Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 13:02 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Íslands á EM. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Riðlakeppninni lauk í gær og þar með lauk einnig þátttöku Íslands sem tapaði fyrir Þýskalandi og komst því ekki áfram í milliriðla. Liðin 24 á mótinu hafa þar með leikið þrjá leiki hvert um sig en nú hefur helmingur þeirra lokið keppni og hin tólf skiptast í tvo sex liða milliriðla. Í riðlakeppninni skoraði Perla 21 mark úr 26 skotum, og var því með tæplega 81% nýtingu. Það er jafnframt besta nýtingin á meðal tuttugu markahæstu leikmanna mótsins til þessa. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Perla, en markahæst er Stanko Tjasa frá Slóveníu með 24 mörk. Hún er með 68,6% nýtingu. Durdina Jaukovic frá Svartfjallalandi hefur skorað 23 mörk og Nathalie Hagman frá Svíþjóð hefur skorað 22 mörk. Perla Rut Albertsdóttir var afar örugg á vítalínunni fyrir Ísland.Getty/Marco Wolf Þrír leikmenn eru svo jafnir Perlu í 4. sætinu en það eru Tabea Schmid frá Sviss, Pernille Brandenborg frá Færeyjum og Andjela Janjusevic frá Serbíu. Perla var eins og fyrr segir öryggið uppmálað á vítalínunni og hún skoraði þar flest mörk allra eða tólf, úr aðeins þrettán tilraunum. Byrjaði sautján ára í handbolta Eins og fram kom í viðtali við Perlu á RÚV var þessi kraftmikla hornakona orðin 17 ára þegar hún byrjaði að æfa handbolta. Hún er úr Hrútafirði en flutti á Selfoss eftir að hafa kynnst ástinni sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn hennar er Örn Þrastarson, handboltaþjálfari og nú íþróttastjóri Selfoss, sem þjálfaði Perlu. Örn er eldri bróðir Hauks Þrastarsonar landsliðsmanns, Hrafnhildar Hönnu fyrrverandi landsliðskonu, og Huldu Dísar sem er liðsfélagi Perlu hjá Selfossi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira