Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 17:56 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hefur notið sín vel með góðum hópum kvenna hér ytra. Vísir/VPE Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira