Salan á Íslandsbanka

Ráðuneytið keypti ráðgjöf án útboðs en Bankasýslan fór eftir reglum
Bæði Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðuneytið nýttu sér utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf í tengslum við söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

„Andverðleikasamfélagið“
Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu.

Hin Engeyska hagspeki er tóm tjara
Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram að hann hafi búið til peninga fyrir almenning með því að selja eigur almennings með afslætti, meðal annars til pabba síns.

Afgerandi vísbendingar um lögbrot
Fjárlaganefnd Alþingis hélt tvo opna fundi í vikunni um Íslandsbankamálið. Fyrri fundurinn var með Bankasýslunni. Seinni fundurinn var með fjármálaráðherra. Það sem fram kom á fundunum er ekki til þess fallið að loka málinu og vekja traust.

Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins
Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti.

Einhver þurfi að bera ábyrgð á klúðrinu: „Þetta er eins og lélegur brandari“
Hundruð manna söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla bankasölunni - í fjórða sinn. Mótmælendur vilja breytingar en eru ekki bjartsýnir á að ríkisstjórnin bæti sitt ráð.

Á það sem má og má það sem á?
Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti.

„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“
Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft.

Fjörug dagskrá á mótmælum á Austurvelli
Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn.

„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“
Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við.

Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna
Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu.

„Ekki benda á mig“
Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu.

Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna
Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni.

„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“
Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður.

Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið.

Bein útsending: Bjarni svarar spurningum fjárlaganefndar um bankasöluna
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu.

Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna.

Viðvaranir
Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp.

Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu
Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina.

Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar
Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna.

Engin armslengd er á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu
Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar.

Biðst afsökunar á að hafa ekki upplýst almenning
Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi fyrirkomulag sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur
Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“
Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar.

Ríkisstjórnin burt
Stigvaxandi þungi í mótmælunum á Austurvelli er staðreynd, almenningur er sameinaður um að nýtt banka-RÁN verður ekki liðið.

Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar svara fyrir söluna á Íslandsbanka
Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund í dag um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til 11.

Þetta er spurning um traust
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki?

„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“
Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna.