Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 17:56 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hefur notið sín vel með góðum hópum kvenna hér ytra. Vísir/VPE Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira