Feitur biti frá Sveindísi til Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 13:45 Lena Oberdorf sækir að Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í landsleik á Laugardalsvelli síðasta haust. Mögulega spila þær saman með Bayern á næsta tímabili. Getty/Hulda Margrét Þýska knattspyrnufélagið Bayern München staðfesti í dag að hin 22 ára gamla Lena Oberdorf kæmi til félagsins í sumar frá Wolfsburg. Hún skrifaði undir samning við Bayern sem gildir til 2028. Kaupverðið er sagt nema 60-67 milljónum króna (400-450 þúsund evrum) og er það hæsta sem greitt hefur verið fyrir þýska knattspyrnukonu. Oberdorf verður þar með væntanlega liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, sem og mögulega Karólíu Leu Vilhjálmsdóttur sem í vetur er að láni hjá Leverkusen. Hún hefur verið liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg síðustu ár og verið í lykilhlutverki hjá liðinu sem komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári, varð Þýskalandsmeistari 2022 og hefur unnið þýska bikarinn þrjú síðustu ár. Lena Oberdorf signs for Bayern The 2022/23 #UWCL Young Player of the Season will join her new side in the summer pic.twitter.com/SGYidSGeTA— UEFA Women s Champions League (@UWCL) February 15, 2024 Oberdorf var valin besti ungi leikmaðurinn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, og hafði áður verið valin besti ungi leikmaðurinn á Evrópumóti landsliða 2022 þegar Þýskaland hafnaði í 2. sæti. Þrátt fyrir frekar ungan aldur á hún að baki 44 A-landsleiki og hefur spilað 99 leiki í efstu deild Þýskalands. Oberdorf er í þeirri sérkennilegu stöðu að eiga eftir að mæta sínum verðandi liðsfélögum í leik gegn Bayern 23. mars, en sá leikur gæti ráðið miklu í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Bayern er stigi fyrir ofan Wolfsburg eftir þrettán umferðir. Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kaupverðið er sagt nema 60-67 milljónum króna (400-450 þúsund evrum) og er það hæsta sem greitt hefur verið fyrir þýska knattspyrnukonu. Oberdorf verður þar með væntanlega liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, sem og mögulega Karólíu Leu Vilhjálmsdóttur sem í vetur er að láni hjá Leverkusen. Hún hefur verið liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg síðustu ár og verið í lykilhlutverki hjá liðinu sem komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári, varð Þýskalandsmeistari 2022 og hefur unnið þýska bikarinn þrjú síðustu ár. Lena Oberdorf signs for Bayern The 2022/23 #UWCL Young Player of the Season will join her new side in the summer pic.twitter.com/SGYidSGeTA— UEFA Women s Champions League (@UWCL) February 15, 2024 Oberdorf var valin besti ungi leikmaðurinn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, og hafði áður verið valin besti ungi leikmaðurinn á Evrópumóti landsliða 2022 þegar Þýskaland hafnaði í 2. sæti. Þrátt fyrir frekar ungan aldur á hún að baki 44 A-landsleiki og hefur spilað 99 leiki í efstu deild Þýskalands. Oberdorf er í þeirri sérkennilegu stöðu að eiga eftir að mæta sínum verðandi liðsfélögum í leik gegn Bayern 23. mars, en sá leikur gæti ráðið miklu í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Bayern er stigi fyrir ofan Wolfsburg eftir þrettán umferðir.
Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira