland slapp við sannkallaðan martraðarriðil. Áttfaldir Evrópumeistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Ísland í riðli með sigursælasta liði EM
Ísland lenti í riðli með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna sem fram fer í Sviss.

Stelpurnar gætu lent í riðli með bæði heims- og Evrópumeisturum
Í hádeginu kemur í ljós hvernig riðill íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lítur út þegar stelpurnar okkar reyna að tryggja sig inn á fimmta Evrópumótið í röð.

Fagnaði barnalukku kærustunnar með því að stinga boltanum inn á sig
Við þekkjum það þegar verðandi feður fagna óléttu konu sinnar með því að fagna marki með því að stinga boltanum inn á sig. Sænska knattspyrnukonan Filippa Angeldahl lék þetta eftir í stórsigri Svía á Bosníu á dögunum.

„Gerði mig sterkari“
Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu .

Spánn varð fyrsti Þjóðadeildarmeistarinn
Spánn er fyrsti Þjóðadeildarmeistari í kvennaflokki eftir 2-0 sigur gegn Frakklandi í úrslitaleik.

„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“
„Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag.

Risasigur skilaði Noregi í A-deild
María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta munu leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 5-0 risasigur gegn Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu.

„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar.

„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“
Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda.

Bryndís um sigurmarkið: „Vissi ekki hvað ég átti að gera við mig“
Ísland vann 2-1 sigur gegn Serbíu og tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og var í skýjunum eftir leik.

Einkunnir Íslands: Sveindís Jane og Bryndís Arna afgreiddu Serba
Ísland vann endurkomusigur gegn Serbíu 2-1. Gestirnir komust yfir og útlitið var ekki bjart. Sveindís Jane sýndi það hins vegar að hún er endakallinn í þessu liði og átti þátt í báðum mörkum Íslands.

Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1.

Byrjunarlið Íslands: Olla fær stórt tækifæri
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir seinni leikinn við Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta kvenna.

Enn laus sæti á leikinn um hvort Ísland tilheyri elítunni
Enn er hægt að fá miða á leikinn mikilvæga sem kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar við Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Leiktíminn er óvenjulegur en flautað er til leiks klukkan 14:30.

Utan vallar: Leikurinn í dag segir mikið um stöðuna á liðinu okkar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta berst í dag fyrir sæti sínu í A-deild undankeppni næsta Evrópumóts en íslensku stelpurnar hafa verið fastagestir í úrslitakeppni EM undanfarin fimmtán ár.

Glódís Perla: Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð
Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025.

Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni Serbaleikinn
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir seinni leik Íslands og Serbíu í umspili um það hvort liðið heldur sér í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.