Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 11:59 Intuens ehf vakti gríðarlega athygli fyrir hinar svokölluðu heilskimanir í nóvember í fyrra. Vísir/Egill Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. Með áliti sem Samkeppniseftirlitið birti á dögunum beinir eftirlitið þeim tilmælum til Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða til að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Intuens Segulómun ehf. var í fyrra synjað um samning um greiðsluþátttöku SÍ í segulómrannsóknum, sem hindraði innkomu þess á markað fyrir myndgreiningar. Fyrirtækið sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna þessa. Álit eftirlitsins fól í sér tilmæli til heilbrigðisyfirvalda að beita sér fyrir því að auka samkeppni með því að greiða innkomu nýrra aðila inn á markaðinn. Í álitinu segir að með virkari samkeppni sé stuðlað að því að notendur fái betri þjónustu á sem hagstæðasta verði, til hagsbóta fyrir almenning og ríkissjóð. Þá fela tilmælin í sér að þegar í stað verði tryggt að Intuens njóti jafnræðis gagnvart starfandi fyrirtækjum á markaðnum um samning um greiðsluþátttöku. Samkeppniseftirlitið telur að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður fyrir því að hafna samningi við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Hættu tímabundið að skima Forsaga Intuens er sú að í nóvember síðastliðnum steig stjórn Læknafélags Íslands fram og gagnrýndi svokallaðar heilskimanir fyrirtækisins. Fyrirtækið hafði þá fengið áhrifavalda með sér í lið til þess að auglýsa þjónusta, sem kostar hinn almenna borgara 300 þúsund krónur. Rannsóknin var sögð geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. Þá megi ætla að í kjölfar slíkra rannsókna aukist aukist þörf á aðkomu lækna, sem geti leitt af sér aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnin ráðlagði almenningi eindregið að fara ekki í slíkar rannsóknir. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir gagnrýndi rannsóknirnar að auki, og sagði þær eitt mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið svaraði gagnrýninni á Facebook á sínum tíma, en daginn eftir að það svar birtist var heilskimunar-þjónustuna hvergi að finna á vefsíðu Intuens. Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði heilskimunina, sem hafi verið kynnta í góðri trú, hafa verið setta á „hold“ meðan framhaldið yrði skoðað. Rúmum tveimur vikum síðar birti heilbrigðisráðuneytið álit þess efnis að ekki teldist tilefni til að stöðva starfsemi Intuens. Þá hafði embætti landlæknis farið þess á leit við ráðuneytið að starfsemin yrði stöðvuð í ljósi þess að fyrirtækið hafi ekki brugðist við ítrekuðum erindum og tilmælum landlæknis. Fyrirtækið virðist nú starfa í sömu mynd og það gerði áður, en fram kemur skýrum stöfum á síðunni að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Auk áðurnefndrar heilskimunar er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. SÍ ekki þótt ráðlegt að fjölga samningsaðilum Intuens sendi Samkeppniseftirlitinu erindi í desember í fyrra vegna synjunar SÍ á greiðsluþátttöku við myndgreiningu hjá fyrirtækinu. Í erindinu er byggt á því að umrædd synjun feli í sér samkeppnishindrun og að grípa þurfi til aðgerða til þess að tryggja að það geti hafið starfsemi og veitt starfandi fyrirtækjum samkeppnislegt aðhald. Fram kemur að fyrirtækið hafi yfir að ráða einu fullkomnasta tæki landsins á sviði segulómunar. Synjun SÍ grundvallaðist á frumathugun sem Sjúkratryggingar hefði gert á fyrirtækinu, þar sem fram kom að þar sem þágildandi samningar um læknisfræðilega myndgreiningu hafi gilt til 1. janúar 2024 og að óljóst væri hvaða leið yrði valin við næstu innkaup, væri að mati SÍ ekki ráðlegt að fjölga samningsaðilum. Í áliti Samkeppniseftirlitsins kemur fram að eftirlitið telji að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður þess að ekki hafi verið gerður samningur við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Í tilmælum eftirlitsins fólst að útboð á almennri myndgreiningarþjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa og/eða við ákvörðun um innkaup eða greiðsluþátttöku á slíkri þjónustu hafi þau skýru markmið að efla samkeppni á markaðnum. Í því felist meðal annars að ný fyrirtæki sem uppfylli málefnaleg skilyrði og bjóði samkeppnishæft verð og þjónustu eigi sem greiðustu leið inn á markaðinn. Þann 1. janúar á næsta ári eiga nýir samningar við við myndgreiningarfyrirtæki að taka gildi og þá verður væntanlega ljóst hvort Intuens hafi verið boðinn samningur við sjúkratryggingar vegna greiðsluþátttöku í myndgreiningarþjónustu. Þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við sjúkratryggingar, Læknisfræðileg myndgreining ehf (Röntgen Domus), Myndgreining Hjartaverndar ehf. og Íslensk myndgreining ehf. (Röntgen Orkuhúsið). Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Með áliti sem Samkeppniseftirlitið birti á dögunum beinir eftirlitið þeim tilmælum til Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðherra að grípa til aðgerða til að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Intuens Segulómun ehf. var í fyrra synjað um samning um greiðsluþátttöku SÍ í segulómrannsóknum, sem hindraði innkomu þess á markað fyrir myndgreiningar. Fyrirtækið sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna þessa. Álit eftirlitsins fól í sér tilmæli til heilbrigðisyfirvalda að beita sér fyrir því að auka samkeppni með því að greiða innkomu nýrra aðila inn á markaðinn. Í álitinu segir að með virkari samkeppni sé stuðlað að því að notendur fái betri þjónustu á sem hagstæðasta verði, til hagsbóta fyrir almenning og ríkissjóð. Þá fela tilmælin í sér að þegar í stað verði tryggt að Intuens njóti jafnræðis gagnvart starfandi fyrirtækjum á markaðnum um samning um greiðsluþátttöku. Samkeppniseftirlitið telur að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður fyrir því að hafna samningi við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Hættu tímabundið að skima Forsaga Intuens er sú að í nóvember síðastliðnum steig stjórn Læknafélags Íslands fram og gagnrýndi svokallaðar heilskimanir fyrirtækisins. Fyrirtækið hafði þá fengið áhrifavalda með sér í lið til þess að auglýsa þjónusta, sem kostar hinn almenna borgara 300 þúsund krónur. Rannsóknin var sögð geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. Þá megi ætla að í kjölfar slíkra rannsókna aukist aukist þörf á aðkomu lækna, sem geti leitt af sér aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnin ráðlagði almenningi eindregið að fara ekki í slíkar rannsóknir. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir gagnrýndi rannsóknirnar að auki, og sagði þær eitt mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið svaraði gagnrýninni á Facebook á sínum tíma, en daginn eftir að það svar birtist var heilskimunar-þjónustuna hvergi að finna á vefsíðu Intuens. Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði heilskimunina, sem hafi verið kynnta í góðri trú, hafa verið setta á „hold“ meðan framhaldið yrði skoðað. Rúmum tveimur vikum síðar birti heilbrigðisráðuneytið álit þess efnis að ekki teldist tilefni til að stöðva starfsemi Intuens. Þá hafði embætti landlæknis farið þess á leit við ráðuneytið að starfsemin yrði stöðvuð í ljósi þess að fyrirtækið hafi ekki brugðist við ítrekuðum erindum og tilmælum landlæknis. Fyrirtækið virðist nú starfa í sömu mynd og það gerði áður, en fram kemur skýrum stöfum á síðunni að engar rannsóknir séu gerðar án tilvísunar frá lækni. Auk áðurnefndrar heilskimunar er boðið upp á svokallaðar hlutaskimanir, sem allar kosta 42 þúsund krónur, fyrir utan kviðarholsskimun sem kostar 84 þúsund krónur. SÍ ekki þótt ráðlegt að fjölga samningsaðilum Intuens sendi Samkeppniseftirlitinu erindi í desember í fyrra vegna synjunar SÍ á greiðsluþátttöku við myndgreiningu hjá fyrirtækinu. Í erindinu er byggt á því að umrædd synjun feli í sér samkeppnishindrun og að grípa þurfi til aðgerða til þess að tryggja að það geti hafið starfsemi og veitt starfandi fyrirtækjum samkeppnislegt aðhald. Fram kemur að fyrirtækið hafi yfir að ráða einu fullkomnasta tæki landsins á sviði segulómunar. Synjun SÍ grundvallaðist á frumathugun sem Sjúkratryggingar hefði gert á fyrirtækinu, þar sem fram kom að þar sem þágildandi samningar um læknisfræðilega myndgreiningu hafi gilt til 1. janúar 2024 og að óljóst væri hvaða leið yrði valin við næstu innkaup, væri að mati SÍ ekki ráðlegt að fjölga samningsaðilum. Í áliti Samkeppniseftirlitsins kemur fram að eftirlitið telji að stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á málefnalegar ástæður þess að ekki hafi verið gerður samningur við Intuens um greiðsluþátttöku á sama tíma og eldri samningar hafa verið framlengdir gagnvart starfandi fyrirtækjum. Í tilmælum eftirlitsins fólst að útboð á almennri myndgreiningarþjónustu sem veitt er utan sjúkrahúsa og/eða við ákvörðun um innkaup eða greiðsluþátttöku á slíkri þjónustu hafi þau skýru markmið að efla samkeppni á markaðnum. Í því felist meðal annars að ný fyrirtæki sem uppfylli málefnaleg skilyrði og bjóði samkeppnishæft verð og þjónustu eigi sem greiðustu leið inn á markaðinn. Þann 1. janúar á næsta ári eiga nýir samningar við við myndgreiningarfyrirtæki að taka gildi og þá verður væntanlega ljóst hvort Intuens hafi verið boðinn samningur við sjúkratryggingar vegna greiðsluþátttöku í myndgreiningarþjónustu. Þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við sjúkratryggingar, Læknisfræðileg myndgreining ehf (Röntgen Domus), Myndgreining Hjartaverndar ehf. og Íslensk myndgreining ehf. (Röntgen Orkuhúsið).
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03 Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Stöðva ekki starfsemi Intuens Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis. 12. desember 2023 13:03
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29