Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2023 10:59 Gamla Hamarshöllin var uppblásin. Sú nýja mun ekki verða það, þegar hún rís. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“ Hveragerði Hamar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“
Hveragerði Hamar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira