Háskólar

Fréttamynd

Ragn­hildur Helga­dóttir nýr rektor HR

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Innlent
Fréttamynd

Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum

„Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fékk níu í einkunn fyrir fituvinnsluvél til lífdísilframleiðslu

Júlíana Lind Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr vél- og orkutæknifræði í Háskólanum í Reykjavík í sumar og gerði lokaverkefni sem hefur áhugaverðan vinkil. Verkefnið fjallar um hönnunarvinnu við fituvinnsluvél Ýmis Technologies sem nýtir sláturúrgang til lífdísilframleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum

„Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi

Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. 

Innlent
Fréttamynd

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt

Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn

Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjáningar­þrí­burar fylgdust að á öllum skóla­stigum

Þríburarnir Jón Friðrik, Kristján og Þór Guðjónssynir útskrifuðust um helgina með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Bræðurnir hafa fylgst að í gegn um öll skólastig en Jón Friðrik segir þá bræður aldrei hafa ákveðið það saman hvaða skóli eða nám yrði fyrir valinu.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Met­fjöldi út­skrifast úr HÍ og HR í dag

Aldrei hafa fleiri kandídatar útskrifast úr Háskóla Íslands en í dag. Meira en 2.500 munu taka við grunn- eða framhaldsprófsskírteinum sínum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag. Eins er metfjöldi kandídata að útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík, eða 700 manns.

Innlent
Fréttamynd

Partýsprengja um helgina

Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Sverði Vig­dísar ætlað að verja vísindi og þekkingu

Sýning helguð forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttir, fyrrum forseta Íslands, verður sett upp í Loftskeytastöðinni. Persónulegir munir Vigdísar verða til sýnis, en hún afhenti Háskóla Íslands munina við hátíðlega athöfn í morgun. Þeirra á meðal er sverð sem hún fékk gefins í Finnlandi.

Innlent