Þýski boltinn

Tvö mörk frá Kane í sigri Bayern
Harry Kane sýndi í dag af hverju Bayern borgaði fullt af peningum fyrir hann í sumar. Kane skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Bayern gegn Augsburg.

Elliði og Elvar markahæstir í sigurleikjum sinna liða
Melsungen og Gummersbach unnu opnunarleiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og voru Íslendingarnir í liðunum atkvæðamiklir.

Cecilía missir af næstu landsleikjum
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hafa meiðst illa á hné.

Önduðu léttar þegar þeir komust að því hvar sonur Kanes fæddist
Stuðningsmenn enska landsliðsins glöddust mjög þegar þeir komust að því hvar yngsta barn landsliðsfyrirliðans Harrys Kane var fætt.

Hjólaði heim eftir að hafa skorað þrennu í þýsku deildinni
Kevin Behrens, leikmaður Union Berlin, var ein af stjörnum Evrópuboltans um helgina. Það sem hann gerði eftir leik helgarinnar hefur ekki síður vakið mikla athygli.

Dortmund marði Köln með marki í blálokin
Borussia Dortmund hefur leik í þýsku úrvalsdeildinni með sigri en sá var heldur naumur. Liðið rétt marði Köln 1-0 þökk sé marki undir lok leiks.

Bayern byrjar á sigri þar sem Kane lagði upp og skoraði
Þýskalandsmeistarar Bayern München byrja tímabilið þar í landi á þægilegum 4-0 útisigri á Werder Bremen. Nýi maðurinn, Harry Kane, skoraði annað mark Bæjara eftir að hafa lagt upp fyrsta markið.

„Harry mun gera leikmenn okkar betri“
Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern Munchen er handviss um að Harry Kane muni bæta lið Bayern. Hann segir að Kane geti breytt pressunni á sér yfir í góða frammistöður.

Hver er þessi þrítugi japanski landsliðsmaður sem á að leysa vandræði Liverpool?
Það voru eflaust ekki margir stuðningsmenn Liverpool sem vissu hver Wataru Endo var fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Hann verður engu að síður líklega orðinn leikmaður félagsins áður en vikan er á enda.

Liverpool komið í viðræður vegna Amrabat og búið að bjóða í fyrirliða Stuttgart
Sky Italia greinir frá því í kvöld að Liverpool sé búið að hefja viðræður við Fiorentina um möguleg félagaskipti Sofyan Amrabat. Þá hefur félagið einnig lagt fram tilboð í landsliðsmann Japans.

„Það sem ég var að gera var að tala með hjartanu“
Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson segist lengi hafa fundið fyrir áhuga frá þýska liðinu Fortuna Düsseldorf en forráðamenn félagsins hafa fylgst með honum í nokkur ár.

Ísak Bergmann lagði upp mark í bikarsigri Fortuna Düsseldorf
Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta leik með Fortuna Düsseldorf þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarsigri liðsins í dag gegn Illertissen.

Kane enn titlalaus vegna ótrúlegs Olmo
Dani Olmo stal fyrirsögnunum í fyrsta leik Harry Kane fyrir Bayern München í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk RB Leipzig í 3-0 sigri sem tryggði liðinu í leiðinni þýska ofurbikarinn.

Hólmbert kom inn á og skoraði tvö fyrir Holstein Kiel
Hólmbert Friðjónsson og félagar í Holstein Kiel eru komnir áfram í þýska bikarnum en Hólmbert var hetja sinna manna í dag og skoraði bæði mörk liðsins í 0-2 sigri.

Harry Kane formlega genginn til liðs við Bayern München
Sögunni endalausu um möguleg félagaskipti Harry Kane frá Tottenham er loksins lokið en Bayern München kynntu hann sem leikmann sinn í morgun. Hann gæti unnið sinn fyrsta titil með liðinu strax í kvöld.

Harry Kane í læknisskoðun hjá Bayern
Harry Kane hefur fengið leyfi til að ferðast til Þýskalands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá þýska liðinu Bayern München.

Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern
Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane, leikmaður Tottenham Hotspur, er sagður vera búinn að ná samkomulagi við þýska stórveldið Bayern München.

Ísak Bergmann staðfestur hjá Fortuna Düsseldorf
Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn til þýska b-deildarfélagsins Fortuna Düsseldorf en félagið staðfestir þetta á miðlum sínum.

Ísak sagður á leið í þýsku B-deildina
Ísak Bergmann Jóhannesson mun að öllum líkindum yfirgefa danska stórveldið FCK í sumar.

Bayern ekki hættir þó lokatilboðinu hafi verið hafnað
Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur engan áhuga á því að selja ofurstjörnuna sína; enska sóknarmanninn Harry Kane þrátt fyrir gylliboð Bayern Munchen.

Glódís á skotskónum fyrir Bayern
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir reimaði á sig skotskóna fyrir FC Bayern í dag.

Bayern krefst svara strax eftir nýtt risatilboð í Kane
Bayern München hefur ákveðið að rjúfa 100 milljóna evra múrinn með nýju tilboði í Harry Kane, framherja Tottenham, og vill fá skýrt svar í dag um hvort að kaupin geti gengið eftir.

Segir klúður Þjóðverja það óvæntasta í sögu kvennaboltans
Fyrrverandi landsliðskona Englands í fótbolta segir að það að Þýskaland hafi ekki komist upp úr sínum riðli á HM sé það óvæntasta í sögu kvennaboltans.

Mané og Ronaldo orðnir liðsfélagar
Sadio Mané er nýjasta fótboltastjarnan sem skrifar undir samning við félag í Sádi-Arabíu. Hann var í gær kynntur til leiks hjá Al-Nassr og verður þar liðsfélagi Cristiano Ronaldo.

Hólmbert Aron tryggði Holstein Kiel sigurinn í fyrstu umferð deildarinnar
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sigurmark Holstein Kiel þegar liðið hafði betur gegn Eintracht Braunschweig en liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta karla í dag.

Bæjarar fljúga til London til að reyna að kaupa Kane
Tveir af hæstráðendum Bayern München ætla að ferðast til London til að freista þess að kaupa Harry Kane af Tottenham.

Mané verður samherji Ronaldos hjá Al Nassr
Sadio Mané er á leiðinni til sádi-arabíska félagsins Al Nassr sem Cristiano Ronaldo leikur með.

Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern
Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum.

Bayern vill þrjá frá Englandi
Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar.

Leikmenn á leið inn og út hjá Manchester City
Riyad Mahrez er á leiðinni frá Manchester City en félagið hefur samþykkt tilboð frá Al Ahli í Alsíringinn. City er hins vegar nálægt því að tryggja sér þjónustu Króatans Josko Gvardiol.