Tilkynnti að hún yrði mamma fyrir stórleikinn við Ísland í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 12:47 Guro Reiten hefur verið afar sigusæl með liði Chelsea á Englandi. Getty/Eddie Keogh Guro Reiten, ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta, í Þrándheimi. Fyrr í þessari viku greindi hún frá því að hún væri að verða mamma. Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Í beinni: FHL - Stjarnan | Tekst að fylgja eftir fyrsta sigrinum? Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Í beinni: FHL - Stjarnan | Tekst að fylgja eftir fyrsta sigrinum? Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira