Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 15:20 ESA grunar Sjúkratryggingar um ríkisaðstoð. Vísir/Egill Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn. Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn.
Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent