Fasteignamarkaður

Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða
Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir.

Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda
Kaupsamningum á fasteignamarkaði fækkaði um rúm sex prósent á milli nóvember og desember í fyrra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé nú hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda.

Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára
Í gær mælti ég fyrir þingsályktun á Alþingi þess efnis að fasteignakaupendur geti tekið óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma.

Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið
Hjónin, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur og fyrrum Ungfrú Heimur, og Pétur Rúnar Heimisson, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa sett raðhús sitt við Kjarrmóa í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 142,5 milljónir.

Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja
Aron Kristinn Jónasson tónlistarmaður og meðlimur danstónlistartvíeykisins ClubDub og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa sett íbúð sína á Laugavegi til sölu. Ásett verð eru tæpar 54 milljónir og er íbúðin 52,5 fermetrar.

Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi
Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, hefur sett glæsihús sitt við Kríunes á Arnarnesi á sölu. Ásett verð er 225 milljónir.

Umsvifamikill verktaki bætist í hóp stærstu hluthafa Reita
Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins hefur verið að byggja upp stöðu í Reitum og er núna á meðal allra stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi fasteignafélagsins. Fjárfestar hafa á undanförnum mánuðum verið að sýna fasteignafélögunum aukinn áhuga en hlutabréfaverð þeirra hefur hækkað hvað mest meðal allra félaga í Kauphöllinni á tímabilinu.

Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið
Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og konan hans Hallveig Hafstað ráðgjafi hafa sett íbúð sína á Meistaravöllum á sölu. Er um að ræða rúmlega 130 fermetra eign í hjarta Vesturbæjar og ásett verð er tæpar 94 milljónir.

Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga
Egill Ásbjarnarson, einn eigandi herrafataverslunarinnar Suitup Reykjavik, hefur sett íbúð sína við Öldugötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 107 milljónir.

Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi
Líkamsræktarfrömuðurinn Birkir Vagn Ómarsson hefur sett slotið á sölu í Galtalind í Kópavogi. Birkir Vagn hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina MGT og boðið þar upp á æfingar sem hafa slegið í gegn.

Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun
Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal.

Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ
Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignamiðlun hafa fest kaup á einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ. Parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum um áramótin og virðist lífið leika við þau.

Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og meðstofnendi hugbúnaðarfyrirtækisins Quest Portal, hefur sett fallega íbúð við Grettisgötu 5 í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 124, 9 milljónir.

Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024
Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman fimm dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2024. Ódýrasta eignin af þeim seldist á 395 milljónir á meðan sú dýrasta seldist á 850 milljónir.

Eitt frægasta hús landsins enn á sölu
Eitt frægasta hús landsins, draumahús þeirra Andreu Eyland og Þorleifs Kamban í Ölfusi rétt hjá Hveragerði er enn til sölu. Húsið var fyrst auglýst til sölu í sumar en bygging hússins hefur vakið gríðarlega athygli frá upphafi.

Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað
Leikarinn Jörundur Ragnarsson og sambýliskona hans Magdalena Björnsdóttir hafa sett íbúð sína við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 82,9 milljónir.

Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum
Thor holding, félag í eigu Bergþórs Baldvinssonar framkvæmdastjóra Nesfisks, hefur auglýst tvær eignir í sama húsi í miðborg Reykjavíkur til sölu. Mögulegt er að sameina íbúðirnar í eina stærri eign sem telur 196 fermetra samtals.

Íbúðaverð gefur eftir samtímis háum raunvöxtum og stífum lánaskilyrðum
Fasteignamarkaðurinn er heilt yfir nokkuð kaldur um þessar mundir, sem birtist meðal annars í fækkun kaupsamninga og íbúðaverð staðið nánast í stað síðustu mánuði, og útlit er fyrir að raunverð geti gefið eftir á fyrri hluta ársins samtímis háum raunvöxtum og þröngum lánþegaskilyrðum, að mati hagfræðinga Arion. Á sama tíma og mjög hefur dregið úr verðhækkunum á fasteignamarkaði hefur framboð á íbúðum til sölu aukist talsvert, drifið áfram af fjölgun nýbygginga, og ekki verið meira um langt skeið.

Fann ástina og setur íbúðina á sölu
Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Bleikur draumur í Hafnarfirði
Innst inni í botnlangagötu við Stuðlaberg í Hafnarfirði er að finna reisulegt parhús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1990 en hefur fengið sjarmerandi endurbætur á undanförnum árum.

Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar
Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent.

Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur
Við Helgubraut í Kópavogi er að finna 275 fermetra einbýlishús sem var byggt árið 1985. Núverandi eigendur festu kaup á eigninni í maímánuði á síðasta ári og greiddu 144,9 milljónir fyrir. Húsið er nú komið aftur á sölu og er ásett verð 198,4 milljónir króna, sem er 50 milljón króna hækkkun á innan við ári.

Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi
Hjónin, Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, og Margrét Hauksdóttir, hafa sett íbúð sína við Brúarstræti á Selfoss á sölu.

Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni
Fjölskylduvæn hæð á besta stað í Reykjavík á Sogavegi er komin á sölu. Um er að ræða 178,5 fermetra íbúð með bílskúr sem hefur verið endurnýjuð á undanförnum árum.

Óvæntur glaðningur í veggjunum
Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki.

Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni
Við Austurkór í Kópavogi stendur reisulegt 296 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt. Ásett verð er 275 milljónir.

Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum
Hjónin Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Guðrún Ingólfsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Smyrilsveg í Vesturbæ Reykjavíkur á 135 milljónir.

Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára
Íbúðum í byggingu á landinu hafa farið fækkandi á milli ára þrátt fyrir vaxandi íbúðaþörf. Þó að fullbúnum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fleiri á síðasta ári en undanfarin ár þá uppfylla þær þó ekki þörfinni. Þá var sölutími íbúða með stysta móti á síðasta ári.

Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir
Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur selt einbýlishús sitt við Birkihæð í Garðabæ á 230 milljónir. Um er að ræða 205 fermetra reisulegt einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað.