Atvikið átti sér stað á 74. mínútu. Sané reyndi þá á að ná boltanum af Bjelica sem ýtti tvisvar í andlit hans.
Bjelica var rekinn af velli og hefur nú verið dæmdur í þriggja leikja bann. Hann fékk einnig 25 þúsund evra sekt, sem gildir rúmlega 3,7 milljónum íslenskra króna.
Bayern vann leikinn gegn Union Berlin, 1-0, með marki Raphaëls Guerreiro. Með sigrinum minnkaði Bayern forskot Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig.
Union Berlin er aftur á móti í 15. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.