Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 15:54 Kristján Hreinsson. Í tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. Aðsend Gert hefur verið samkomulag við Kristján Hreinsson um að hann ljúki kennslu ritlistarnámskeiðsins Skáldsagnaskrif, sem hófst í maí og lýkur í september næstkomandi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Endurmenntun Háskóla Íslands sendi fyrr í dag á þátttakendur í námskeiðinu Skáldsagnaskrif. Líkt og Vísir greindi frá þann 5.júní síðastliðinn var Kristjáni sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lögð niður. Uppsögnin var vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Fram kom í frétt Vísis að Kristján væri að ráðfæra sig við lögmenn vegna uppsagnarinnar. Kristján fór yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem Kristján er hvattur til að leita réttar síns. Vona að ró muni skapast Í fyrrnefndum tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. „Endurmenntun harmar þau óþægindi sem atburðarás undanfarinna daga kann að hafa valdið þátttakendum námskeiðsins og það er von okkar að með þessum málalyktum skapist nauðsynleg ró til að þeir sem vilja geti nýtt sér námskeiðið til gagns og ánægju eins og ávallt er lagt upp með hjá bæði Endurmenntun og Kristjáni.“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Endurmenntun Háskóla Íslands sendi fyrr í dag á þátttakendur í námskeiðinu Skáldsagnaskrif. Líkt og Vísir greindi frá þann 5.júní síðastliðinn var Kristjáni sagt upp störfum við Háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lögð niður. Uppsögnin var vegna pistils sem hann birti á Facebook-síðu sinni og rataði þaðan á Mannlífsvefinn. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“ „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján er búsettur í Mílanó á Ítalíu og barst honum uppsögnin símleiðis. Fram kom í frétt Vísis að Kristján væri að ráðfæra sig við lögmenn vegna uppsagnarinnar. Kristján fór yfir málið á Facebook-síðu sinni þar og ljóst að hann telur ómaklega að sér vegið. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdum þar sem Kristján er hvattur til að leita réttar síns. Vona að ró muni skapast Í fyrrnefndum tölvupósti frá Endurmenntun kemur fram að að þátttakendum bjóðist nú til að ljúka námskeiðinu. Áður greidd þátttökugjöld verða endurgreidd óháð þátttöku. „Endurmenntun harmar þau óþægindi sem atburðarás undanfarinna daga kann að hafa valdið þátttakendum námskeiðsins og það er von okkar að með þessum málalyktum skapist nauðsynleg ró til að þeir sem vilja geti nýtt sér námskeiðið til gagns og ánægju eins og ávallt er lagt upp með hjá bæði Endurmenntun og Kristjáni.“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira