Landslið kvenna í handbolta

„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“
Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands.

„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“
Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur.

Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37.

„Ég vona við mætum með kassann úti“
Reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er klár í slaginn fyrir kvöldið þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM 2024.

Búin að jafna sig á áfallinu
Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs.

„Svona er lífið, sem betur fer“
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna.

Fylgdi hjartanu og tók áhættu
Íslenska landsliðskonan í handbolta, Perla Ruth Albertsdóttir, þurfti að taka stóra ákvörðun fyrir yfirstandandi tímabil. Átti hún að fylgja uppeldisfélagi sínu Selfoss niður í næst efstu deild í endurkomu sinni eða halda á önnur mið? Perla ákvað að halda tryggð við Selfyssinga sem hafa reynst óstöðvandi á tímabilinu og tryggt sér sæti í efstu deild á nýjan leik.

„Þetta er það sem lífið snýst um“
Handboltakonan Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn með Fram í síðustu viku, tæpum þremur mánuðum eftir barnsburð. Hún íhugaði að leggja skóna á hilluna og segir fjölskylduna alltaf vera framar íþróttinni. Það sé þó draumur að taka þátt á EM í desember.

Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“
Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar.

Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér
Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst.

Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“
Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni.

„Ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim“
Ísland lauk í gær keppni á Evrópumóti karla í handbolta. Niðurstaðan er 10. sæti, sem þykja vonbrigði.

„Fannst við spila nægilega vel til að vinna Þjóðverja“
„Gríðarlega og ógeðslega svekktur að ná ekki að gera betur í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir súrt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta.

Stelpurnar okkar fóru með Forsetabikarinn til forsetans
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð íslenska kvennalandsliðinu í heimsókn á Bessastaði í tilefni af þátttöku þeirra á HM 2023 í handbolta.

Sandra og Gísli best í handbolta
Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins.

Stórt klúður þegar treyjur landsliðsins voru seldar
Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur.

Íslensku stelpurnar spiluðu í erfiðasta riðlinum
Riðill Íslands á HM var sá sterkasti ef lokasæti þjóðanna á HM 2023 segja rétta sögu.

„Okkar að halda áfram að taka skref fram á við“
Arnar Pétursson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik var ánægður með sigurinn gegn Kongó í kvöld þegar Ísland tryggði sér Forsetabikarinn. Hann sagði breiddina í íslenska landsliðinu hafa aukist og segir reynsluna sem liðið fékk vera dýrmæta.

Umfjöllun: Ísland - Kongó 30-28 | Ísland vann Forsetabikarinn
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér Forsetabikarinn á HM 2023 í kvöld með sigri á Kongó í úrslitaleiknum.

Geta unnið fyrsta bikarinn síðan 1964
Það er bikar í boði fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í kvöld því leikurinn um 25. sætið á HM í handbolta er líka úrslitaleikurinn um Forsetabikarinn.

„Eigum ekki beint heima í þessari keppni“
Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir er spennt fyrir því að takast á við Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í kvöld. Markmið landsliðs Íslands er skýrt.

„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“
Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar.

„Eigum að vinna þennan leik“
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að Ísland eigi að vinna Kongó í úrslitum Forsetabikarsins annað kvöld og það sé sannarlega markmiðið. Liðið virðist slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni.

Umfjöllun: Ísland - Kína 30-23 | Stelpurnar tryggðu sig áfram í úrslitaleik Forsetabikarsins
Ísland vann sjö marka sigur, 30-23, á Kína í lokaleik I-riðils Forsetabikarsins á HM kvenna í handbolta. Íslenska liðið fer þar af leiðandi ósigrað upp úr riðlinum og keppir úrslitaleik Forsetabikarsins við Kongó næstkomandi miðvikudag.

Umfjöllun: Paragvæ - Ísland 19-25 | Sterkur sigur Íslands á leiðinni að Forsetabikarnum
Ísland vann Mið-Ameríku meistara Paragvæ í Forsetabikarnum á HM kvenna í dag með sex marka mun. Lokatölur 19-25 í leik sem íslenska liðið var í basli sóknarlega stóran hluta leiksins.

Umfjöllun: Grænland - Ísland 14-37 | Gáfu Grænlendingum engin grið
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Grænlandi í fyrsta leik sínum í Forsetabikarnum á HM.

Elín Jóna með flest varin víti á HM
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa.

Skýrsla Vals: Særindi og stolt
Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði.

„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“
Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands.

„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“
„Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar.