Upphitun fyrir mótmæli dagsins á Austurvelli hefst klukkan 13:00 en formleg dagskrá klukkan 14:00. Þá hefst einnig bein útsending frá mótmælunum í spilaranum hér að neðan:
Síðast voru mótmæli á Austurvelli fyrir viku, þann 23. apríl, og er óhætt að segja að fundurinn hafi verið fjölmennur. Leikurinn verður endurtekinn í dag þegar bankasölunni verður aftur mótmælt, nú í fjórða sinn.
Á sama tíma og mótmælin fara fram í Reykjavík fara önnur fram á Ráðhústorginu á Akureyri. Krafa mótmælenda hefur verið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra víki og ríkisstjórnin bregðist við en aðspurð segist eiga von á að mótmælin haldi áfram þar til eitthvað er gert.
Óhætt er að fullyrða að nokkur hiti verði í framsögumönnum sem og þeim sem sækja mótmælin enda hefur orðið vart við megna óánægju meðal fólks með söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Dagskrá mótmælanna:
- 13:00 Reggí að hætti Bigga
- 13:30 Reykjavíkurdætur, rapp
- 13:50 Rebecca Lord, uppistand
- 14:00 Brynja Hjálmsdóttir, ljóð
- 14:03 Fundur settur
- 14:05 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ræða
- 14:12 Hundur í óskilum, söngur um Hrun
- 14:20 Hulda Vilhjálmsdóttir, þula fátækrar konu
- 14:25 Karl Héðinn Kristjánsson, ræða 14:30
- Brúðurnar koma, leikhús 14:35
- Atli Þór Fanndal, ræða 14:45
- Hundur í óskilum, söngur um bankasölu
- 14:52 Fundi slitið
- 14:55 Reggí að hætti Bigga