Helstu keppinautar Leverkusen unnu góðan sigur fyrr í dag og því þurftu lærisveinar Xabi Alonso nauðsynlega á sigri að halda gegn Gladbach.
Allt kom fyrir ekki en Leverkusen var miklu mun betra liðið á vellinum í kvöld. Liðið skapaði sérfæri eftir færi en boltinn vildi ekki inn og niðurstaðan markalaust jafntefli.
Eftir leiki dagsins er Leverkusen á toppnum með 49 stig á meðan Bayern München kemur þar á eftir með 47 stig.