
Sjúkratryggingar

Síðasta vonin um ljúfa ævidaga
Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Hæstiréttur tekur eggjastokkamál fyrir
Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti.

Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjólastólinn
Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið.

Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi
„Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi.

Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu
Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu.

Stórkostlegt gáleysi að fjarlægja eggjastokk án leyfis
Landsréttur hefur dæmt Sjúkratryggingar Íslands til þess að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis læknis. Sá fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án þess að hún veitti samþykki fyrir.

Loka hluta af húsnæði Reykjalundar: 32 starfsmenn missa vinnuaðstöðu
Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur í Mosfellsbæ hyggst loka hluta af húsnæði sínu en komið hefur í ljós að nokkrar af byggingum heilbrigðisstofnunarinnar eru í bágu ásigkomulagi. Úttekt verkfræðistofu sýnir að óheilnæmt sé fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í húsnæðinu.

„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“
Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því.

Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum.

Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag.

„Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu“
Karlmanni með heilabilunarsjúkdóminn Lewy body hefur þrisvar sinnum verið synjað af Sjúkratryggingum Íslands um að fá niðurgreiddan sérstakan stuðningspúða. Púðinn kostar rúmar 180 þúsund krónur. Á endanum fékk maðurinn styrk fyrir sérstökum hjólastól í staðinn. Sá kostar rúmar 790 þúsund krónur.

Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu
Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu.

Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR.

Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ
Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir.

Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk
Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur.

Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd
Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi.

Máttu ekki synja barni um hjálpartæki
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Synjun Sjúkratrygginga í ósamræmi við lög: „Þetta snýst greinilega ekki um peninga“
Umboðsmaður Alþingis gaf frá sér álit í vikunni þar sem fram kom að synjun úrskurðarnefndar velferðarmála um styrk til kaupa á hjálpartæki handa stúlku með sjaldgæfa taugasjúkdóminn AHC hafi ekki verið lögmæt. Faðir stúlkunnar vonast til þess að barátta hans við Sjúkratryggingar og úrskurðarnefnd velferðarmála komi til með að ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og dóttir hans.

Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga
Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum.

Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu
Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi.

„Ákaflega löngum vetri í íslenskri heilbrigðissögu“ nú lokið
Kostnaður sjúklinga við heimsóknir til sérfræðilækna mun í mörgum tilvikum lækka verulega eftir að loksins tókst að koma á samningum milli þeirra og ríkisins í dag. Gert er ráð fyrir því að samningurinn spari sjúklinga milljarða á ári.

Fimm ára samningur við sérgreinalækna í höfn
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýjan fimm ára samning sérgreinalækna við Sjúkratrygginar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samningurinn var undirritaður í dag.

Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu
„Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982.

Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannlækninga 7,1 milljarður
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannviðgerða og tannréttinga nam 7,1 milljarði króna í fyrra. Þar af voru 450 milljónir vegna tannréttinga. Útgjöldin hafa farið síhækkandi frá 2014, þegar þau voru 2,2 milljarðar króna.

„Þetta þarf að vera faglegt mat“
Heilbrigðisráðherra segir að notkun lyfs við taugahrörnunarsjúkdómnum spinal muscular athrophy (SMA) verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði öryggi notkunar lyfsins og að nytsemi hennar sé óyggjandi.

Ráðherraábyrgð fyrir skarðabörn
Börnin okkar, skarðabörn, virðast aldrei ætla að fá það pláss í kerfinu sem þau eiga rétt á.

Lið fyrir lið
Í gær var skrifað undir samninga milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkarinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða á þessu ári.

Semja um sjö hundruð liðaskiptaaðgerðir
Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra.

Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi
Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir.

Blandað kerfi er allra hagur
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa.