Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2023 10:59 Gamla Hamarshöllin var uppblásin. Sú nýja mun ekki verða það, þegar hún rís. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“ Hveragerði Hamar Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“
Hveragerði Hamar Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira