Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. maí 2023 20:47 Nanna Lind Stefánsdóttir, lögregluþjónn, segir ófaglegar ráðningar, frændhygli og spillingu ríkja innan lögreglunnar. Bylgjan Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. Nanna Lind Stefánsdóttir, lögregluþjónn, skrifaði meistararitgerðina „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“ í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Ísland um brotthvarf menntaðra lögreglumanna úr starfi á árunum 2007 til 2022. Hún kom í viðtal í Reykjavík síðdegis til að ræða ritgerðina og brottfallsvandann sem blasir við lögreglunni. Sjálf segist hún hafa horft á eftir of mörgum góðum samstarfsfélögum hverfa úr starfi og hafi þess vegna ráðist í skrifin. Fjöldi lögreglumanna hefur að sögn Nönnu nánast staðið í stað undanfarin fimmtán, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun Íslendinga og mikla fjölgun ferðamanna. Af þessum ástæðum var í fyrra ákveðið að tvöfalda inntöku lögreglunema í lögreglunám. Nanna segir það aðeins vera plástur á núverandi ástand en dugi skammt ef lögreglan heldur áfram að missa menntaða lögreglumenn í önnur störf. „Ef fatan lekur þá þarf að gera eitthvað til að stöðva lekann. Það gengur ekki einvörðungu að skrúfa bara frá,“ segir hún. Ævistarfið entist stutt Við rannsóknina fékk Nanna til sín sextán viðmælendur sem áttu það sameiginlegt að vera fyrrum lögreglumenn sem hefðu horfið á braut á undanförnum fimmtán árum. Þeir komu úr öllum landshornum og höfðu flestir starfað hjá fleiri en einu embætti. Nanna segir það hafa sérstaklega vakið athygli sína að flest allir viðmælendurnir hafi lýst því að í upphafi starfsferilsins hafi þeir litið á lögreglustarfið sem sitt ævistarf og höfðu mikla ánægju af því. Síðan hafi hins vegar farið að halla undan fæti. Hún segir að þrátt fyrir ólíkar upplifanir og reynslu viðmælenda hafi verið sex megin áhrifaþættir fyrir brotthvarfi. Þeir hafi verið stjórnunarhættir, starfsánægja, starfsumhverfi, samspili vinnu og einkalífs, kjör og álag og streita. Ófaglegar ráðningar og spilling ríkjandi Aðspurð út í stjórnunarhættina segir Nanna viðmælendur hafa lýst því yfir að stjórnunarhættir hafi vegið þyngst við brotthvarfið. Þar lýstu viðmælendur „ófaglegum stjórnunarháttum, miklum samskiptaerfiðleikum, sérstaklega við yfirmenn, ríkjandi óréttlæti, ófaglegum ráðningum og takmörkunum á tækifærum til þróunar í starfi,“ að sögn Nönnu. Nanna segir viðmælendur hafa lýst því að við ófaglegar ráðningar væri frændhygli of algeng. Einnig væru dæmi þess að menn væru settir í stöðu til eins árs og að ári liðnu væri auglýsing sniðin eftir þeirri reynslu og eiginleikum sem viðkomandi fékk yfir árið. Aðspurð út í spillingu innan lögreglunnar segir Nanna að hún sé því miður til staðar. Hún sé ekki ný af nálinni og það sé breytinga þörf. Lögreglumenn hvattir til iðjuleysis „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“ er setning sem Nanna segir að allt of margir lögreglumenn hafi heyrt sjálfir eða heyrt einhvern segja. Hún hafi sjálf fengið að heyra þetta á sínu fyrsta sumri í lögreglunni til að draga niður frumkvæðiskraft hennar. „Þú verður bara að átta þig á að það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt og við fáum jafn mikið borgað, hvort sem við förum út eða erum hér inni,“ segir hún að hafi verið sagt við sig. Þessi hugsunarháttur sé hluti af þessum slælegu starfsháttum. Hún segir þörf á því að vandinn sé krufinn og lögreglan líti inn á við. Hún nefnir að lögregluþjónar sem hætti ættu að fara í starfslokaviðtöl og að það þurfi meiri mannauðsstjórnun innan lögreglunnar. Hún leggur einnig til að horft sé til Norðurlandanna þar sem eru ráðnir inn sérfræðingar sem eru ekki menntaðir sem lögreglumenn í rannsóknardeildir. Hún segir viðmælendur hafa bent á að „aukinn fjöldi lögreglumanna leysi ekki allan vanda“. Það þurfi líka að auka gæði og hæfni og efla þá einstaklinga sem eru starfandi nú þegar. Lögreglan Reykjavík síðdegis Háskólar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Nanna Lind Stefánsdóttir, lögregluþjónn, skrifaði meistararitgerðina „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“ í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Ísland um brotthvarf menntaðra lögreglumanna úr starfi á árunum 2007 til 2022. Hún kom í viðtal í Reykjavík síðdegis til að ræða ritgerðina og brottfallsvandann sem blasir við lögreglunni. Sjálf segist hún hafa horft á eftir of mörgum góðum samstarfsfélögum hverfa úr starfi og hafi þess vegna ráðist í skrifin. Fjöldi lögreglumanna hefur að sögn Nönnu nánast staðið í stað undanfarin fimmtán, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun Íslendinga og mikla fjölgun ferðamanna. Af þessum ástæðum var í fyrra ákveðið að tvöfalda inntöku lögreglunema í lögreglunám. Nanna segir það aðeins vera plástur á núverandi ástand en dugi skammt ef lögreglan heldur áfram að missa menntaða lögreglumenn í önnur störf. „Ef fatan lekur þá þarf að gera eitthvað til að stöðva lekann. Það gengur ekki einvörðungu að skrúfa bara frá,“ segir hún. Ævistarfið entist stutt Við rannsóknina fékk Nanna til sín sextán viðmælendur sem áttu það sameiginlegt að vera fyrrum lögreglumenn sem hefðu horfið á braut á undanförnum fimmtán árum. Þeir komu úr öllum landshornum og höfðu flestir starfað hjá fleiri en einu embætti. Nanna segir það hafa sérstaklega vakið athygli sína að flest allir viðmælendurnir hafi lýst því að í upphafi starfsferilsins hafi þeir litið á lögreglustarfið sem sitt ævistarf og höfðu mikla ánægju af því. Síðan hafi hins vegar farið að halla undan fæti. Hún segir að þrátt fyrir ólíkar upplifanir og reynslu viðmælenda hafi verið sex megin áhrifaþættir fyrir brotthvarfi. Þeir hafi verið stjórnunarhættir, starfsánægja, starfsumhverfi, samspili vinnu og einkalífs, kjör og álag og streita. Ófaglegar ráðningar og spilling ríkjandi Aðspurð út í stjórnunarhættina segir Nanna viðmælendur hafa lýst því yfir að stjórnunarhættir hafi vegið þyngst við brotthvarfið. Þar lýstu viðmælendur „ófaglegum stjórnunarháttum, miklum samskiptaerfiðleikum, sérstaklega við yfirmenn, ríkjandi óréttlæti, ófaglegum ráðningum og takmörkunum á tækifærum til þróunar í starfi,“ að sögn Nönnu. Nanna segir viðmælendur hafa lýst því að við ófaglegar ráðningar væri frændhygli of algeng. Einnig væru dæmi þess að menn væru settir í stöðu til eins árs og að ári liðnu væri auglýsing sniðin eftir þeirri reynslu og eiginleikum sem viðkomandi fékk yfir árið. Aðspurð út í spillingu innan lögreglunnar segir Nanna að hún sé því miður til staðar. Hún sé ekki ný af nálinni og það sé breytinga þörf. Lögreglumenn hvattir til iðjuleysis „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“ er setning sem Nanna segir að allt of margir lögreglumenn hafi heyrt sjálfir eða heyrt einhvern segja. Hún hafi sjálf fengið að heyra þetta á sínu fyrsta sumri í lögreglunni til að draga niður frumkvæðiskraft hennar. „Þú verður bara að átta þig á að það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt og við fáum jafn mikið borgað, hvort sem við förum út eða erum hér inni,“ segir hún að hafi verið sagt við sig. Þessi hugsunarháttur sé hluti af þessum slælegu starfsháttum. Hún segir þörf á því að vandinn sé krufinn og lögreglan líti inn á við. Hún nefnir að lögregluþjónar sem hætti ættu að fara í starfslokaviðtöl og að það þurfi meiri mannauðsstjórnun innan lögreglunnar. Hún leggur einnig til að horft sé til Norðurlandanna þar sem eru ráðnir inn sérfræðingar sem eru ekki menntaðir sem lögreglumenn í rannsóknardeildir. Hún segir viðmælendur hafa bent á að „aukinn fjöldi lögreglumanna leysi ekki allan vanda“. Það þurfi líka að auka gæði og hæfni og efla þá einstaklinga sem eru starfandi nú þegar.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Háskólar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira