Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 10:27 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi hvetur fólk til að fylgjast vel með lánum. Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Tilefnið er að Arion banki kynnti nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á markaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Tvennskonar lán, verðtryggð og óverðtryggð verða nú í boði á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára og verður hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Loksins farið að skýrast Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir í kvöldfréttum að það sé ekki mikill munur, en þó eðlismunur á því lánaframboði sem Arion banki hafi kynnt í gær og því sem Íslandsbanki hafi kynnt fyrir nokkrum dögum. Tiltölulega mikill munur sé hinsvegar á lánaframboði þeirra og Landsbankans sem einungis býður fyrstu kaupendum verðtryggð lán. „Og loksins, það eru kannski stóru fréttirnar, loksins eru málin aðeins farin að skýrast. Við erum ennþá að bíða eftir lífeyrissjóðunum en bankarnir búnir að ákveða hvernig þessu verður lent að minnsta kosti fram að næstu dómum,“ segir Björn. Þar vísar hann til tveggja vaxtadóma gegn Arion banka og Landsbanka sem teknir verða fyrir í hæstarétti í desember. „Þau fara þrjár tiltölulega ólíkar leiðir. Landsbankinn ákveður að bjóða engum verðtryggð lán nema fyrstu kaupendum. Íslandsbanki og Arion banki ætla hinsvegar að bjóða verðtryggð lán þar sem Íslandsbanki hyggst fara eftir þessu vaxtaviðmiði Seðlabankans en ekki Arion banki. Þetta er mjög áhugavert. Þetta sýnir okkur að það eru ekki allir sammála um það hvernig þessu verður lent, að sinni að minnsta kosti.“ Eru það góðar fréttir fyrir lántakendur, að þeir hafi þá þrjá mismunandi möguleika, að það verði þá kannski einhver samkeppni milli bankanna, eða ólíkir kostir? „Ég hugsa það. Ég held það sé jákvætt að fólk geti þá að minnsta kosti borið saman ólíkar leiðir í þessu. Okkur vantar lífeyrissjóðina inn á þennan markað til viðbótar. Hinsvegar eru kjörin kannski ekki betri en þau voru fyrir dóminn. Þannig það er svona það sem okkur vantar, að það séu einhverjar leiðir þá til að berja niður vextina á þessum lánum. En þeir sem hafa verið látnir hanga í lausu lofti bíðandi eftir því að geta endurfjármagnað eða tekið lán, geta að minnsta kosti borið þetta saman og séð hvað hugnast þeim best.“ Ekki sama staða og fyrir dóm Björn Berg segir stöðuna á lánamarkaði fyrir lántakendur nú hvorki verri né betri en fyrir dóm hæstaréttar. Ljóst sé að hún sé að minnsta kosti ekki eins. „Valkostirnir eru færri. Það er erfiðara að átta sig á þessu vegna þess að þetta er svo nýtt, það var allt saman að breytast. Það eru ekki betri kjör. Þannig að það sem er þó að minnsta kosti jákvætt er að nú erum við komin með niðurstöðu í mál sem hafði verið fyrir dómi. Við vitum núna hvað er satt og rétt, við vitum við hvað má miða. En fyrir hinn almenna lántakanda sem er að velta fyrir sér sínu húsnæðisláni er það ekkert að batna með þessu.“ Þannig þetta er ekki sigur neytendanna eins og var slegið upp fyrst? „Það er bara alltof snemmt að hrósa sigri í því, það á bara eftir að koma í ljós.“ Er þá þitt ráð til fólks: Allt þetta með að vextirnir breytast, þurfum við að vera meira með fókus á vöxtunum og endurfjármagna, þurfum við að vera með augun á boltanum þarna? „Veistu, þetta er stóri punkturinn. Þetta er akkúrat það sem skiptir svo miklu máli. Þetta er ekki allt saman eins alls staðar og það er heldur ekki víst að það sama henti þér og kannski fyrir tveimur, þremur árum eða muni henta þér þegar þessi lán koma síðan á vaxtaendurskoðun. Við verðum að vera mjög virk í þessu, það er ekki dýrt að endurfjármagna almennt og þetta eykur enn frekar þörfina á því að við séum dugleg að fylgjast með.“ Lánamál Fasteignamarkaður Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. 9. nóvember 2025 19:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Tilefnið er að Arion banki kynnti nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á markaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Tvennskonar lán, verðtryggð og óverðtryggð verða nú í boði á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára og verður hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Loksins farið að skýrast Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir í kvöldfréttum að það sé ekki mikill munur, en þó eðlismunur á því lánaframboði sem Arion banki hafi kynnt í gær og því sem Íslandsbanki hafi kynnt fyrir nokkrum dögum. Tiltölulega mikill munur sé hinsvegar á lánaframboði þeirra og Landsbankans sem einungis býður fyrstu kaupendum verðtryggð lán. „Og loksins, það eru kannski stóru fréttirnar, loksins eru málin aðeins farin að skýrast. Við erum ennþá að bíða eftir lífeyrissjóðunum en bankarnir búnir að ákveða hvernig þessu verður lent að minnsta kosti fram að næstu dómum,“ segir Björn. Þar vísar hann til tveggja vaxtadóma gegn Arion banka og Landsbanka sem teknir verða fyrir í hæstarétti í desember. „Þau fara þrjár tiltölulega ólíkar leiðir. Landsbankinn ákveður að bjóða engum verðtryggð lán nema fyrstu kaupendum. Íslandsbanki og Arion banki ætla hinsvegar að bjóða verðtryggð lán þar sem Íslandsbanki hyggst fara eftir þessu vaxtaviðmiði Seðlabankans en ekki Arion banki. Þetta er mjög áhugavert. Þetta sýnir okkur að það eru ekki allir sammála um það hvernig þessu verður lent, að sinni að minnsta kosti.“ Eru það góðar fréttir fyrir lántakendur, að þeir hafi þá þrjá mismunandi möguleika, að það verði þá kannski einhver samkeppni milli bankanna, eða ólíkir kostir? „Ég hugsa það. Ég held það sé jákvætt að fólk geti þá að minnsta kosti borið saman ólíkar leiðir í þessu. Okkur vantar lífeyrissjóðina inn á þennan markað til viðbótar. Hinsvegar eru kjörin kannski ekki betri en þau voru fyrir dóminn. Þannig það er svona það sem okkur vantar, að það séu einhverjar leiðir þá til að berja niður vextina á þessum lánum. En þeir sem hafa verið látnir hanga í lausu lofti bíðandi eftir því að geta endurfjármagnað eða tekið lán, geta að minnsta kosti borið þetta saman og séð hvað hugnast þeim best.“ Ekki sama staða og fyrir dóm Björn Berg segir stöðuna á lánamarkaði fyrir lántakendur nú hvorki verri né betri en fyrir dóm hæstaréttar. Ljóst sé að hún sé að minnsta kosti ekki eins. „Valkostirnir eru færri. Það er erfiðara að átta sig á þessu vegna þess að þetta er svo nýtt, það var allt saman að breytast. Það eru ekki betri kjör. Þannig að það sem er þó að minnsta kosti jákvætt er að nú erum við komin með niðurstöðu í mál sem hafði verið fyrir dómi. Við vitum núna hvað er satt og rétt, við vitum við hvað má miða. En fyrir hinn almenna lántakanda sem er að velta fyrir sér sínu húsnæðisláni er það ekkert að batna með þessu.“ Þannig þetta er ekki sigur neytendanna eins og var slegið upp fyrst? „Það er bara alltof snemmt að hrósa sigri í því, það á bara eftir að koma í ljós.“ Er þá þitt ráð til fólks: Allt þetta með að vextirnir breytast, þurfum við að vera meira með fókus á vöxtunum og endurfjármagna, þurfum við að vera með augun á boltanum þarna? „Veistu, þetta er stóri punkturinn. Þetta er akkúrat það sem skiptir svo miklu máli. Þetta er ekki allt saman eins alls staðar og það er heldur ekki víst að það sama henti þér og kannski fyrir tveimur, þremur árum eða muni henta þér þegar þessi lán koma síðan á vaxtaendurskoðun. Við verðum að vera mjög virk í þessu, það er ekki dýrt að endurfjármagna almennt og þetta eykur enn frekar þörfina á því að við séum dugleg að fylgjast með.“
Lánamál Fasteignamarkaður Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. 9. nóvember 2025 19:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. 9. nóvember 2025 19:00