Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 22:46 Þetta mót er nú að baki. Fer í reynslubankann og er hluti af vegferðinni. Áfram gakk. Marco Wolf/picture alliance via Getty Images Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira