Hamar

Allt undir í Hveragerði
Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð.

Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn
Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum.

Málefni Hamarshallarinnar í Hveragerði – Nú verður skynsemin að ráða för
Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ.

Öll tilboð í nýja Hamarshöll talin of há
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á dögunum að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar. Ástæðan er sögð sú að öll tilboð sem bárust hafi verið of há, að teknu tilliti til fjárhagsáætlunar bæjarins.

Hamarshöllin – áfram gakk
Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun.

KA og Hamar bikarmeistarar í blaki
KA og Hamar urðu í gær bikarmeistarar í blaki þegar úrslitaleikir Kjörísbikarsins fóru fram.

Hamar hafði betur í toppslagnum og jafnaði Álftanes að stigum
Hamar frá Hveragerði vann afar mikilvægan sjö stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Álftaness í toppslag 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-91 og liðin deila nú toppsæti deildarinnar.

Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“
Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot.

Söguleg stund í vændum í Frystikistunni: Raggi Nat lofar fyrsta þriggja stiga skotinu á ferlinum
Leikur Hamars og Ármanns í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið gæti orðið sögulegur.

Leggja til nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk: „Búin að vera mikil sorg“
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði leggur til að reisa skuli nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk í febrúar fyrr á þessu ári. Höllin skuli reist úr föstum efnum og áætlað er að hún verði tekin í notkun haustið 2023.

Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum
Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum.

Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar.

Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur
Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna.

Hættum að bregðast við!
Hveragerði hefur alltaf verið mikill íþrótta- og útivistarbær. Við erum með eitt fallegasta útisvæði landsins undir Hamrinum, gríðarleg tækifæri til uppbyggingar á Grýluvallarsvæðinu og einstaka sundlaug í Laugarskarði. En betur má ef duga skal.

Framtíð Hamarshallarinnar
Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna.

Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi
Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu.

Reisa nýja uppblásna íþróttahöll eftir hamfarir vetrarins
Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að reisa aðra loftborna íþróttahöll eftir að Hamarshöllin sprakk og fauk í miklu óveðri þann 22. febrúar síðastliðinn.

Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði
Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar.

Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný
Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið.

Hamarshöllin í Hveragerði fokin
Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.