Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. nóvember 2024 23:48 Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. vísir/ívar Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. Þetta kemur fram í ákvörðun kærunefndar útboðsmála sem gefin var út í dag. Intuens Segulómun kærði útboð Fjársýslu ríkisins, fyrir hönd SÍ, á myndgreiningarþjónustu í október á þessu ári. Forsvarsmenn Intuens sögðu útboðið sérsniðið að starfandi aðilum á markið og því ólögmætt. Intuens hélt fram að ákveðnir skilmálar í útboðsgögnunum væru ólögmætir og að þeir væru sérstaklega sniðnir að ákveðnum fyrirtækjum. Var því krafist að útboðið yrði auglýst á nýjan leik án skilmálanna. Loks var krafist af Intuens að innkaupaferlið yrði stöðvað alfarið. SÍ var fyrr í mánuðinum gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki. Sex skilmálar til þess gerðir að útiloka fyrirtækið Einungis hefur verið fallist á stöðvunarkröfu Intuens en leyst verður úr öðrum kröfum með úrskurði þegar endanleg sjónarmið fyrirtækisins hafa komið fram og allir aðilar hafa skilað tilskyldum gögnum. Í kröfu sinni telur Intuens upp sex skilmála sem séu til þess gerðir að útiloka fyrirtækið og þar með ólögmætir. SÍ hafnaði öllum kröfum Intuens og héldu því fram að framkvæmd útboðsins væri í samræmi við lög. Kærunefndin tók ekki undir rök SÍ en í fimm af sex atriðum taldi nefndin verulegar líkur hafa verið leiddar að því að skilmálarnir færu í bága við lög um opinber innkaup. Fagnar niðurstöðunni Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Hvað er eiginlega planið með þessu?“ „Þetta er vissulega sigur fyrir okkur. Við höfum alltaf bara haldið því fram að við höfum verið beitt órétti í þessu máli allan þennan tíma. Nú er SÍ búið að fá þessa niðurstöðu til sín og þá spyr maður sig bara, hvað er eiginlega planið með þessu? Hvað er planið með að vera með ólöglega samninga til tuttugu ára og vilja svo ekki semja við ný fyrirtæki þegar þau koma inn á markaðinn og setja út útboð sem er ólöglegt?“ Hún tekur fram að SÍ þurfi að svara fyrir þetta og hvernig þau verji skattpeningum ríkisins. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þau. Við erum pínu lítið sprotafyrirtæki sem er að koma upp um þessa starfsemi og leggja áherslu á hvernig starfsemi sé þarna í gangi. Við sem pínu lítið fyrirtæki erum að berjast fyrir því að leita réttar okkar trekk í trekk.“ Hún segist vonast til þess að Intuens fái nú að blómstra á sama grundvelli og önnur myndgreiningarfyrirtæki á Íslandi. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun kærunefndar útboðsmála sem gefin var út í dag. Intuens Segulómun kærði útboð Fjársýslu ríkisins, fyrir hönd SÍ, á myndgreiningarþjónustu í október á þessu ári. Forsvarsmenn Intuens sögðu útboðið sérsniðið að starfandi aðilum á markið og því ólögmætt. Intuens hélt fram að ákveðnir skilmálar í útboðsgögnunum væru ólögmætir og að þeir væru sérstaklega sniðnir að ákveðnum fyrirtækjum. Var því krafist að útboðið yrði auglýst á nýjan leik án skilmálanna. Loks var krafist af Intuens að innkaupaferlið yrði stöðvað alfarið. SÍ var fyrr í mánuðinum gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki. Sex skilmálar til þess gerðir að útiloka fyrirtækið Einungis hefur verið fallist á stöðvunarkröfu Intuens en leyst verður úr öðrum kröfum með úrskurði þegar endanleg sjónarmið fyrirtækisins hafa komið fram og allir aðilar hafa skilað tilskyldum gögnum. Í kröfu sinni telur Intuens upp sex skilmála sem séu til þess gerðir að útiloka fyrirtækið og þar með ólögmætir. SÍ hafnaði öllum kröfum Intuens og héldu því fram að framkvæmd útboðsins væri í samræmi við lög. Kærunefndin tók ekki undir rök SÍ en í fimm af sex atriðum taldi nefndin verulegar líkur hafa verið leiddar að því að skilmálarnir færu í bága við lög um opinber innkaup. Fagnar niðurstöðunni Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Hvað er eiginlega planið með þessu?“ „Þetta er vissulega sigur fyrir okkur. Við höfum alltaf bara haldið því fram að við höfum verið beitt órétti í þessu máli allan þennan tíma. Nú er SÍ búið að fá þessa niðurstöðu til sín og þá spyr maður sig bara, hvað er eiginlega planið með þessu? Hvað er planið með að vera með ólöglega samninga til tuttugu ára og vilja svo ekki semja við ný fyrirtæki þegar þau koma inn á markaðinn og setja út útboð sem er ólöglegt?“ Hún tekur fram að SÍ þurfi að svara fyrir þetta og hvernig þau verji skattpeningum ríkisins. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þau. Við erum pínu lítið sprotafyrirtæki sem er að koma upp um þessa starfsemi og leggja áherslu á hvernig starfsemi sé þarna í gangi. Við sem pínu lítið fyrirtæki erum að berjast fyrir því að leita réttar okkar trekk í trekk.“ Hún segist vonast til þess að Intuens fái nú að blómstra á sama grundvelli og önnur myndgreiningarfyrirtæki á Íslandi.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira