Viðauki við samning SÍ og SÁÁ hluti af aðgerðum gegn ópíóðavandanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 19:14 Samningurinn var undirritaður við sjúkrahúsið á Vogi. Stjórnarráðið Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti í dag viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknisjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að viðaukinn feli í sér viðbótarþjónustu sem heilbrigðisstofnanir geti vísað í og þannig aukið aðgengi að mikilvægri meðferð í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi. Viðaukinn sé liður í að stytta bið eftir þjónustu ásamt því að auka aðgengi að viðeigandi úrræðum að undangengnu faglegu mati á meðferðarþörf. Þannig megi skapa samfellu milli þjónustuþrepa í heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu við aðra þjónustuveitendur. Lagt sé upp með að viðaukasamningurinn verði hluti af nýjum heildarsamningi um þjónustu SÁÁ sem stefnt er að taki gildi um áramótin. Lofa aukinni þjónustu Í tilkynningunni kemur fram að í samningnum hafi sérstaklega verið lagt til að þróuð yrði flýtimóttaka þar sem einstaklingum í bráðum vanda sé tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Willum Þór segir mikilvægan áfanga felast í þessum samningsviðauka sem feli í sér aukna þjónustu og bætt aðgengi: „Auk þess að fjölga viðhaldsmeðferðum er ánægjulegt að sjá flýtimóttöku raungerast, samvinnu stofnana, Landspítala og SÁÁ fyrir þau sem eru í brýnni þörf á innlögn eða meðferð,“ er haft eftir honum. Þá kemur fram að tilvísanir í þjónustuna fari í sérstakan farveg innan SÁÁ, með faglegu mati á þörf og aðgengi að viðeigandi þjónustustigi. Jafnframt geri viðaukinn SÁÁ kleift að auka þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn. Miðað er við að allt að 450 einstaklingar hafi aðgang að lyfjameðferð við ópíóíðafíkn árlega í göngudeild. Liður í aðgerðum stjórnvalda Loks segir að umfangsmikil stefnumótun standi yfir í heilbrigðisráðuneytinu í málaflokknum og starfshópur sé að störfum að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Sú stefna muni taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferðar, endurhæfingar og lagaumhverfis. Áhersla sé lögð á að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi. Samhliða vinnu starfshópsins sé unnið að stöðumati og kortlagningu á þeirri heilbrigðisþjónustu sem er fyrir hendi í dag fyrir fólk sem þarf á meðferð eða endurhæfingu að halda vegna vímuefnavanda. Sú vinna muni styðja við stefnumótun í málaflokknum til framtíðar. Fíkn SÁÁ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að viðaukinn feli í sér viðbótarþjónustu sem heilbrigðisstofnanir geti vísað í og þannig aukið aðgengi að mikilvægri meðferð í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi. Viðaukinn sé liður í að stytta bið eftir þjónustu ásamt því að auka aðgengi að viðeigandi úrræðum að undangengnu faglegu mati á meðferðarþörf. Þannig megi skapa samfellu milli þjónustuþrepa í heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu við aðra þjónustuveitendur. Lagt sé upp með að viðaukasamningurinn verði hluti af nýjum heildarsamningi um þjónustu SÁÁ sem stefnt er að taki gildi um áramótin. Lofa aukinni þjónustu Í tilkynningunni kemur fram að í samningnum hafi sérstaklega verið lagt til að þróuð yrði flýtimóttaka þar sem einstaklingum í bráðum vanda sé tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Willum Þór segir mikilvægan áfanga felast í þessum samningsviðauka sem feli í sér aukna þjónustu og bætt aðgengi: „Auk þess að fjölga viðhaldsmeðferðum er ánægjulegt að sjá flýtimóttöku raungerast, samvinnu stofnana, Landspítala og SÁÁ fyrir þau sem eru í brýnni þörf á innlögn eða meðferð,“ er haft eftir honum. Þá kemur fram að tilvísanir í þjónustuna fari í sérstakan farveg innan SÁÁ, með faglegu mati á þörf og aðgengi að viðeigandi þjónustustigi. Jafnframt geri viðaukinn SÁÁ kleift að auka þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn. Miðað er við að allt að 450 einstaklingar hafi aðgang að lyfjameðferð við ópíóíðafíkn árlega í göngudeild. Liður í aðgerðum stjórnvalda Loks segir að umfangsmikil stefnumótun standi yfir í heilbrigðisráðuneytinu í málaflokknum og starfshópur sé að störfum að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Sú stefna muni taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferðar, endurhæfingar og lagaumhverfis. Áhersla sé lögð á að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi. Samhliða vinnu starfshópsins sé unnið að stöðumati og kortlagningu á þeirri heilbrigðisþjónustu sem er fyrir hendi í dag fyrir fólk sem þarf á meðferð eða endurhæfingu að halda vegna vímuefnavanda. Sú vinna muni styðja við stefnumótun í málaflokknum til framtíðar.
Fíkn SÁÁ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira