Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 10:28 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira