„Sjúklega stolt af þessum hóp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 21:54 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira