Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 09:36 Perla Ruth Albertsdóttir fagnar einu marka sinna á EM en hún varð markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu með 21 mark í þremur leikjum. Getty/Henk Seppen Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð. Ísland verður nefnilega í efri styrkleikaflokki þegar dregið verið í umspil um sæti á næsta HM en þar munu 22 þjóðir keppa um ellefu laus sæti á næsta heimsmeistaramóti. Íslensku stelpurnar losna þar með við það að spila við bestu þjóðirnar í Evrópu sem eru í efri styrkleikaflokknum með Íslandi. Þessu náðu stelpurnar okkar með því að tryggja sér sextánda sætið á Evrópumótinu en liðið lauk keppni í gær. Stelpurnar komust ekki í milliriðil en sögulegi sigurinn á Úkraínu vóg þungt þegar upp var staðið. Það eru því auknar líkur á því að íslenska liðinu takist að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025. Það mun koma í ljós sunnudaginn 15. desember næstkomandi hver mótherji íslenska liðsins verður en þá verður dregið í umspilið í Vínarborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á sæti í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki HM. Færeyingar eru í efri flokknum en þeir hreppa síðasta sætið af efstu ellefu. Færeysku stelpurnar enduðu í sautjánda sæti á EM sem var fyrsta stórmót þeirra frá upphafi. Ísland er öruggt með að mæta ekki þeim þjóðum sem komust í milliriðlana á Evrópumótinu. Þær þjóðir sem voru næstar því að komast í efri styrkleikaflokkinn voru Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína og Slóvakía en ein af þeim verður mögulega mótherji íslenska liðsins í vor. Ísrael, Kósóvó, Litháen og Ítalía eru hinar þjóðirnar sem íslenska liðið getur mætt. Íslenska liðið var með á síðasta heimsmeistaramóti í fyrra, þær voru svo með á Evrópumótinu í ár og gæti því farið inn á sitt þriðja stórmót í röð klári stelpurnar þessa mikilvægu umspilsleiki. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Ísland verður nefnilega í efri styrkleikaflokki þegar dregið verið í umspil um sæti á næsta HM en þar munu 22 þjóðir keppa um ellefu laus sæti á næsta heimsmeistaramóti. Íslensku stelpurnar losna þar með við það að spila við bestu þjóðirnar í Evrópu sem eru í efri styrkleikaflokknum með Íslandi. Þessu náðu stelpurnar okkar með því að tryggja sér sextánda sætið á Evrópumótinu en liðið lauk keppni í gær. Stelpurnar komust ekki í milliriðil en sögulegi sigurinn á Úkraínu vóg þungt þegar upp var staðið. Það eru því auknar líkur á því að íslenska liðinu takist að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025. Það mun koma í ljós sunnudaginn 15. desember næstkomandi hver mótherji íslenska liðsins verður en þá verður dregið í umspilið í Vínarborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á sæti í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki HM. Færeyingar eru í efri flokknum en þeir hreppa síðasta sætið af efstu ellefu. Færeysku stelpurnar enduðu í sautjánda sæti á EM sem var fyrsta stórmót þeirra frá upphafi. Ísland er öruggt með að mæta ekki þeim þjóðum sem komust í milliriðlana á Evrópumótinu. Þær þjóðir sem voru næstar því að komast í efri styrkleikaflokkinn voru Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína og Slóvakía en ein af þeim verður mögulega mótherji íslenska liðsins í vor. Ísrael, Kósóvó, Litháen og Ítalía eru hinar þjóðirnar sem íslenska liðið getur mætt. Íslenska liðið var með á síðasta heimsmeistaramóti í fyrra, þær voru svo með á Evrópumótinu í ár og gæti því farið inn á sitt þriðja stórmót í röð klári stelpurnar þessa mikilvægu umspilsleiki.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46
„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33