„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 22:20 Steinunn Björnsdóttir í baráttunni gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Marco Wolf Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. „Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta eru pínu vonbrigði að hafa tapað svona stórt á móti þessari þjóð. Við ætluðum okkur meira, en ég verð að vera alveg hreinskilin að þær eru ógeðslega sterkar og sérstaklega líkamlega fannst mér. Mér fannst við alveg eiga að einhverju leyti roð í þær þegar við fengum þær aðeins til að hreyfa sig, fengum góðar klippingar og svona en þegar þær grípa okkur þá áttum við einhvern veginn lítinn séns,“ sagði Steinunn. Steinunn skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum og fiskaði eitt víti. Var hún í algjörri gjörgæslu hjá þýsku vörninni og segir hún það hafa verið erfitt að berjast við líkamlega sterka leikmenn Þýskalands. „Fyrir mig persónulega var þetta gríðarlega erfitt að finna sér stöðu og reyna að hjálpa einhvern veginn liðinu. Þannig að eins og ég segi þá er þetta pínu svekkelsi.“ „Gerðum allt sem við gátum“ Sóknarleikurinn gekk illa í kvöld. Steinunn vill þó líta til þess árangurs sem liðið hefur náð á því sviði leiksins í mótinu sjálfu og aðdraganda þess. „Við náðum ekki okkar riðma sóknarlega, það verður að segjast eins og er, og þær náðu bara að gera þetta vel. Mér fannst sóknarleikurinn okkar á þessu móti bara búinn að vera stórkostlegur að mörgu leyti og líka í undirbúningsleikjunum gegn Póllandi og í Sviss. Þannig að það er gríðarlegur stígandi í sóknarleiknum okkar og mér langa svolítið að taka það út úr þessu. Við áttum bara ekki góðan leik en að sama skapi á móti fáránlega sterkri þjóð.“ Steinunn gengur sátt frá borði frá mótinu sjálfu og er stolt af íslenska liðinu. „Heilt yfir er ég bara með mjög jákvæða upplifun og það var markmiðið okkar, ef ég reyni að setja aðeins þennan leik aðeins til hliðar. Við gáfum samt allt í þetta, liðið lagði sig allt fram, við gerðum allt sem við gátum og fyrir það er ég bara ótrúlega þakklát og stolt af liðinu.“ Landsliðsskórnir að fara á hilluna? Steinunn er orðin 33 ára og farið að síga á seinni hluta ferilsins. Var þetta hennar fyrsta stórmót með landsliðinu. Aðspurð hvort hún sé farin að hugleiða að setja landsliðskóna á hilluna svara hún því játandi, en er nokkuð myrk í máli hvenær það yrði og segir það eiga eftir að koma í ljós. „Já, ég verð að viðurkenna það. Það er farið að líða að lokum, ég veit ekki alveg hvenær nákvæmlega en ég ætla aðeins að fá að hugsa það og vera heima og njóta jólanna og afmæli barnanna minna og svona. Þannig að það kemur bara allt í ljós.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. 3. desember 2024 22:02
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20